Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 4
4 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
SAMGÖNGUR Ekki er rétt að eig-
endum hafi ekki verið kynntar
þær reglur sem gilda um skoðun
ökutækja, segir í tilkynningu frá
Umferðarstofu.
Í Fréttablaðinu á laugardag var
rætt við eiganda bíls með einka-
númeri sem sagði bifreiðaeigend-
ur leidda í gildru með því að miða
við tölustafi í einkanúmeri frekar
en fastanúmeri bíla.
Í tilkynningu Umferðarstofu
segir að Samgönguráðuneytið
hafi sent út kynningu til eigenda
ökutækja í janúar. Þar hafi fólk
verið hvatt til þess að leita sér
upplýsinga á vef Umferðarstofu,
enda ekki hægt að koma öllum
upplýsingum fyrir í bréfinu. - bj
Eigendur ökutækja varaðir við:
Kynntu breyt-
ingar í janúar
BORGARAHREYFINGIN (O)
1. Gunnar
Sigurðsson
2. Lilja Skaftadóttir
3. Guðmundur
Andri Skúlason
4. Ingibjörg
Snorradóttir
Hagalín
FRAMSÓKNARFLOKKURINN (B)
1. Gunnar Bragi
Sveinsson
2. Guðmundur
Steingrímsson
3. Sigurgeir Sindri
Sigurgeirsson
4. Elín R. Líndal
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN (F)
1. Guðjón Arnar
Kristjánsson
2. Sigurjón
Þórðarson
3. Ragnheiður
Ólafsdóttir
4. Sigurður Sverrir
Ólafur Hallgrímsson
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
LÝÐRÆÐISHREYFINGIN (P)
1. Jón Pétur Líndal
2. Alongkron
Visesrat
3. Arnór Snorri
Gíslason
4. Bjarki Birgisson
SAMFYLKING (S)
1. Guðbjartur
Hannesson
2. Ólína
Þorvarðardóttir
3. Anna Lára
Jónsdóttir
4. Þórður Már
Jónsson
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR (D)
1. Ásbjörn
Óttarsson
2. Einar K.
Guðfinnsson
3. Eyrún Ingibjörg
Sigþórsdóttir
4. Birna Lárusdóttir
VINSTRI GRÆN (V)
1. Jón Bjarnason
2. Lilja Rafney
Magnúsdóttir
3. Ásmundur Einar
Daðason
4. Halldóra Lóa
Þorvaldsdóttir
4,75
3,14
4,04
3,98
3,56
3,93
3,16
4,22
íslenskur ríkisborgari
Í dag verða undirskriftirnar afhentar Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra. Á undirskriftalistanum eru einstaklingar sem hafa
fengið nóg af bruðlinu og vilja að peningarnir séu nýttir í þágu
þeirra sem greiða í sjóðina. Yfir 21.000 manns hafa skrifað undir.
Alþingiskosningar fara fram næstkomandi laugardag – nýtum
atkvæðin okkar.
Undirskriftirnar
afhentar
í Stjórnarráðinu
í dag kl. 10:50
2009
0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30
Kosningar 2007
15,2% (1 þingm.)
25,7% (3 þingm.)
4,0% (0 þingm.)
2,2% (0 þingm.)
2,0% (0 þingm.)
25,5% (2 þingm.)
25,1% (2 þingm.)
Fylgi stjórnmálaflokkanna í NV-kjördæmi
Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins 20. apríl (Fylgi í % og kjördæmakjörnir þingmenn)
Málefni í mikilvægisröð
Svarendur gáfu málaflokkum einkunn frá
1 til 5, þar sem 1 er mjög léttvægt en 5
mjög mikilvægt.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
20°
18°
20°
19°
16°
20°
22°
21°
14°
14°
22°
19°
16°
27°
13°
21°
21°
11°
Á MORGUN
8-15 m/s hvassast á Vest-
fjörðum
SUMARDAGURINN
FYRSTI
5-15 m/s hvassast V-til
4
6
8
7
10
7
10
8
6
6
2
5
4
4
5
5
5
7
5
8
7
5
3 3
6
109
1 7
8
88
NÝ LÆGÐ Á
MORGUN
Horfur morgundags-
ins eru lítt spennandi.
