Fréttablaðið - 21.04.2009, Síða 18
21. apríl 2009 2
Í hverju grammi af alkóhóli eru um sjö
hitaeiningar. Í einum stórum bjór (450-
500 ml) eru um 200 hitaeiningar. Í rauð-
vínsglasi (125 ml) eru 85 hitaeiningar, í
glasi af sætu hvítvíni eru 118 hitaeiningar.
Í einu skoti (25 ml) af vodka og gini eru 50
hitaeiningar. Í skoti af Bailey‘s eru um 80 hita-
einingar.
www.weightlossresources.co.uk
ÍSLENSKU VIGTARRÁÐGJAFARNIR eru hluti af Dönsku vigt-
arráðgjöfunum sem er alþjóðakeðja ráðgjafa sem eru sérfræðingar
með mikla faglega reynslu og bjóða upp á kennslu í að „grenna sig
án þess að sleppa úr einni einustu máltíð“. www.vigtarradgjafarnir.is
Veitingastaðinn Á grænni grein
stofnaði Ingibjörg Agnarsdóttir
ásamt dætrum sínum, Hildi Evu
og Heiðu Lind, í júní árið 2007. „Ég
var að vinna á veitingastaðnum Á
næstu grösum sem var í húsnæð-
inu áður. Þegar ákveðið var að loka
staðnum sagði ég í einhverju bríaríi
að ég nennti ekki að leita mér að
vinnu og úr varð að ég keypti stað-
inn,“ segir Ingibjörg glaðlega og
bætir við að önnur dætra hennar
hafi meðal annars frestað skrifum
á mastersritgerð um hálft ár til að
geta unnið með móður sinni.
Á veitingastað Ingibjargar er
boðið upp á fjóra til fimm heita
grænmetisrétti á dag auk nokk-
urra salata. Ingibjörg eldar alla
réttina sjálf frá grunni en sjaldn-
ast notast hún við uppskriftir við
eldamennskuna. „Ég nota aðal-
lega tilfinningu við matargerð og
er hálfpartinn á móti uppskrift-
um,“ segir Ingibjörg og vill meina
að með því að rýna í slíkan texta
gleymi fólk oft að nota heilann og
tilfinninguna.
Tveir réttir hafa þó fylgt Ingi-
björgu frá því hún gerðist græn-
metisæta fyrir tuttugu árum.
„Það eru lasagna og grænmetis-
buff. Þeir eru enn mjög vinsælir
og eru til hjá mér alla daga,” segir
Ingibjörg, sem vinnur ein á veit-
ingastaðnum í dag en fær dyggan
stuðning frá fjölskyldunni þegar
með þarf.
Opið er Á grænni grein alla virka
daga frá 11 til 19.15. Nánari upplýs-
ingar má nálgast á www.agraenni-
grein.is solveig@frettabladid.is
Tilfinningin ræð-
ur í eldhúsinu
Ingibjörg Agnarsdóttir á og rekur veitingastaðinn Á grænni grein í
Bláu húsunum við Faxafen. Þar býður hún daglega upp á nokkrar
tegundir grænmetisrétta sem hún eldar sjálf frá grunni.
0,5 til 1 dl olía
4 hvítlauksrif
hálfur laukur
Brúnað á pönnu.
1 knippi af brokkolí
4 meðalstórar gulrætur
hálfur til einn kúrbítur
2-3 msk. ferskur basill
2-3 msk. ferskt timjan
1 msk. oregano
1 msk. grænmetiskraftur
án MSG
1 stór krukka af hálf-
maukuðum tómötum
(ca 1 kíló)
5 msk. tómatpúrra
Látið malla saman í
hálftíma á litlum hita.
500 g kotasæla
6 speltpastaplötur
Setjið í eldfast mót
þar sem skipst er á að
setja lög af grænmeti,
kotasælu og spelt-
pasta. Miðað er við
tvær umferðir. Endað
á grænmeti. Best er
að láta réttinn standa
í nokkurn tíma til að
mýkja pastaplöturnar.
Setjið réttinn í ofn í 30
til 45 mínútur við 180
gráðu hita. (Ef rétturinn
er ekki látinn standa
verður að baka hann í
klukkutíma). Ostur er
settur yfir rétt í lokin.
Ingibjörg Agnarsdóttir matreiðir girnilega grænmetisrétti fyrir gesti sína á veitinga-
staðnum Á grænni grein við Suðurlandsbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÞÁTTASTJÓRNANDINN JEREMY
PAXMAN HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ LEGGJA
SITT AF MÖRKUM Í BARÁTTUNNI VIÐ
PARKINSONSJÚKDÓMINN.
Jeremy Paxman, þáttastjórnandi
BBC Newsnight, hefur ákveðið að
gefa heila sinn til Parkinsonrann-
sókna eftir lát sitt. Paxman er einn af
nokkrum þjóðþekktum persónum í
Bretlandi sem hafa kosið að leggja
baráttunni við sjúkdóminn lið með
þessum hætti. Er það hluti af átaki
sem Parkinsonfélagið í Bretlandi stendur fyrir þessa dagana og er markmið-
ið að hvetja fólk til að gerast heilagjafar.
Rannsóknir á sjúkdómnum byggja á slíkum heilagjöfum en aðeins þúsund
manns í Bretlandi hafa skráð sig á lista yfir heilagjafa og er ætlunin að tvö-
falda þann fjölda fyrir árslok.
Kannanir sýna að yfir sextíu prósent manna eru tilbúnir til að gefa hjarta
eða nýru eftir lát sitt en aðeins sjö prósent geta fellt sig við þá hugmynd að
gefa heila sinn.
Gefur heila til rannsókna
Jeremy Paxman ætlar að gefa heila sinn
eftir lát sitt.
GRÆNMETISLASAGNA
með kotasælu og speltpasta FYRIR 6 TIL 8
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Kennsla í tækjasal
5 daga vikunnar
telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin
Spennandi
vortilboð!
Opna kerfið Þinn tími er kominn!
● Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki
● Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun
● Pallatími, samsett spor, mikil brennsla
● Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur
● Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur ● RopeYoga
● Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð
● MRL - Magi, rass og læri ● Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar ● Einkaþjálfun
NÝTT! Stutt og strangt
Þjálfun í tækjasal 5x í viku í 2 vikur • Mest 5 í hóp
Tímar í boði: 7:15, 12:00, 17:00 og 18:00
Verð aðeins kr 10.000 • Ath. Skráning alltaf í gangi
S&S
stutt ogstrangt
Velkomin í okkar hóp!
Barnagæsla - Leikland JSB
www.eirberg.is • 569 3100
Stórhöfða 25
Ný sending
af sundfatnaði
komin