Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 21

Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 21
3 Einn allra yngsti bóndi landsins, Einar Freyr Elínarson, skipar 6. sætið hjá Framsókn í Suðurkjördæmi. Einar segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á pólitík og styður Framsókn vegna samvinnuhugsjónar- innar og miðjustefnunnar sem höfði til skynseminnar. Helstu baráttumál hans eru stjónlagaþingið og málefni ungs fólks og hann er mikill jafnrét- tismaður. Einar er bóndinn í Sólheimahjáleigu í Mýrdalshreppi þar sem hann býr með móður sinni, Elínu Einarsdóttur kennara, afa sínum og nafna, Einari Þorsteinssyni, og ömmu, Eyrúnu Sæmundsdóttur, ásamt tveim bræðrum sínum. Einar er 18 ára og yngsti fram- bjóðandinn á Suðurlandi. Spurður af hverju hann gerðist bóndi sagðist hann hafa gripið það báðum höndum þegar tækifærið gafst til þess að stýra eigin búi. Hann gerir þó ráð fyrir því að minnka við sig á næ- stunni þar sem hann stefnir á að klára stúdentsprófið og fara að því loknu í búfræðinám á Hvanneyri. Í vetur tók Einar þátt í að stofna Félag ungs framsóknarfólks í Vestur- Skaftafellssýslu. Einar segir að það hafi verið mikil endurnýjun í starfi ungs framsóknarfólks í Suðurkjördæmi eftir bankahrunið og við stofnun FUF- félaga um kjördæmið hafi þátttaka farið fram úr björtustu vonum. Enn á ný fer Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, með þá rangfærslu að Framsóknarflokkurinn hafi skert barnabætur á tímum uppsveiflu og góðæris í samfélaginu. Þessi orð lét forsetisráðherra falla, eins og svo oft áður, í óundirbúnum fyrirspurnartíma þann 25. mars s.l. þegar alþingismaðurinn Birkir J. Jóns- son spurði um þau loforð fyrri ríkis- stjórnar sem Jóhanna Sigurðardóttir átti sæti í sem félagsmálaráðherra, þess efnis að hefja útgreiðslu barnabóta mánaðarlega frá 1. apríl s.l. Fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar tilkynnti þann 8. desember 2008 um að uppi væru áform um að hefja mánaðarlegar greiðslur í stað þess að greiða þær út fjórum sinnum á ári. Núverandi ríkis- stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, hefur fallið frá þessum mánaðarlegu greiðslum, en það var ákveðið á þeim forsendum að mánaðarlegar greiðslur hefðu komið verr út fyrir fjölskyldur í landinu og betra sé að viðhalda gamla kerfinu. Þá kom fram í svari forsætisráðherra að hún héldi ekki að þetta breytti mjög miklu fyrir barna- fjölskyldur, þ.e. að fá barnabæturnar greiddar út mánaðarlega. Síðan segir forsætisráðherra í svari sínu til þingmannsins: „En háttvirtur þingmaður er alltaf á hálum ís þegar hann talar um barnabætur vegna þess að þær voru skertar í tíð Framsóknar- flokksins á tímum mikillar uppsveiflu og góðæris í samfélaginu.“ Þessi orð forsætisráðherra eru al- veg makalaus og ekki í fyrsta skipti sem Jóhanna Sigurðardóttir reynir eftir fremsta megni að slá ryki í augu kjósenda um Framsóknarflokkinn og barnabætur. Skoðum fyrst orðin „á tímum mikillar uppsveiflu og góðæris í sam- félaginu“, áður en ég ræði barna- bæturnar sjálfar. Hvenær var þessi mikla uppsveifla og góðæri? Getum við verið sammála um að árin 2003- 2007 hafi verið einstaklega góð? Jú, ég held að flestir geti verið sammála um það. Þá voru Framsóknarmenn í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum og sennilega sá tími sem Jóhanna Sigurðardóttir vitnar til. Eðli málsins samkvæmt lækka tekjutengdar barna- bætur í uppsveiflu og góðæri þegar fólk hefur hærri laun. Það er rökrétt og það segja lögin um barnabætur sem alþingismenn hafa sett. Skoðum þá hvernig barnabætur þróuðust á þessum árum sem vitnað er í, „á tímum mikillar uppsveiflu og góðæris í samfélaginu“. Í byrjun þess kjörtímabils, árið 2003, voru greiddar 36.308 kr. með öllum börnum yngri en 7 ára í formi barnabóta. Í lok kjörtíma- bilsins eða árið 2007 voru greiddar 56.096 kr. Þannig að barnabætur höfðu hækkað um kr. 19.788 eða um 54,5% með öllum börnum yngri en 7 ára á árunum 2003-2007 í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokksins. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs, sú vísitala sem allt snýst um, frá janúar 2003 til janúar 2007 um 18,89%. En hvað hefur Samfylkingin, með Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar, gert í barnabótum? Skoðum það aðeins. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við á vor- dögum 2007. Þá voru barnabætur sem greiddar voru með öllum börnum yngri en 7 ára eins og áður segir 56.096 kr. Nú árið 2009, tveimur árum síðar og Samfylkingin situr í ríkisstjórn með Vinstri grænum, eru sömu barnabætur 61.191 kr. með öllum börnum yngri en 7 ára. Það er hækkun um 3.300 kr. eða um 5,7%. Hvað hefur vísitala neyslu- verðs hækkað á þessum tveimur árum frá janúar 2007 til janúar 2009? Vísi- talan hefur hækkað um 23,17%. Við skulum láta staðreyndirnar tala sínu máli í stað þess að kasta grjóti úr glerhúsi. X-B fyrir barnafjölskyldur í landinu. Sigfús Karlsson skrifar: Samfylkingin lækkar barnabætur Átján ára bóndi í Mýrdalshreppi Sigfús skipar 4. sæti á lista framsóknar- manna í norðausturkjördæmi fyrir alþingis- kosningarar 25. Apríl 2009, og er fjögurra barna faðir. Framsóknardætur Mánudagskvöldið 20. apríl kl. 21:00 – 23:00 í Skrúðgarðinum, Akranesi. Konur, fögnum sumrinu saman og sláum á létta strengi. Jón Sigurðsson (fimmhundruðkallinn) kemur og tekur lagið, óvænt atriði og léttar veitingar í boði. Fjölmennum með vinkonum og samstarfskonum og styrkjum tengslanet kvenna. Skemmtun fyrir okkur allar!!! Skemmtikvöld kvenna AKSTUR Á KJÖRSTAÐ Framsóknarflokkurinn býður þér á höfuðborgarsvæðinu: 540-4300 / 551-6011 hafið samband við kosningaskrifstofur á landsbyggðinni (sjá síðu 7) UNGUR AÐ ÁRUM Einar Freyr Elínarson, 6. á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, er yngsti bóndi landsins eftir því sem næst verður komist.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.