Morgunblaðið - 08.10.2008, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi,
hvaða dag Drottinn yðar kemur.
(Matth. 24, 42.)
Nú er þörf á nýjum hugmyndum,nýrri nálgun, nýrri hugmynda-
fræði. Þess vegna hlýtur að vera við
hæfi að um þessar mundir skuli á
fjörur okkar reka sýning á uppfinn-
ingum Leonardos da Vincis. Gripirnir
á þessari sýningu eru gerðir ná-
kvæmlega eftir teikningum hans og
sýna hvað listamaðurinn, heimspek-
ingurinn og uppfinningamaðurinn
var langt á undan sinni samtíð.
x x x
Ákrepputímum hljóta afþreying-arkostir bókarinnar að blasa
við. Bókin getur veitt félagsskap
heilu kvöldin og ef hún er ekki í hill-
unni er hægt að sækja hana á bóka-
safnið. En hvernig bókmenntir eiga
upp á pallborðið á þessum tímum?
Leita menn í Fallið eftir Camus eða
Ógleðina eftir Sartre, Mann í lausu
lofti eftir Bellow eða Sjálfstætt fólk
eftir Laxnes? Eða kannski bara
Pollýönnu eða Birtíng til að átta sig á
því að allt sem gerist er fyrir hinu
besta.
x x x
Undanfarna mánuði hefur talsvertverið skrifað um það hvort spill-
ing þrífist í knattspyrnunni í Evrópu
og úrslitum sé hagrætt til að maka
krókinn í veðmálum. Víkverji hefur
verið á því að ólíklegt væri að slíkt
teygði anga sína til Íslands vegna
þess að það væri einfaldlega ekki
jafnmikið í húfi og víða annars staðar
í Evrópu. Nú er hins vegar komið
fram að KSÍ lét rannsaka ásakanir
um mútur í tengslum við leik HK og
Grindavíkur í september. Kom fram
að leikmenn úr hvoru liði hefðu haft
samband, en ekki var unnt að sýna
fram á að þau hefðu verið saknæm.
Líkt og aðrar íþróttir heillar fótbolt-
inn af þeirri einföldu ástæðu að úr-
slitin eru ekki ráðin. Hvað sem yfir-
burðum líður á pappír geta allir unnið
alla. Ef rangt er haft við kemur
brestur í samband íþróttarinnar við
áhangendurna og það getur smitað út
frá sér. Það var því gott að ekki fund-
ust neinar vísbendingar um misferli,
en niðurstaðan hefði mátt vera af-
dráttarlausari. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 gagnlegur
hlutur, 8 sterk, 9 auð-
ugur, 10 verkfæri,
11 aulana, 13 sigruðum,
15 svívirða, 18 málms,
21 löður, 22 dökkt,
23 byggt, 24 samkomu-
lag.
Lóðrétt | 2 sníkjudýr,
3 afturkerta, 4 kopta,
5 klæðlaus, 6 kvenfugl,
7 örg, 12 eyktamark,
14 veiðarfæri, 15 sæti,
16 fiskana, 17 að baki,
18 askja, 19 töldu,
20 pest.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 rétta, 4 þrasa, 7 ylinn, 8 lítil, 9 ill, 11 anna,
13 frár, 14 sukki, 15 þykk, 17 skúm, 20 hal, 22 klípa,
23 Jótar, 24 rotna, 25 tinna.
Lóðrétt: 1 reyna, 2 teikn, 3 asni, 4 þoll, 5 aftar, 6 aular,
10 lokka, 12 ask, 13 fis, 15 þokar, 16 klínt, 18 kátan,
19 merja, 20 hana, 21 ljót.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Létt dobl.
Norður
♠52
♥KDG975
♦Á1095
♣4
Vestur Austur
♠G873 ♠D64
♥2 ♥10643
♦842 ♦DG73
♣ÁKD87 ♣G3
Suður
♠ÁK109
♥Á8
♦K6
♣109652
Suður spilar 3G dobluð.
Ísland tapaði 13-17 fyrir Póllandi í
annarri umferð heimsleikanna (World
Bridge Games) í Beijing. Munaði þar
mestu um tvær harðar slemmur, sem
Pólverjar sögðu og unnu. Í spilinu að
ofan var Krzysztof Martens hins vegar
einum of gráðugur. Makker hans vakti
í vestur á Precision 2♣ og Hrannar
Erlingsson kom inn á 2♥. Sveinn Rún-
ar Eiríksson krafði með 2♠ og sagði
svo 3G við 3♥ Hrannars. Sú sögn gekk
til Martens í austur, sem doblaði.
Níu slagir eru öruggir, en þar eð slík
dobl eru iðulega byggð á styrk í líflit
blinds kom Krzysztof Jassem út með
♥2. Sveinn þakkaði fyrir sig með því að
taka tíu fyrstu slagina og 950 fyrir spil-
ið. Á hinu borðinu spiluðu Pólverjar 4♥
og unnu fimm (650), þannig að Ísland
vann 7 IMPa á spilinu.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Öll þín merkilegu verkefni geta
ekki varpað skugga á mikilvægi fjöl-
skyldu þinnar. Þú eyðir orkunni í ástvin-
ina; fjárfesting sem margborgar sig. Þeir
eru kjarni tilveru þinnar.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Viss hugsanamynstur eru óholl og
þú veist það, en getur ekki stöðvað þig.
