Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 19
Forgangsmál næstu missera er að auka
atvinnu í landinu. Það verður með engu
móti unað við það atvinnuleysi sem
nú er. Í fyrsta lagi kippir það fótunum
undan afkomu fjölskyldna og einstak-
linga og getur valdið þeim sálrænum
erfiðleikum. Þessum persónulega þætti
má aldrei gleyma. Í öðru lagi er öflug
atvinnustarfsemi undirstaða þess að
ríkissjóður og þar með þjóðfélagið geti
staðið í skilum við lánardrottna sína og
jafnframt staðið undir velferðarkerfinu.
Það liggur í augum uppi að millj-
arðarnir sem greiddir eru í atvinnu-
leysisbætur væru betur komnir í
velferðarkerfi landsmanna eða til
að standa undir skuldagreiðslum.
Atvinnuleysið leikur ríkissjóð grátt
bæði tekju- og útgjaldamegin.
Sem betur fer standa undirstöður
atvinnulífsins enn. Hins vegar getur sú
staða verið tvísýn ef ekkert verður að
gert. Hin alþjóðlega kreppa leiðir til
samdráttar á mörgum sviðum og hefur
áhrif hvort sem er í sjávarútvegi, orku-
frekum iðnaði eða í þjónustustarfsemi
almennt. Á slíkum tímum er sérstak-
lega áríðandi að hafa augun opin fyrir
hvers konar möguleikum til þess að efla
atvinnuvegina og ganga fordómalaust
að því verkefni. Skynsamlegt er að huga
sérstaklega að þeim atvinnugreinum
sem þegar starfa og efla þær og styrkja
til þess að nýta nýja möguleika.
Vaxtalækkun, réttlátt
samkeppnisumhverfi
Fyrsta og mikilvægasta forsendan
fyrir eflingu atvinnulífsins er að vextir
lækki. Með núverandi vaxtakjörum
verður engin framþróun. Þetta verða
allir að skilja. Þar að auki verður að búa
svo um hnútana að bankarnir geti veitt
eðlilega lánafyrirgreiðslu.
Í öðru lagi verður að tryggja rétt-
látt samkeppnisumhverfi og gegnsætt.
Þetta á meðal annars við um skatt-
lagningu atvinnufyrirtækja.
Það er forgangsverkefni að lækka
vexti og endurskoða peningastefnuna.
Jafnframt verður að tímasetja afnám
gjaldeyrishafta. Hrinda verður í fram-
kvæmd tillögum Framsóknarflokksins
um 20% skuldaleiðréttingu. Einnig er
brýn nauðsyn að tryggja fjármögnun
útflutnings frá Íslandi.
Atvinnumál ungs fólks
Atvinnuleysi ungs fólks er sérstakt
áhyggjuefni. Hægt er að bregðast við
því með margvíslegum aðgerðum:
að efla nýsköpunarsjóð námsmanna. ß
að háskólarnir opni dyrnar fyrir ß
stúdenta sem eru í sjálfsnámi, að
skrifa lokaritgerðir, eða þeim sem eru
í rannsóknum eða stofnun fyrirtækja.
að bjóða upp á lánshæf sumarverk-ß
efni og auka aðstoð við stúdenta til
þess að ljúka lokaverkefnum sínum.
að gera kennurum kleift að ráða ß
fleiri aðstoðarmenn úr hópi stúdenta
og koma á verkefnatorgi fyrirtækja
og háskóla þar sem nemendur fái
tækifæri til þess að vinna verkefni
fyrir fyrirtækin.
Fjölmargar hugmyndir hafa komið
upp um atvinnuuppbyggingu á liðnum
árum. Verkefnin blasa við, ef um-
gjörðin er í lagi.
Nýtum þá möguleika sem eru
fyrir hendi
Íslenskt viðskiptaumhverfi telst
nokkuð hagstætt hvað snertir skatta,
regluverk og tæknistig. Þrátt fyrir það
er í flestum tilvikum mjög erfitt að laða
erlenda fjárfesta til landsins ef engin
hliðstæð starfsemi er fyrir hendi hér
á landi. Sérstaklega ber að skoða þau
svæði sem hafa búið við neikvæðan
hagvöxt á undanförnum árum.
