Fréttablaðið - 21.04.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 21.04.2009, Síða 2
2 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Fjórir sérsveitar- menn Ríkislögreglustjóra stukku um borð í smyglskútuna Sirtaki OR 2387 þar sem hún sigldi á fullri ferð frá landinu í fyrra- kvöld, til að stöðva ferð hennar. Áður höfðu verið losuð úr henni rúm 109 kíló af amfetamíni, kannabisefnum, hassi og e-töfl- um þar sem hún lá út af Djúpa- vogi. Lögregla handtók þrjá menn aðfaranótt sunnudags. Þeir höfðu komið á tveimur jeppabifreiðum til Djúpavogs og voru með gúm- bát meðferðis. Í honum sóttu þeir efnin út í skútuna. Einn mann- anna, Pétur Kúld Pétursson, var með fíkniefnin í töskum í bíl sínum þegar hann var handtek- inn við Höfn í Hornafirði. Menn- irnir, sem allir hafa komið við sögu lögreglu áður, eru á þrí- tugsaldri. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Þeir eru, auk Péturs, Jónas Árni Lúð- víksson og Halldór Hlíðar Berg- mundsson. Í hlut Landhelgisgæslunnar kom að staðsetja skútuna á hafi úti og stöðva för hennar. Flug- vél Gæslunnar TF-Sýn hafði verið nær stöðugt á lofti frá því á sunnudagsmorgun til að leita skútunnar og finna hana. Vélin var á síðustu bensíndropunum þegar varðskipið Týr náði svo flóttafleyinu á radar. Talsverð samskipti áttu sér stað um talstöð milli flóttamannanna og áhafnar Sýnar. Þau fóru fram á ensku, þar sem ekki var vitað hverrar þjóðar mennirnir voru. Þeim var skipað að stöðva ferð sína og halda til hafnar á Íslandi eða í Færeyjum. Þeir þverneituðu skipununum, en sögðu að menn væru velkomn- ir um borð til þeirra. Flótta- mennirnir breyttu oft um stefnu meðan á eftirförinni stóð. Meðal annars kváðust þeir fyrst fara til Færeyja, en síðan til Belgíu til að skila skútunni. Týr sigldi skútuna uppi og Gæslumenn og sérsveitin settu út svokallaðan aðgerðabát Gæslunnar. Um borð í hann fóru sérsveitarmenn og stýrimaður frá Gæslunni. Þeir sigldu yfir að skútunni og stukku um borð á henni þrátt fyrir myrkur, slæmt veður og haugasjó. Hún sigldi þá fyrir fullu vélarafli um það bil 65 sjómílur frá Færeyjum. Um borð í henni reyndust vera tveir Íslend- ingar, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Rúnar Þór Róbertsson, annar um þrítugt og hinn á fimmtugsaldri, auk Hollendings á fimmtugsaldri sem var skipstjóri hennar. Sá síð- astnefndi hefur komið hingað til lands áður. Þeir gáfust mótþróa- laust upp. jss@frettabladid.is Verjum velferð, sköpum störf Velferðarmál eru atvinnumál – stöndum vörð um störf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Sköpum ný störf með mannaflafrekum framkvæmdum í viðhaldi og endurbótum. Stefán, á þetta eftir að hleypa lífi í útförina? „Ja, er ekki ágætt að lokastundin sé dálítið litrík?“ Líkkistuverkstæðið Íslandskistur býður upp á myndskreyttar líkkistur. Stefán Matthíasson er annar eigenda verkstæð- isins. Sérsveitarmenn stukku upp í smyglskútuna á fullri ferð Fjórir sérsveitarmenn stukku um borð í smyglskútuna Sirtaki þar sem hún var á fullri ferð norður af Fær- eyjum. Haugasjór var, kolniðamyrkur og hvassviðri, þegar sérsveitarmennirnir stöðvuðu flóttamennina. SAMVINNA Fulltrúar embættanna sem vinna að smyglmálinu, auk lögreglu á Eskifirði, f.v. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar. FÍKNIEFNAHLASSIÐ Fíkniefnin sem reynt var að smygla til landsins í þessari lotu voru um 109 kíló. Um það bil helmingur er amfetamín en hinn helmingurinn saman- stendur af maríjúana, hassi og e-töflum. Rúnar Þór Róbertsson og Jónas Árni Lúðvíksson voru í júlí 2007 sýknaðir af ákæru um að hafa flutt inn 3,8 kíló af kókaíni í bíl og fjarlægt gervi- efni úr bílnum. Það var þá mesta magn af kókaíni sem lagt hafði verið hald á hérlendis. Lögregla hafði fundið efnið í Benz-bíl við komuna til landsins og skipt því út fyrir gerviefni. Jónas fjarlægði síðan gerviefnið úr bílnum ásamt Rúnari, sem ákærður var fyrir innflutning efnisins. Þeir voru báðir sýknaðir. „Við fyrstu sýn kann framburður þeirra að virðast ótrúverðugur og reyfarakenndur á köflum. Það er mat dómsins að svo sé ekki,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Við blasir að ekki hefur tekist að upplýsa málið,“ sagði enn fremur. Til grundvallar sýknunni yfir Jónasi lá meðal annars frétt úr DV þar sem sagt var frá fíkniefnafund- inum áður en bíllinn var sóttur. Jónas kvaðst þannig hafa vitað að í bílnum væru engin fíkniefni - aðeins gerviefni. Rúnar Þór stendur nú í skaða- bótamáli gegn íslenska ríkinu vegna hálfs árs varðhalds sem hann sætti við meðferð málsins. Jónas Árni sat í varðhaldi í fjóra mánuði. - sh RÚNAR ÞÓR Í SKAÐABÓTAMÁLI VIÐ RÍKIÐ SAKLAUSIR Rúnar Þór er með