Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 5
Ögmundur Jónasson, 2. sæti Suðvesturkjördæmi Kynntu þér velferðarstefnu Vinstri grænna á vg.is VIÐ SEGJUM FYRIR KOSNINGAR HVAÐ VIÐ VILJUM GERA EFTIR KOSNINGAR VERJUM VELFERÐ Það er aldrei mikilvægara að verja velferðina en þegar kreppir að í efnahags- og atvinnumálum. Undir forystu Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra hafa Vinstri græn staðið vörð um velferðina. Við höfum m.a. fellt niður innritunargjöld á sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, komið í veg fyrir að St. Jósepsspítali yrði lagður niður, lækkað lyfjakostnað og stóraukið samráð við starfsfólk og hagsmunaaðila. Vinstri græn vilja halda áfram að forgangs- raða í þágu velferðar og leggja þannig grunn að norrænu velferðarsam- félagi. Vinstri græn vilja meðal annars: Verja heilbrigðiskerfið fyrir niðurskurði með áherslu á að viðhalda störfum. Falla frá frekari einkavæðingu og gjaldtöku í velferðarkerfinu til að jafna aðgengi og minnka kostnað ríkisins. Verja kjarasamningsbundin laun og jafna kjör og vinnutíma starfsmanna í velferðarþjónustunni. Draga verulega úr kostnaði foreldra vegna tannlækninga barna. Efla lýðheilsu og auka heimaþjónustu og heimahjúkrun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.