Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 20

Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 20
2 Samkvæmt vef Vinnumálstofnunar eru nú um 18 þúsund manns án atvinnu, ýmist að öllu leyti eða að hluta á atvinnuleysisbótum á móti hlutastarfi. Atvinnuleysi hefur aukist frá því í október sl. úr 1,9% í 8,9% í mars og horfur á að atvinnuleysi í apríl geti orðið enn meira eða allt að 9,3%. Athygli vekur að flestir í hópi atvinnu- lausra eru í aldurshópnum frá 20-35 ára og væntanlega verður sú staða enn verri í sumar þegar skólafólkið kemur út á vinnumarkaðinn. Gert er ráð fyrir að allt að fjögur þúsund háskólanemar muni verða án atvinnu í sumarleyfinu. Staðan í íslensku atvinnu- og efna- hagslífi er ekki björt um þessar mundir og óhætt er að segja horfur séu ekki heldur góðar að óbreyttu. Samdrátturinn er dýr Ef litið er til ríkisfjármálanna hefur þetta aukna atvinnuleysi verulegar af- leiðingar í för með sér. Þannig er útlit fyrir að Atvinnuleysistryggingasjóður verði uppurinn um miðjan nóvember nk. og 3,5 milljarða króna þurfi að óbreyttu úr ríkissjóði til að sjóður- inn geti staðið undir skuldbindingum sínum. Í fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir að halli ríkisjóðs yrði 153 millj- arðar króna. Greiðslur úr Atvinnu- leysistryggingasjóði hafa hins vegar aukist hratt og verða líklega um 25,3 milljarðar króna á árinu. Að auki verða tekjur ríkissjóðs minni en búist var við vegna minni tekna af tekju- og veltu- sköttum. Áætlað er að tekjurnar verði um 420 milljarðar króna en útgjöldin 580 milljarðar króna. Þetta hefur í för með sér að halli ríkissjóðs verður u.þ.b. 170 milljarðar króna. Fyrir liggur að minnihlutastjórnin hefur stuðlað að ríkisútgjöldum um- fram heimildir í fjárlögum ársins. Talið er að draga þurfi úr halla ríkissjóðs á næsta ári um 35-55 milljarða sem næst vart nema með auknum tekjum hins opinbera, minna atvinnuleysi, sparnaði í ríkisútgjöldum eða skattahækkunum. Samkvæmt samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa stjórn- völd tvö ár til að draga úr hallanum og ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Þessu vilja sumir flokkar ná fyrst og fremst með hækkun skatta og lækkun launa, ásamt niðurskurði í öðrum ríkisútgjöldum. Þetta þýðir með öðrum orðum að það á að svelta þjóðina út úr vandanum. Veltuskattar ríkissjóðs munu dragast verulega saman vegna minnkandi neyslu, auk þess sem hættan á að fólk geti ekki staðið í skilum með afborganir lána eykst verulega. Afleiðingar þess að hækka skatta, lækka tekjur og skera niður í öðrum ríkisútgjöldum verða líklega þveröfugar. Raunhæfar lausnir Framsóknarflokkurinn vill hins vegar fara aðra leið til að forðast það efnahagshrun sem fyrirsjáan- legt er. Framsóknarmenn vilja 20% leiðréttingu skulda. Með þessu vill Framsóknarflokkurinn m.a. stuðla að því að fleiri geti staðið við skuldbind- ingar sínar en úrræði stjórnarflokkanna gera ráð fyrir og koma verslun og viðskiptum af stað á ný. Með því móti eflist atvinnulíf að nýju og skatttekjur ríkissjóðs aukast á ný. Framsóknarflokkurinn vill jafn- framt að farið verði yfir öll ríkisútgjöld með það að markmiði að draga úr halla ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn tekur ekki undir hugmyndir sem fram hafa komið í skattamálum um auknar álögur á almenning, ekki síst þá sem hafa millitekjur. Lögð er áhersla á meiri aga í ríkisrekstrinum, en fram- ganga núverandi stjórnarflokka í ríkisfjármálum gefur ekki tilefni til að ætla að þeim sé treystandi til þess að ná þeim markmiðum sem fram koma í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Notaß 18 liða efnahagstillögur sínar til þess að bregðast við fjár- hagsvanda íslenskra heimila og fyrirtækja, www.framsokn.is. 20% leiðréttinguß á höfuðstól lána sem varð til vegna verðbólgu og verðtryggingar. Færa þar með afskriftir erlendra kröfuhafa til íslenskra skuldara en ekki íslensku bankanna. Leggja áherslu á meiriß fjölbreytni atvinnulífs með því að bæta rekstrarumhverfi minni fyrirtækja, fjölskyldurekstrar og einyrkja. ESB viðræður með tilliti til ß sjávarútvegs og landbúnaðar lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vextir lækkaðirß sem allra fyrst. Rannsókn á orsökum og ábyrgðß á efnahagshruninu verði unnin af krafti og skilvirkni. Heimildir tilß þjóðaratkvæða- greiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar. Efla og hlúa að matvælafram-ß leiðslu þjóðarinnar í landbúnaði og sjávarútvegi sem bæði skapa gjaldeyristekjur og spara gjaldey- ri. Fæðuöryggi er Íslendingum brýnt hagsmunamál. Framsókn vill... FRAMSÓKN VILL AÐRAR LEIÐIR 20% leiðrétting skulda stuðlar að öflugra atvinnulífi og auknum skatttekjum ríkissjóðs. Atvinnuleysi verður ekki útrýmt með auknum sköttum Framsóknarmenn vilja stuðla að ábyrgum ríkisrekstri. Atvinnuleysi hefur alvarleg áhrif á ríkissjóð. Ef þú hringir í þetta númer gjaldfærast sjálfkrafa 2000,- kr. á símareikning þinn. Gleðilegt sumar About Fish Íslandi ehf. Allar konur innilega velkomnar og takið vinkonurnar með! framsokn.is Miðvikudaginn 22. apríl kl. 20:30 í Borgartúni 28 FRAMSÓKN Framsóknarkonur í Reykjavík KONU KVÖLD FYRIROKKURALLAR Vigdís Hauksdóttir 1. sæti Reykjavík suður Salvör Gissurardóttir 4. sæti Reykjavík suður Ásta Rut Jónasdóttir 2. sæti Reykjavík norður Guðrún Valdimarsdóttir 3. sæti Reykjavík suður Fanný Gunnarsdóttir 4. sæti Reykjavík norður Lifandi tónlist Glæsileg tískusýning Íslensk hönnun Léttar veitingar Óvæntur glaðningur VEISLUSTJÓRI VERÐUR JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.