Fréttablaðið - 21.04.2009, Side 11

Fréttablaðið - 21.04.2009, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. apríl 2009 11 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 33 Velta: 126 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 313 -1,58% 649 -1,98% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +0,89% MESTA LÆKKUN CENTURY ALU. -5,2% MAREL -4,59% ÖSSUR -1,95% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 173,50 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ... Bakkavör 1,13 +0,89% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 120,00 -1,64% ... Icelandair Group 5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 52,00 -4,59% ... Össur 90,70 -1,95% Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Oracle hefur gert bindandi tilboð í hugbúnaðarfyrirtækið Sun Micro- systems. Tilboðið hljóðar upp á 5,6 millj- arða Bandaríkjadala, jafnvirði um 725 milljarða króna. Reiknað er með því að kaupin gangi í gegn í sumar. Bandaríska fréttastofan CNN segir Sun Microsystems vera eftir- sóttan bita, en stjórn fyrirtækis- ins ýtti tilboði upp á sjö milljarða dala frá IBM út af borðinu fyrr í mánuðinum. Hluthafar Sun Microsystems og samkeppnisyfirvöld eiga eftir að gefa grænt ljós á tilboðið. - jab Tölvurisar í eina sæng Bank of America, umsvifamesti banki Bandaríkjanna, hagnaðist um 4,2 milljarða dala, jafnvirði 544 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam hagnaður- inn 1,2 milljörðum dala á sama tíma í fyrra. Megnið af hagnaðinum kemur úr ranni fasteignalánafyrirtæk- isins Countrywide, sem bankinn tók yfir í fyrra, og Merrill Lynch, fjárfestingarbankans sem Bank of America keypti um áramótin. Kenneth Lewis, forstjóri bank- ans, segir góða afkomu nýtast vel við afar erfiðar aðstæður á fjár- málamörkuðum. Bankinn hefur fengið 45 millj- arða Bandaríkjadala úr neyðar- sjóði hins opinbera vestan hafs fyrir fjármálafyrirtæki í vanda stödd. Það jafngildir rúmum sex prósentum af fjármagni sjóðsins. - jab Koma sterkir inn í nýja árið KENNETH LEWIS Ný útlán Íbúðalánasjóðs á árinu verða átta til tíu milljörðum lægri en áður hafði verið ráð fyrir gert, samkvæmt endurskoðaðri áætlun sjóðsins. Gert er ráð fyrir að ný útlán nemi 41 til 47 milljörðum króna. Þar af verði leiguíbúða- lán 12 til 14 milljarðar, en það er um tveggja milljarða lækkun frá fyrri áætlun, sam- kvæmt tilkynningu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að gefa út íbúða- bréf fyrir 33 til 38 milljarða á árinu til að fjármagna ný útlán, en það er lækkun um þrjá til sex milljarða frá fyrri tölum. Þá áætlar Íbúðalánasjóður að greiðslur til lánardrottna nemi á bilinu 59 til 65 milljörð- um króna á árinu, sem sé lækkun um tvo milljarða frá fyrri áætlun. „Töluverð óvissa ríkir um útlána- og útgáfuáætlanir í ljósi breyttra aðstæðna á fjármála- og fasteignamarkaði. Nákvæm- ar tölur um áætluð útlán og útgáfu íbúða- bréfa er því ekki hægt að gefa upp,“ segir í tilkynningu sjóðsins og áréttað að áætlun- in sé endurskoðuð ársfjórðungslega og oftar gerist þess þörf. - óká Ný útlán 41 til 47 milljarðar Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Myndin er frá undirritun samkomulags stjórnvalda og lánveitenda fasteigna- veðlána um samræmingu aðgerða vegna greiðsluerf- iðleika lántakenda fyrr í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ESB snýst um vinnu og velferð Það þarf að vera algjört forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Okkur ber skylda til að láta reyna á þennan möguleika til að tryggja íslenskum fjölskyldum og fyrirtækjum sömu kjör og best gerast í Evrópu. Viðræður eru mikilvægt skref. Að þeim loknum hefur þjóðin svo síðasta orðið í atkvæðagreiðslu um niðurstöðuna. Evrópusambandið er náið samstarf 27 fullvalda ríkja um eflingu raunverulegra lífsgæða og hugsjóna lýðræðis og jafnréttis. Við teljum að Íslendingar eigi fullt erindi í þetta samstarf því það mun tryggja að endurreisnin á Íslandi verði á traustum grunni. www.xs.is Við erum sammála helstu samtökum launafólks og atvinnurekenda um kosti aðildar að ESB: Hraðari endurreisn Lægri vextir Afnám verðtryggingar Stöðugur gjaldmiðill Meira frelsi til náms erlendis Afnám gjaldeyrishafta Fjölbreyttari atvinnusköpun Fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum Öflugri velferðarþjónusta Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki um 4,1 prósent á milli mánaða og verði 11,1 prósent í apríl. Verð- bólga mældist 15,2 prósent í síð- asta mánuði. Deildin segir í fréttabréfi sínu muna um að húsnæðisverð hafi lækkað hratt, en fasteignaliðurinn myndar þriðjung af verðbólgumæl- ingunum. Þá fellur verðbólgumæl- ing frá apríl í fyrra út úr ársverð- bólgumælingunni nú. Hún mældist 3,4 prósent innan mánaðar fyrir ári en hagfræðideildinni reiknast til að hún verði 0,3 prósent nú. Deildin spáir því að verðbólga haldi áfram að minnka hratt og fari undir tíu prósent í maí. Gangi það eftir hefur verðbólga ekki verið minni síðan í mars í fyrra. - jab LÍ spáir 11,1 prósents verðbólgu LANDSBANKINN Lægra fasteignaverð er liður í því að verðbólga dregst hratt saman. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.