Myndarleg lægð með
ausandi slagveðurs-
rigningu tekur land á
sunnanverðu landinu
fyrir hádegi á morgun.
Úrkomusvæðið geng-
ur síðan yfi r megin-
hluta landsins þegar
líður á morgundaginn.
Ágæt hlýindi verða á
morgun en síðan fer
heldur kólnandi.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
Á lista Fréttablaðsins á laugardaginn
yfir auð hús í miðbæ Reykjavíkur voru
nefnd þrjú hús sem ekki standa auð.
Búið er að endurgera Grettisgötu
20c og flytja inn, búið er í húsinu á
Laugavegi 49a og á Hverfisgötu 41 er
einungis auð ein stúdíóíbúð en annar
hluti hússins er í leigu.
Í umfjöllun um frumsýningu á heim-
ildarmyndinni Me and Bobby Fischer
var ranghermt að Weird-girls hafi
staðið fyrir skákgjörningi. Rétt er að
þær heita Karolina, Máv og Karolina
og eru ekki neinn hópur.
LEIÐRÉTTING
DÓMSMÁL Karlmaður sem lúbarði
sambýliskonu sína og sló lögreglu-
þjón í andlitið hefur verið dæmdur
í eins árs fangelsi, þar af níu mán-
uði skilorðsbundna, í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Maðurinn réðst að konunni á
heimili þeirra í október síðastliðn-
um, sló hana hnefahöggi í andlit-
ið þar sem hún lá í rúmi, tók hana
því næst upp, kastaði henni í gólfið
og sló hana í hnakkann. Hann hélt
áfram að veitast að konunni inni á
baðherbergi, kastaði henni í gólfið,
sparkaði nokkrum sinnum í bakið á
henni og steig ofan á hana.
Konan marðist illa víðs vegar um
líkamann við árásina og hlaut skurð
á baki og sprungur í handarbeinum
auk þess sem hún fingurbrotnaði.
Manninum er gert að greiða henni
600 þúsund krónur í miskabætur.
Þá er maðurinn dæmdur fyrir
að ráðast á lögregluþjón eftir að
hann var handtekinn fyrir að valda
umferðarslysi undir áhrifum áfeng-
is. Hann kýldi lögregluþjóninn í
kjálkann og reyndi síðan að skalla
annan lögregluþjón í andlitið en sá
náði að víkja sér undan.
Maðurinn játaði skýlaust öll brot
sín og var tekið tillit til þess þegar
ákveðið var hvort skilorðsbinda
mætti refsinguna.
Auk fangelsisvistarinnar og
miskabótanna sem manninum er
gert að greiða er hann sviptur öku-
rétti í þrjú ár. - sh
Maður dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á konu sína og lögregluþjón:
Gekk í skrokk á konunni sinni
■ Maðurinn gengur hrottalega í
skrokk á þáverandi sambýliskonu
sinni.
■ Hálfum öðrum mánuði síðar
ekur hann mjög drukkinn og lendir
í slysi.
■ Á lögreglustöðinni ræðst hann á
tvo lögreglumenn.
■ Maðurinn er dæmdur í tólf mán-
aða fangelsi.
■ Níu mánuðir eru skilorðsbundnir.
■ Maðurinn þarf að greiða konunni
600 þúsund krónur í miskabætur.
KJARNI MÁLSINS
Skallaði mann á Draugabar
Þrítugur maður hefur verið dæmdur
til að greiða sjötíu þúsund króna sekt
í ríkissjóð fyrir líkamsárás. Hann skall-
aði annan mann á Draugabarnum á
Stokkseyri í ágúst í fyrra.
DÓMSTÓLAR
Svíar vilja evruna
Ný skoðanakönnun sýnir að 47
prósent Svía eru hlynntir því að taka
upp evru. 45 prósent myndu hafna
evrunni. Í fyrri skoðanakönnunum
hafa fleiri verið á móti evru en með.