Reyndu. Ef þú hefur aga til að brjóta upp
eitt mynstur, hefurðu kraft til að skapa
þér líf.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú kynnist fólki sem, eins frá-
bært og það er, er ekki rétta fólkið fyrir
þig. Vertu opinn fyrir nýjum mögu-
leikum. Þú munt finna þegar þið smellið
saman.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú leiðir hugann að nýlegum sam-
skiptum og dæmir þig eftir frammistöðu
þinni. Rólegur. Félagsveran þú og hinn
sanni þú eruð tveir menn.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Smáatriðin skipta máli. Þú tínir til
áríðandi upplýsingar úr blaðahrúgum,
uppskriftum og skilaboðum. Í þeim
leynist viðurkenning sem þú munt hljóta.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert alveg viss um að vissan hlut
sé ekki hægt að framkvæma, en reynir
það samt. Niðurstaðan kemur öllum á
óvart. Forvitnin umbreyttist í galdra!
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ef þú getur ekki stillt til friðar, hver
getur það þá? Yfirmaður þinn veit að þú
ert rétti maðurinn. Ekki láta það pirra
þig – það eru verðlaun í boði.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Áhættan að mikil, fólkið er
mikilvægt og keppnin mikilsháttar. Það
ríkið stríðsástand og þú lætur ekki þitt
eftir liggja – og gætir þess vegna unnið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú finnur greinilega fyrir
þrýstingnum. Þú tekur eina mínútu í
einu, og vilt koma heilmiklu í verk fyrir
miðnætti. Andaðu. Það er bara núna.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þegar þú trúir á eitthvað, þarf
kraftaverk til þess að þú skiptir um skoð-
un. Það eiga margir eftir að reyna, en þú
ert fastur fyrir sem fjall. Ekki síst í kvöld.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú veist að þú ert ástfanginn af
einhverjum ef nærvera hans kallar fram
feimni og klaufaskap. Láttu bara allt
flakka og þú ert óviðjafnanlegur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þig langar ótrúlega mikið til að
einhver sjái þá meiriháttar útgáfu af
sjálfum þér sem þú hefur búið til í hausn-
um. En þú ert bara miklu æðislegri.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
8. október 1720
Skriða féll úr Vatnsdalsfjalli
á bæinn Bjarnastaði og síðan
í Vatnsdalsá. Sex manns fór-
ust. Skriðan fyllti upp far-
veg árinnar og þar fyrir of-
an myndaðist stöðuvatn sem
nefnt er Flóðið.
8. október 1910
Enskur togari, sem var að
veiðum í landhelgi, rændi
sýslumanni Barðstrendinga
og hreppstjóra og flutti þá
til Englands. Þeir komu aft-
ur til landsins síðar í sama
mánuði.
8. október 1946
Karl Ísfeld blaðamaður hlaut
Móðurmálsverðlaun Björns
Jónssonar þegar þeim var
úthlutað í fyrsta sinn, en
þennan dag voru hundrað ár
frá fæðingu Björns.
8. október 1994
Breski dægurlagasöngvarinn
Donovan skemmti í Þjóðleik-
húskjallaranum „og lék þar
öll sín vinsælustu lög við
mikinn fögnuð viðstaddra,“
að sögn Morgunblaðsins.
„Það var kominn tími á tón-
leika hér,“ sagði listamaður-
inn í samtali við DV.
8. október 1999
Ráðstefnan Konur og lýð-
ræði hófst í Reykjavík og
stóð í þrjá daga. Hillary
Clinton forsetafrú Banda-
ríkjanna var meðal þrjú
hundruð þátttakenda.
8. október 2001
Mislæg gatnamót Breiðholts-
brautar, Nýbýlavegar og
Reykjanesbrautar voru
formlega tekin í notkun. Um
fimmtíu þúsund bílar fóru
þá um gatnamótin á sólar-
hring.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
„ÉG verð nú bara í vinnunni á afmælisdaginn því
ég er búinn að halda veisluna,“ sagði Þorvaldur
Pálmason þegar Morgunblaðið náði tali af honum í
gær. „Veislan heppnaðist gríðarlega vel en þetta
var blanda af reykvískri montveislu þar sem menn
ráfa um í leit að einhverjum að tala við og borg-
firskri rómantík með balli og réttarstemningu þar
sem Upplyfting sá um fjörið,“ segir Þorvaldur
inntur eftir 200 manna afmælisveislunni sem hald-
in var síðastliðið laugardagskvöld. „Það var gott
að geta slegið á létta strengi í nokkra klukkutíma
og lokað úti efnahagsáhyggjurnar,“ bætir
afmælisbarnið við.
