Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 31 ÞAÐ ER í senn kostur og galli við bækur Garrison Keillors að bækur hans eru allar svo sviplíkar að þær eru nánast eins. Hæng- urinn er sá að í bækurnar sækir maður ekki nýjan sannleik eða nýjan skilning, en á móti kemur að í þeim felast sígild sannindi og maður veit alltaf að hverju maður gengur, ekki síst þegar hann er að skrifa um líf fólks við Wobe- gon-vatn líkt og hann gerir í bók- inni Liberty, sem hér er gerð að umtalsefni. Liberty segir frá Clint Bunsen sem hefur verið eins konar upp- lýstur einvaldur í fjórða júlí-nefnd Wobegon-bæjar til margra ára og haldið lif- andi þeim sið að fara í mikilfenglegar skrúðgöngur með fílum og fáklæddum söngkonum og ljúka öllu saman með magn- aðri flugeldasýningu. Í sem skemmstu máli: Clint Bunsen er brjóstvörn gamalla tíma, þeirra tíma þegar allir lögðust á eitt til að heiðra bæinn sinn, þegar bæjarbúar voru stoltir af bænum sínum og landi sínu. Málið er bara það að Bunsen er að and- æfa í straumi breytinga sem enginn fær við ráðið og ekki bætir úr skák að honum hafa borist upplýsingar um uppruna hans sem stangast á við allt það sem hann hefur áður haldið, hann er rétt að verða sextugur og hefur að auki fallið fyrir sér mun yngri feg- urðardís – hvað var það annars sem hann vildi gera með líf sitt? Clint Bunsen er kunnugleg persóna úr sagnabálki Keillors og víst eru legíó bækur um miðaldra menn með gráan fiðring. Því er og ekki að neita að framvinda sögunnar er líka fyrirsjáanleg, en Keillor er þó svo lipur penni, svo fínn stílisti, að hver einasta bók sem hann skrifar er afbragð og Liberty þar með talin. Aldrei of seint? Liberty, eftir Garrison Keillor. Viking gefur út. 257 bls. innb. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. The Story of Edgar Sawtelle – David Wroblewski 2. Heat Lightning – John Sand- ford. 3. The Given Day – Dennis Lehane 4. Hot Mahogany – Stuart Woods 5. One Fifth Avenue – Candace Bushnell 6. The Other Queen – Philippa Gregory 7. The Girl With the Dragon Tattoo – Stieg Larsson 8. Tsar – Ted Bell 9. The Guernsey Literary and Po- tato Peel Pie Society – Mary Ann Shaffer and Annie Bar- rows 10. The Host – Stephenie Meyer New York Times 1. A Most Wanted Man – John Le Carré 2. Azincourt – Bernard Cornwell 3. The Uncommon Reader – Alan Bennett 4. The Book Thief – Markus Zusak 5. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 6. Heart and Soul – Maeve Binchy 7. The Believers – Zoe Heller 8. The Road Home – Rose Trema- in 9. The Reluctant Fundamentalist – Mohsin Hamid 10. The Kite Runner – Khaled Hos- seini Waterstone’s 1. Whole Truth – David Baldacci 2. Damnation Falls – Edward Wright 3. Amazing Grace – Danielle Steel 4. Girl With the Dragon Tattoo – Stieg Larsson 5. Cumpulsion – Jonathan Kell- erman 6. Smoke Screen – Sandra Brown 7. Prisoner of Birth – Jeffrey Arc- her 8. Garden of Evil – David Hewson 9. When Day Breaks – Mary Jane Clark 10. Dark of the Moon – John Sand- ford Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is NETIÐ er örlagavaldur í dreifingu á tónlist og hefur einnig breytt ýmsu í kvikmyndaheiminum. Undanfarna mánuði og ár hefur það síðan skipt æ meira máli varðandi dreifingu á bókum og þá alla- jafna í óþökk höfunda og útgefenda. Málið er nefnilega að hægt er að sækja sér þúsundir bóka á netið og oft nánast um leið og þær koma út. Steininn tekur þó úr þegar hægt er að sækja á netið bækur sem ekki eru komnar út og jafnvel ekki tilbúnar eins og henti vinsælasta rithöfund Bandaríkjanna fyrir stuttu. Vinsælasti rithöfundur Bandaríkjanna í dag er Stephenie Meyer, höfundur bókaraðar um unga stúlku sem verður ástfangin af vampíru. Það segir sitt um vinsældir hennar að sem stendur eru allar fjórar bækur hennar