Morgunblaðið - 08.10.2008, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ókeypis Frá sýningu á verkum Hreins Friðfinnssonar í Hafnarhúsi. „Vilj-
um að fólk hafi þennan aðgang á þessum tímum,“ segir Hafþór Yngvason.
segist hann telja svo vera. „Þegar
teppinu er skyndilega kippt undan
söfnunum með þessum hætti á ríkið
vissulega erfitt með að hlaupa í skarð-
ið.“
Ekki einn samstarfsaðili
Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista-
safns Reykjavíkur, segir að safnið
hafi kosið að leita ekki eftir að hafa
einn aðalstyrktaraðila. Safnið afli þó
mikilla sértekna, til að mynda voru
þær um 84 milljónir í fyrra, á móti 244
milljóna framlagi borgarinnar.
„Þegar við ákváðum að hafa að-
ganginn gjaldfrjálsan, var þetta mikið
rætt. Niðurstaðan var sú að fá ekki
einn styrktaraðila fyrir alla stofn-
unina, heldur leitar eftir samstarfs-
aðilum að ákveðnum verkefnum. Þeir
hafa unnið með okkur að ákveðnum
sýningum og höfum við fyrir þeirra
tilstilli t.d.náð að gefa út myndarlegar
bækur með sýningunum.“
Hafþór segir að vissulega hafi safn-
ið fundið fyrir því að verr hefur
gengið síðustu misseri að finna
stuðning í einkageiranum.
„Okkur hefur samt gengið vel að
fá samstarfsaðila að stórum verk-
efnum þetta árið, eins og að
Listahátíðarsýningunni. Nú eru að-
stæður þó breyttar …“
Hafþór segir að á næstunni muni
safnið bjóða upp á sýningar sem í
eðlilegu árferði ætti að vera auðvelt
að fá samstarfsaðila að, en að ólík-
legt sé að svo verði núna.
Hann segist ánægður með að sú
ákvörðun hafi verið tekin að borgin
bjóði upp á gjaldfrjálsan aðgangi að
söfnum, í ljósi síðustu atburða.
„Ég er mjög feginn að þessi
ákvörðun var tekin fyrir ári, að fella
niður aðgangseyrinn. Þetta er
ákveðin yfirlýsing núna, í ljósi að-
stæðna, að borgin bjóði upp á frían
aðgang að listinni. Við viljum að fólk
hafi þennan aðgang á þessum tím-
um.“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÞETTA er áfall fyrir lítið safn eins
og okkur, og kippir grundvellinum að
ákveðnu leyti undan rekstrinum.
Okkar aðalstyrktaraðili síðustu árin
hefur greitt inngangseyrinn og við
höfum því getað boðið frían aðgang,“
sagði Halldór Björn Runólfsson,
safnstjóri Listasafns Íslands í gær.
Þá var orðið ljóst að Eignarhalds-
félagð Samson, sem verið hefur aðal-
styrktaraðili Listasafnsins síðustu
ár, hafði óskað eftir greiðslustöðvun.
Síaukin áhersla hefur síðustu ár
verið lögð á að menningarstofnanir
afli sértekna. Í fyrra var framlag rík-
isins til Listasafns Íslands til að
mynda 132 milljónir króna en sér-
tekjur 55 milljónir. Stærsti styrk-
urinn í sértekjunum var framlag
Samson.
Halldóri Birni var auðheyrilega
brugðið við tíðindin.
„Þetta táknar niðurskurð og hag-
ræðingu,“ sagði hann. „Það verður
ekki auðvelt að ná í eitthvað í stað-
inn. Niðurskurður á sértekjum á eft-
ir að koma illa við margar menning-
arstofnanir. Hér hafa sértekjur
einnig verið fóðrið í sýningum.“
Hugmyndir settar í salt
Listasafni Íslands ber, samkvæmt
lögum um safnið, að vera „meginsafn
íslenskrar myndlistar í landinu og
miðstöð rannsókna, heimildasöfn-
unar og kynningar á íslenskri mynd-
list“. Safninu ber meðal annars að
„afla svo fullkomins safns íslenskrar
myndlistar sem unnt er, skrá það,
varðveita og sýna, innan lands og ut-
an.“ Ef verulega herðir að rekstri
safnsins, má spyrja hvort safninu sé
kleift að sinna skyldum, við að safna
og sýna myndlist. Þá mun hafa verið
unnið að því að koma varðveislu-
málum verka safnsins í viðunandi
horf, en óvissa hlýtur að ríkja um þau
mál í dag.
