Fréttablaðið - 21.04.2009, Síða 23
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON, formaður Framsóknarflokksins. MYND/GUNNAR GUNNARSSON
Þriðjudagur 21. apríl 2009 – Framsóknarflokkurinn – Alþingiskosningar 2009
REYKJAVÍK
Kæri Reykvíkingur!
Það er þegar orðið ljóst að við lifum á sögule-
gum tímum. Kosningarnar á laugardaginn verða
einnig sögulegar. Niðurstaðan segir til um hvort
eða hvernig við vinnum okkur út úr efnahags-
þrengingum og einnig hvers konar samfélag
verður mótað á Íslandi til framtíðar.
Stefna Framsóknarflokksins byggist á endur-
reisn heimila og atvinnulífs, enda hefur flokkur-
inn alla tíð látið sig atvinnumál og atvinnuupp-
byggingu miklu varða og það á einnig við fyrir
þessar kosningar.
Peningar verða ekki til hjá ríkinu, þeir koma
frá verðmætasköpun fyrirtækja. Í okkar huga er
engum blöðum um það að fletta að atvinna er
upphaf og endir þess að hér þrífist gott samfélag.
Verðmætasköpunin verður til hjá fyrirtækjum,
sem geta haldið uppi atvinnu fyrir fólkið, sem
síðan leiðir til þess að velferðarsamfélagið veldur
hlutverki sínu. Ríkið á að setja reglurnar fyrir
fyrirtækin, en ekki að vera fyrirtækið.
Það er engum blöðum um það að fletta að
minnkandi umsvif í þjóðfélaginu bitna með
beinum hætti á getu ríkisins til að styðja við bak
þegna sinna. Framsókn leggur því áherslu á að
auka veltuna í þjóðfélaginu sem allra fyrst. Það
gerum við meðal annars með skuldaleiðréttingu
heimila og fyrirtækja upp á 20 af hundraði.
Mikið hefur verið rætt og ritað um
leiðréttinguna, en hún er ein af 18 samhangandi
tillögum til bjargar heimilum og atvinnulífinu í
landinu.
Kostnaður vegna leiðarinnar lendir ekki á
íslenskum skattgreiðendum, fullyrðingar um
annað eru rangar. Útlendir bankar sem lánuðu
þeim íslensku eru fyrir löngu búnir að átta sig á
því að þeir fá ekki greitt að fullu til baka og hafa
þegar afskrifað stóran hluta lána sinna. Það er
einnig verið að afskrifa lánin við yfirfærslu þeirra
frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju.
Framsókn telur eðlilegt að þessar afskriftir verði
látnar ganga til heimila og fyrirtækja landsins.
Ekki allar, heldur 20 prósent. Með því yrðu lán-
takendur í sömu sporum og þeir voru fyrir hrun.
Lántakendur eiga ekki að bera allan skaðann af
hruni bankanna. Það er ekki bara ósanngjarnt,
það er líka afar skaðlegt.
Með því að lækka lánin fær fólk meira fé milli
handanna og getur því haldið uppi meiri neyslu.
Meiri neysla leiðir til þess að fleiri fyrirtæki
haldast í rekstri og færri missa vinnuna. Við þetta
aukast tekjur ríkisins. Ekki með hærri sköttum,
heldur meiri umsvifum í þjóðfélaginu. Það er
einnig mat okkar framsóknarmanna að þessi leið
sé mun líklegri til þess að hvetja fólk til dáða á
hinum erfiðu tímum sem eru óhjákvæmilega
fram undan. Aðgerðir okkar snúast um að stöðva
hrunið. Framsóknarflokkurinn hefur einn hefð-
bundinna stjórnmálaflokka gert upp við fortíðina
og svarað kalli þjóðarinnar um endurnýjun.
Framsóknarflokkurinn er að hefja nýja framtíð;
framtíð sem byggist á góðum gildum og nýju
fólki sem setur réttlæti á oddinn og byggir á
nýjum lausnum.
Framsókn
telur eðlilegt
að afskriftirnar
verði látnar ganga til
heimila og fyrirtækja
landsins. Ekki allar, heldur
20 prósent. Með því
yrðu lántakendur í sömu
sporum og þeir voru fyrir
hrun.