Þorvaldur starfaði hátt í þrjá áratugi sem kennari í Borgarfirði en
er nú verkefnastjóri upplýsingatækni, fjarkennslu og kennsluþróunar
við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Annars er ég sveitamaður og
sjóari úr Staðarsveit á Snæfellsnesi og því aðkomumaður hér í
Reykjavík,“ segir Þorvaldur.
Í frístundum sinnir Þorvaldur berjatínslu af ástríðu og stendur
ásamt öðrum að baki vefnum berjavinir.com þar sem markmiðið er
fyrst og fremst að vekja athygli á villtum berjum í íslenskri náttúru.
Svo spilar Þorvaldur einnig keppnisbridds reglulega. Hann er giftur
Sigríði Einarsdóttur og á tvö börn og tvö uppeldisbörn. „Svo á ég
töluvert af barnabörnum,“ segir Þorvaldur að lokum. jmv@mbl.is
Þorvaldur Pálmason sextugur
Spilar bridds og tínir ber
5 3 9 1 2
7 3 5 1
7 8 3
4 8 5
9 5 1 2 3 7
8 3 5
2 4 3
6 7 3 8
4 2 7 8 1
6 2 5 8 7 9 3 1 4
9 4 1 2 6 3 7 8 5
7 8 3 5 4 1 9 2 6
4 5 2 1 3 7 6 9 8
3 7 8 9 2 6 4 5 1
1 6 9 4 8 5 2 7 3
5 3 6 7 1 2 8 4 9
2 1 4 6 9 8 5 3 7
8 9 7 3 5 4 1 6 2
1 9 2 7
7 1 5
7 5 4
7 6 9
1 9 3 4
9 1 8
3 7 8
2 6 4
9 5 2 1
8 9 7 2 5 3 1 4 6
4 5 6 1 9 8 3 7 2
1 2 3 7 6 4 9 8 5
6 7 2 3 4 5 8 9 1
9 3 1 8 2 6 7 5 4
5 4 8 9 1 7 2 6 3
3 6 9 4 7 1 5 2 8
2 8 5 6 3 9 4 1 7
7 1 4 5 8 2 6 3 9
4 9 2 8 7 6 1 5 3
1 8 7 5 2 3 9 4 6
3 5 6 4 9 1 7 2 8
5 2 4 7 3 8 6 1 9
7 6 8 9 1 5 2 3 4
9 3 1 2 6 4 5 8 7
8 1 9 6 4 2 3 7 5
6 4 3 1 5 7 8 9 2
2 7 5 3 8 9 4 6 1
4 6 1
3 5 2 6
7 4 8
4 5 9 1
5 6 2 7
1 3 9 4
6 1 5
9 2 7 3
1 8 9
Frumstig Miðstig Efstastig Lausn síðustu Sudoki.
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Sudoku
dagbók
Í dag er miðvikudagur 8. október,
282. dagur ársins 2008
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4
Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Bd3 c5 7. Rxf6+
Rxf6 8. Be3 Dc7 9. De2 a6 10. O–O–O b5
11. dxc5 Bxc5 12. Bxc5 Dxc5 13. Re5
Bb7 14. Hhe1 O–O 15. g4 Db4 16. h4
Rd5 17. De4 Dxe4 18. Bxe4 Hfd8 19. f4
Hd6 20. Hd4 Hc8 21. Hed1 f6 22. Rf3 h5
23. gxh5 Hcd8 24. f5 e5 25. H4d2 Kf7 26.
Rh2 Ke7 27. Rg4 Bc6 28. a3 Re3 29.
Hxd6 Hxd6 30. Hxd6 Kxd6
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir nokkru í Montreal í Kan-
ada. Bandaríski stórmeistarinn Hikaru
Nakamura (2697) hafði hvítt gegn
landa sínum Varuzhan Akobian (2610).
31. Rxf6! Bxe4 hvítur hefði unnið eftir
31…gxf6 32. h6. 32. Rxe4+ Ke7 33. f6+!
gxf6 34. h6 Kf7 35. h7 Kg7 36. Rxf6!
Rf5 37. h5 Rh6 38. Kd2 Rf7 39. Rg4
Kxh7 40. Kd3 Rd6 41. Rxe5 Kh6 42.
Kd4 Kxh5 43. Kc5 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Nýirborgarar
Norðfirði Sebastian Örn
fæddist 13. september kl.
17.41. Hann vó 4.110 g og
var 53 sm langur. For-
eldrar hans eru Julie
Björk Gunnarsdóttir og
Jóhann Örn Ólafsson.
Akranes Saga Ísey fædd-
ist 2. febrúar kl. 22.25.
Hún vó 3.515 g og var 49
sm löng. Foreldrar henn-
ar eru Sigríður Elva Ár-
sælsdóttir og Þorsteinn J.
Guðmundsson.
Noregur Oliver Petersen
Norberg fæddist 26. júlí
kl. 12.41. Hann vó 3.650 g
og var 52 sm langur. For-
eldrar hans eru Birna Pet-
ersen og Ken Håkon Nor-
berg.