„Eins og staðan er í dag má segja
að það sé útséð um hugmyndir um
stækkun, og ákveðnir þróunarþættir
séu settir í salt,“ sagði Halldór
Björn.
Menningin hefur blómstrað
Oft hefur heyrst sagt að á kreppu-
tímum blómstri listirnar sem aldrei
fyrr. Þá hafi fólk meiri tíma og jafn-
vel meiri áhuga á að njóta lista. Á
tímum útrásar banka og fyrirtækja
síðustu ár, hafa þó einnig menning-
arstofnanir og listamenn sótt út.
Hvers kyns uppákomur hafa verið
vel sóttar hér heima, hvort sem um
tónlist, leiklist eða myndlist hefur
verið að ræða. Og það hefur verið
auðvelt sem aldrei fyrr, að sækja fé
til einkageirans. Fyrirtæki hafa séð
sér hag í að styrkja menninguna, oft
á myndarlegan hátt – eins og styrkur
Samson við Listasafnið hefur sýnt –
og svo hafa einstaklingar í viðskipta-
lífinu verið virkir þátttakendur á
menningarsviðinu, til að mynda með
umfangsmiklum kaupum á myndlist.
Nú óttast margir að þessum víðtæka
stuðningin sé að ljúka, í bili að
minnsta kosti. Engu að síður muni
fólk mögulega kunna að meta menn-
inguna í kreppunni – en ekki getað
greitt jafnmikið með henni.
Rétt eins og heyrst hefur að
stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands telji nú að endar muni ekki ná
saman á árinu, segir Halldór Björn
það sama um rekstur Listasafnsins.
Reksturinn hafi gengið vel á árinu en
sértekjurnar muni standa út af borð-
inu.
Þegar hann er spurður að því
hvort sértekjur séu ekki orðnar
„hættulega“ stór hluti af reksti stofn-
unarinnar, í ljósi síðustu atburða,
Greiðslustöðvun styrktaraðila áfall fyrir Listasafn Íslands Söfn hafa í auknum mæli aflað sértekna
„Áfall fyrir lítið safn eins og okkur“
,--9
,--:
,--;
,--<
,--+
@1
)0
)
=
&> *
#*= %
$%
#%
"
,
"
,
"
,
"
,
"
,
?% 2
@
)
(
1)
(0
5
"
"
"
"
"
" #
ABBB
,--A
,--9
,--;
,--+
(
555
@@1
@0
=
"
,
"
,
"
,
"
,
"
,
?% @
@00
55
0
05
((@
"
"
"
"
"
"
@ 0
0(
"
"
"
"
"
=
#
,--+
@)(
@)
@)1
@0)
@0
"
"
"
"
"
=
#
,--+
5
(0
1
(1
5
"
"
"
"
"
=
#
,--+
@
1
5)
5
((@
"
"
"
"
"
=
#
,--+
ÞANN 30. september síð-
astliðinn var sýningin Un-
derbarn opnuð á Nordiska
museet í Stokkhólmi. Á sýn-
ingunni má sjá myndir
bandaríska ljósmyndarans
Mary Ellen Mark, sem hún
tók af fötluðum börnum í
Öskjuhlíðarskóla, Safa-
mýrarskóla og Lyngási vet-
urinn 2006-2007. Mark tók
virkan þátt í skólastarfinu og fór með börn-
unum í sund og út í frímínútur.
Sýningin er tileinkuð lífi og starfi fatlaðra
barna á Íslandi og var fyrst opnuð á Þjóð-
minjasafni Íslands fyrir rúmu ári.
Ljósmyndun
Íslensk undrabörn
í Stokkhólmi
Mary Ellen Mark
BÓKIN Nafn mitt er rauð-
ur eftir nóbelsverðlauna-
hafann 2006, Orhan Pamuk,
er nú komin út hjá Máli og
menningu. Þetta er fyrsta
bók hans sem gefin er út á
íslensku.