sólgler- augu. Jónas Árni hylur andlit sitt með ljósriti af frétt DV, grundvallargagni í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gættu tveggja manna, Rúnars Þórs Róbertssonar og Árna Hrafns Ásbjörnssonar, um borð í varðskipinu Tý í gær og nótt meðan varðskipið fylgdi smyglskút- unni Sirtaki OR 2387 í átt að Eski- firði. Hollendingur, sem var ásamt hinum ofangreindu um borð í skút- unni þegar hún var tekin, var um kyrrt í henni ásamt tveimur sér- sveitarmönnum og stýrimanni frá Landhelgisgæslunni. Segl voru undin upp á smyglskút- unni í gærdag og siglt fyrir góðum byr. Vonast var til að það flýtti för en gert var ráð fyrir að hún kæmi til Eskifjarðar klukkan átta í morg- unsárið. Skútan sem um ræðir er skráð í Belgíu, í eigu fyrirtækis sem leigir hana út. Hún er fjörutíu fet að lengd og ríkulega innréttuð. Henni var siglt undir hollenskum fána þegar Landhelgisgæslan og sérsveitar- mennirnir stöðvuðu hana á sunnu- dagskvöld. Ekki var ljóst í gær hver eða hverjir hefðu leigt skútuna eða hvort hún hefði komist í hendur mannanna með öðrum hætti. - jss Smyglskútunni siglt undir seglum til lands í fylgd varðskipsins Týs: Sérsveitarmenn gættu fanga SKÚTUNNI FYLGT TIL HAFNAR Varðskipið Týr og skútan Sirtaki eru væntanleg til hafn- ar á Eskifirði nú í morgunsárið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BJÖRGUN Björgunarsveitarmenn úr Björgunarfélagi Hornafjarðar sóttu í gær þrjár konur á Öræfa- jökul. Konurnar ætluðu að ganga frá Jökulheimum yfir Vatnajökul en þurftu að stoppa og kalla eftir hjálp þegar þær voru komnar lang- leiðina. Veðrið var þá afleitt og konurnar við það að fenna í kaf, að eigin sögn. Þær voru þá örþreyttar. Konurnar þrjár voru vel búnar og í símasambandi við Landsbjörg allan tímann. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það ekki hafa verið mat manna að þær væru í hættu. Menn á bílum og vélsleðum mættu konunum á ellefta tímanum í gærmorgun. - sh Þrjár fastar á Öræfajökli: Voru við það að snjóa í kaf JAMAÍKA, AP Ungum manni, vopn- uðum byssu, tókst að komast framhjá öryggiseftirliti á flug- velli við orlofsdvalarstaðinn Montego Bay á Jamaíku í Karíba- hafi í gær, og um borð í Boeing 737-þotu kanadíska flugfélagsins CanJet. Þar hélt hann sex manna áhöfn vélarinnar fanginni uns sérsveit lögreglu réðst til inn- göngu í vélina nær átta tímum síðar og handtók hann. Í ljós kom að byssumaðurinn var tvítugur Jamaíkabúi sem sagður er eiga við geðsýki að stríða. Hann kvað hafa farið fram á að vera flogið til Kúbu. - aa Flugránstilraun á Jamaíku: Hélt áhöfninni í átta tíma TAUGASTRÍÐ Boeing-þota CanJet á flug- vellinum við Montego Bay í gær. MENNTUN Boðið verður upp á 35 námskeið á öllum fræðasviðum á sumarönn í Háskóla Íslands og nem- endum gert kleift að þreyta allt að hundrað próf um haustið. Þetta tilkynntu þær Kristín Ingólfsdóttir rektor, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs, í gær. Skólinn fær til þessa fimmtíu milljóna aukafjár- veitingu frá menntamálaráðuneytinu. Áður hafði ríkissjóður hækkað framlag til lánasjóðs náms- manna um 660 milljónir króna. „Við erum bara mjög sátt við þetta og stúdentarn- ir eru sáttir líka,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ. Samráð við nemendur hafi verið haft um sumar- námið, meðal annars um hvaða námskeið ætti að kenna. Framboðið verður kynnt á næstunni. Kristín tekur fram að með þessu sé ekki allt sagt, því einnig verði boðið upp á lesnámskeið og ýmsa aðstöðu. „Svo vildi ég segja að fyrirtæki og stofnanir hafa komið með hugmyndir að námskeiðum og boðið fram kennslukraft, okkur að kostnaðarlausu,“ segir hún. Það nám bættist við áðurnefnd 35 námskeið. Fjarnám verði í boði í einhverjum tilfellum. - kóþ Menntamálaráðuneyti styrkir námsmenn og Háskóla Íslands um 50 milljónir: Boðið upp á 35 námskeið KRISTÍN, KATRÍN OG HILDUR Háskólinn fær fimmtíu milljónir til að standa straum af kostnaði sumarnáms. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL VG fengi 31,2 prósent atkvæða, Samfylkingin 27, Sjálf- stæðisflokkurinn 22,9 prósent, Framsókn 10,6 og Borgarahreyf- ingin 4,9 prósent, samkvæmt könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst. Þá fengju Frjálslyndir 2,2 prósent og Lýð- ræðishreyfingin 0,2. Einnig var spurt hvort Guð- laugur Þór Þórðarson ætti að víkja af lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. 49,3 prósent eru hlynnt því, en 21,5 prósent ekki. Tæp 75 prósent svarenda eru óánægð með framkvæmd lýðræð- is á Íslandi, en 92,6 prósent telja það þó besta stjórnarformið. - kóþ Könnun Háskólans á Bifröst: Vinstri græn með 31 prósent SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.