Til úrbóta í þeim efnum þarf að
víkka út möguleika til ívilnana til fyrir-
tækja sem koma með nýja þekkingu til
landsins og uppfylla skilyrði sem lúta
að umhverfisþáttum, atvinnusköpun
og tæknistigi. Þessum fyrirtækjum
þarf að bjóða samninga sem fela í sér
skattafrestun í ákveðinn tíma, festa
afskriftarhlutföll og veita stuðning við
þjálfun starfsfólks. Þá er mikilvægt að
þeir stjórnendur sem hingað koma við
uppbyggingu slíkra tækifæra fái einnig
skattafrestun í tiltekinn tíma.
Samkvæmt EES-samningnum
mega Íslendingar styrkja atvinnustarf-
semi í dreifbýli, þ.e. landsbyggðarkjör-
dæmunum þremur, sem nemur ákveðnu
hlutfalli af fjárfestingarkostnaði.
Styrkir til stórra fyrirtækja geta að
hámarki numið 15% af fjárfestingar-
kostnaði, veitt er svigrúm til þess
að hækka styrk um 10% þegar um
meðalstór fyrirtæki er að ræða og um
20% til lítilla fyrirtækja. Þetta hefur
ekki verið nýtt nema að litlu leyti fram
til þessa en í atvinnuleysi líku því sem
nú blasir við hljóta menn að leita allra
leiða til að koma hjólum atvinnu-
lífsins í gang að nýju. Mikilvægt er
að við slíkar ákvarðanir verði horft til
þess hvers konar starfsemi menn vilja
laða hingað til lands. Eðlilegt er t.d. að
horfa til starfsemi sem greiðir góð laun
fyrir það vel menntaða fólk sem býr
hér á landi, fremur en horfa eingöngu
til fjölda starfa.
Áhrif erlendrar fjárfestingar
felast ekki aðeins í störfum og flæði
fjármagns til landsins heldur ekki
síður aukinni nýsköpun, þekkingu og
viðskiptatengslum, auk aukinna skatt-
tekna.
Fordómar og sinnuleysi mega ekki
ráða för þegar atvinnuuppbygging á í
hlut. Atvinnuleysi er ein mesta ógæfa
sem heimilin geta orðið fyrir. Atvinnu-
leysi hefur áhrif á afkomu fólks, velferð
og heilsu.
Þrátt fyrir erfiðleikana sem nú
blasa við í íslensku atvinnulífi er
það ekki valkostur að leggja hendur
í skaut og bíða eftir að birti til á ný.
Tækifærin blasa við og þau á að nýta.
Íslendingar búa nú þegar við sterka
innviði sem felast í háu menntunarstigi
þjóðarinnar, sveigjanlegu vinnuafli,
lágum fyrirtækjasköttum, góðri verk-
menningu og tækniþekkingu, víðtæku
neti fríverslunarsamninga, nægu
landrými og nálægð við mikilvæga
markaði. Þessi tækifæri á að nýta.
Snúa þarf vörn í framsókn.
Alþingiskosningar 2009 Þriðjudagur 21. apríl 2009 Framsóknarflokkurinn
ATVINNULEYSI
VERÐUR EKKI
ÚTRÝMT MEÐ
AUKNUM
SKÖTTUM
FRÉTT 2
FÉKK VONINA AFTUR
Sigurður Ingi
treystir á átján
liða tillögur
Framsóknar
SUÐURKJÖRDÆMI 6
SKJALDBORG UM
SKULDIRNAR
Guðmundur
Steingrímsson:
Fólk í ötrum
fasteignalána
ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ 4
BLÖSKRAR
SLEIFARLAGIÐ
Sigmundur Davíð:
Almenningur
njóti
afskriftanna
REYKJAVÍK NORÐUR 5
SÓLIN SEST YFIR BYGGINGAMARKAÐINUM Framsóknarflokkurinn setur uppbyggingu atvinnulífs í forgang.
MYND/RAKEL ERNA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, CREATIVE COMMONS ATTRIBUTION
Atvinnuleysi ógæfa heimilanna
Fyrirtæki verða að fá að dafna við heilbrigð og eðlileg rekstrarskilyrði. Þannig verður atvinnuleysi minnkað og hagur
heimilanna tryggður.