á lista yfir söluhæstu bækur Bandaríkjanna; Twilight í þriðja sæti, New Moon því fjórða, Eclipse í sjötta sæti og Breaking Dawn í sjöunda. Fyrir stuttu gerðist það svo að fimmta bók hennar sem tengist bókaröðinni lak á netið áður en hún kom út og varð til þess að hún hætti við útgáfuna. Bókaröðin sem um ræðir segir frá unglings- stúlkunni Isabella „Bella“ Swan sem flyst til föður síns í smábæ á Ólympíuskaga í Washington-fylki. Þar fellur hún fyrir ungum pilti, Edward Cullen, sem er geysifagur, eiginlega yfirnáttúrlega fagur og hraustur, enda kemur í ljós að hann er yf- irnáttúrleg vera – vampíra. Vinsældir bókanna eru mestar meðal unglingsstúlkna, enda hefur bók- unum verið lýst sem eins konar stúlknaerótík – undirliggjandi spennan í samskiptum þeirra Bellu og Edwards er að þau mega ekki njótast því það gæti orðið hennar bani. Meyer skrifaði fyrstu bókina á hendingsspretti, en gekk illa að finna útgefanda, en fyrsta bókin, Twilight, kom svo út 2005 og var gríðarvel tekið. Vinsældir hennar eru reyndar enn miklar eins og sést á því að hún er þriðja mest selda bók Banda- ríkjanna nú um stundir og á enn eftir að seljast vel, ef að líkum lætur, því kvikmynd sem byggð er á sögunni, verður frumsýnd vestanhafs 21. nóv- ember næstkomandi. Röð bókanna á títtnefndum metsölulista er sú sama og útgáfuröðin; Twilight kom út 2005, New Moon 2006, Eclipse 2007 og Breaking Dawn fyrr á þessu ári, en það er síðasta bókin í röðinni þar sem Bella er í aðalhlutverki. Eins og getið er í upphafi var Meyer með í smíðum eina bók í röðinni til viðbótar, bók sem skrifuð var frá sjónarhorni Edwards. Midnight Sun átti sú bók að heita, en einn af þeim sem fengu nánast tilbúið handrit af henni til yfirlestrar í haust dreifði því á netinu. Fyrir vikið hætti Meyer við bókina og setti sjálf síðustu gerð hand- ritsins á netið – hægt er að lesa það á vefsetri hennar. Sem stendur er ekki ljóst hvort bókin kemur nokkurn tíma út og þá í hvaða mynd. Forvitnilegar bækur: Bókum dreift á netinu Vampírur í uppnámi Ljósaskipti Kvikmyndin Twilight er væntanleg í kvikmyndahús fyrir jól og verður án efa vel sótt. www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Troddu þessu í pípuna og reyktu það! -L.I.B.,TOPP5.IS/FBL - DÓRI DNA, DV -T.S.K., 24 STUNDIR- H.J., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL M Y N D O G H L J Ó Ð FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR Í ANDA BLADE RUNNER LUKKU LÁKI ER MÆTTUR AFTUR Í SKEMMTILEGRI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! S.V. MBL 20% afsláttur af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Vildarklúbbs Glitnis -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10Sýnd kl. 6 Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND SMÁRABÍÓI, Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND (EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.” -B.S., FRÉTTABLAÐIÐ “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Burn After Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Pineapple Express kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 3:45 LEYFÐ Lukku Láki kl. 4 LEYFD Dagvaktin kl. 8 - 10 LEYFD 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á KOLSVÖRT KÓMEDÍA FRÁ JOEL OG ETHAN COEN. ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRUM “NO COUNTRY FOR OLD MEN” OG “BIG LEBOWSKI” GÁFUR ERU OFMETNAR „ SPRENGHLÆGILEGUR GAMANFARSI ÞAR SEM HEILT HLAÐBORÐ AFLEIKURUM FER Á KOSTUM“ -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - S.V., MBL “ENN EIN SNILLDIN FRÁ COEN-BRÆÐRUM” -T.S.K., 24 STUNDIR - L.I.B.,TOPP5.IS/FBL - Þ.Þ., DV SÝND Í SMÁRABÍÓI Í fyrsta sinn á Íslandi!! Fyrstu 3 þættir Dagvaktarinnar sýndir í digital háskerpu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.