Í bókinni segir frá sol-
dáni í Istanbúl á sextándu
öld sem felur fremstu skrif-
urum og myndlistar-
mönnum í ríki sínu að setja
saman viðhafnarrit að evrópskum sið. Verkið
er mikið hættuspil þar sem öll hlutbundin
myndlist stangast á við ríkjandi trúar-
hugmyndir í landinu.
Bókmenntir
Pamuk kominn
út á íslensku
Nafn mitt er
rauður.
SÚ upphæð sem Listasafn Íslands og
Listasafn Reykjavíkur hafa til kaupa
á myndlistarverkum hefur hækkað á
síðustu árum – þótt stundum hafi
verið gagnrýnt að upphæðin sé of
lág til að söfnin geti tryggt sér lyk-
ilverk eftir þá listamenn sem teljast
fremstir á hverjum tíma.
Í fyrra hækkaði upphæðin sem
Listasafn Reykjavíkur hefur til
kaupa á verkum um 15 milljónir
króna og samkvæmt áætlun mun
safnið hafa 18,2 milljónir til ráðstöf-
unar til kaupa á verkum í ár.
Í Fjárlögum ársins 2006 var hætt
að aðgreina fé til listaverkakaupa
frá rekstrarkostnaði stofnunarinnar
en upphæðin hefur hækkað síðustu
ár. Í nýlegu samtali við Halldór
Björn Runólfsson safnstjóra í Morg-
unblaðinu kemur fram að safnið hafi
nú 20 milljónir króna til kaupa á
verkum og að á næstu tveimur árum
hækki upphæðin í 30 milljónir.
Um 20 milljónirnar í ár, sagði
Halldór Björn: „Þetta er ekki mikið
en samt er merkilegt, ef við lítum til
síðasta árs, hvað við náðum að
kaupa. Verkin voru 42 og sum býsna
mikil.
Við reynum að kaupa lykilverk
sem okkur finnst að eigi að vera í
safninu. Það er hins vegar meira
framboð af yngri verkum og auð-
veldara að kaupa verk eftir yngri
listamenn.“
Samkvæmt lögum á safnið með
keyptum verkum að „endurspegla
sem best nýja strauma og stefnur í
íslenskri myndlist á hverjum tíma.“
Þá kemur fram að safnið á einnig að
„afla viðurkenndra erlendra lista-
verka.“ Efast má um að unnt sé að
kaupa viðurkennd erlend listaverk
með upphæðinni sem um ræðir.
Stóru listasöfnin fá tæplega 40 milljónir til kaupa í ár
Söfnin fá aukið fé til
kaupa á listaverkum
,--9
,--;
,--.
@0
@00
@5
=
C 2
@
"
,#
#
"
,#
#
"
,#
#
?%
@)
@)5
))
C
"
,#
#
"
,#
#
"
,#
#
?%
AF hjartans lyst er yfir-
skrift hádegistónleika í
Hafnarborg á morgun
klukkan 12, en þar mun Sól-
rún Bragadóttir syngja við
undirleik Antoníu Havesi
píanóleikara. Á efnis-
skránni eru þekktar söng-
perlur eins og aría Rúsölku,
La Wally, Casta Díva ásamt
þekktum ljóðum.
Ljóðasöngur hefur alla tíð verið stór þáttur
á listferli Sólrúnar og hún sungið fjöldann all-
an af ljóðatónleikum víða um heim. Um þessar
mundir syngur hún hlutverk Neddu í I Pagli-
lacci í Íslensku óperunni.
Tónlist
Af hjartans lyst í
Hafnarborg
Sólrún Bragadóttir
FYRIRLESTRARÖÐ
ReykavíkurAkademíunnar,
Gammablossar, hefst í dag
með erindi Steinunnar
Kristjánsdóttur fornleifa-
fræðings. „Félagslegt
landslag Skriðuklausturs í
Fljótsdal“, nefnist það, en
þar fjallar Steinunn m.a.
um hvernig greina má og
túlka hugmyndafræði kaþ-
ólskrar kirkju út frá þeim
leifum sem fundist hafa við uppgröft á rústum
Skriðuklausturs.
Fyrirlesturinn verður í JL-húsinu við
Hringbraut og stendur frá 12.05 til 13.00.
Fornleifafræði
Hugmyndafræði
kaþólskrar kirkju
Steinunn
Kristjánsdóttir