SVÍÞJÓÐ
SLYS Af þeim tólf sem létu lífið í
umferðarslysi í fyrra voru ellefu í
bílum en einn á bifhjóli. Fjórir þeirra
sem voru í bílum voru ekki í bílbelt-
um. Fimm létu lífið í þéttbýli en sjö
í dreifbýli. Þetta kemur fram í Slysa-
skýrslu Umferðarstofu 2008.
Óvenjuhátt hlutfall þeirra sem lét-
ust voru 60 ára eða eldri. Sama gildir
um hlutfallslegan fjölda þessa aldurs-
hóps í alvarlegum slysum. Hann fór
úr tæplega þréttán prósentum árið
2007 í um fimmtung í fyrra. Slys með
miklum meiðslum voru 97 í þéttbýli
en 67 í dreifbýli.
Enginn þeirra sem lést var yngri en
17 ára.
- ghs
Banaslys í umferðinni:
Fjórir af ellefu
ekki í beltum
Efnahagsmál
Evrópumál
Fiskveiðimál
Menntamál
Samgöngumál
Skattamál
Umhverfismál
Velferðarmál
SKOÐANAKÖNNUN Ekki er marktæk-
ur munur á fylgi Sjálfstæðisflokks,
Samfylkingar og Vinstri grænna í
Norðvesturkjördæmi, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins og Stöðvar 2. 25,7 prósent styðja
Sjálfstæðisflokkinn og fengi hann
því þrjá kjördæmakjörna þing-
menn. 25,5 prósent styðja Samfylk-
ingu og 25,1 prósent styðja Vinstri
græn. Hvor flokkur um sig fengi
tvo kjördæmakjörna þingmenn.
Fylgi Framsóknarflokks í kjör-
dæminu er 15,2 prósent og fengi
flokkurinn einn kjördæmakjörinn
mann. 4,0 prósent styðja Frjáls-
lynda flokkinn, 2,2 prósent styðja
Borgarahreyfinguna og 2,0 prósent
styðja Lýðræðishreyfinguna. Eng-
inn þessara þriggja flokka fengi
kjördæmakjörinn mann í Norð-
vesturkjördæmi.
Svarendur voru beðnir um að
gefa átta málaflokkum einkunn á
bilinu 1 til 5, þar sem 1 er mjög létt-
vægt, en 5 mjög mikilvægt þegar
kemur að því hvernig viðkomandi
mun kjósa á laugardag og tóku 94,2
prósent svarenda afstöðu til spurn-
ingarinnar. Flestir töldu efnahags-
málin mikilvægust, þá velferðar-
mál og fiskveiðimál. Umhverfismál
og Evrópumál þóttu léttvægust.
Ekkert málefni fékk þó einkunn
undir þremur, sem er hvorki mikil-
vægt né léttvægt. Ekkert átta mál-
efnanna þótti því léttvægt.
Ef svörin eru borin saman við
sams konar spurningu fyrir kosn-
ingarnar 2007 hefur mikilvægi
efnhags-, fiskveiði-, og Evrópu-
mála aukist. Mikilvægi velferðar-
mennta-, samgöngu-, skatta-, og
umhverfismála hefur hins vegar
minnkað.
Hringt var í 600 manns í kjör-
dæminu og skiptust svarendur
jafnt eftir kyni. Spurt var; Hvaða
flokk myndir þú kjósa ef gengið
yrði til kosninga í dag? Óákveðnir
voru spurðir, hvaða flokk er líkleg-
ast að þú myndir kjósa? Þeir sem
enn voru óákveðnir voru spurð-
ir; Er líklegra að þú myndir kjósa
Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern
annan flokk? 75,8 prósent tóku
afstöðu til spurningarinnar.
svanborg@frettabladid.is
Þrír nánast jafnstórir flokkar
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn hafa allir um 25 prósent fylgi í Norðvesturkjördæmi, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Rúm 15 prósent styðja Framsóknarflokkinn.
GENGIÐ 20.04.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,0065
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
129,03 129,65
187,88 188,8
167,17 168,11
22,438 22,57
19,012 19,124
15,048 15,136
1,3071 1,3147
191,03 192,17
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR