Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 27
5 Hvað dró þig í pólitíkina? Mér blöskraði sleifarlag stjórnmálamanna við úrlausn efna hagshrunsins í haust, m.a. Icesave- deilunnar og hryðjuverkalaganna. Í framhaldi af því fengu nokkrir góðir menn á Austurlandi þá hugmynd að biðja mig um að sækjast eftir því að verða formaður Framsóknarflokksins. Það gekk eftir og hér er ég. Hverjar verða áherslur þínar sem formanns? Áherslan verður á samvinnu, enda var Fram- sóknarflokkurinn myndaður um samvinnu. Nú þurfum við svo sannarlega á samvinnu ólíkra hópa að halda. Við munum leita eftir ráðum til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði, hvort sem þeir eru framsóknarmenn eða ekki, og ekki hafna góðum hugmyndum á grundvelli þess hvaðan þær koma. Það hefur verið svekkjandi að verða var við að sumir flokkar eru enn fastir í skotgrafa- hernaðinum og líta ekki við því sem kemur frá öðrum en eigin flokksmönnum. Um hvað verður kosið á laugardaginn? Í stuttu máli má segja að kosið verði um það hvort hér eigi að koma efnahagslífinu af stað með raun- hæfum aðgerðum eins og Framsókn hefur lagt til, eða að bíða þar til þjóðarbúið verður komið í þrot eins og allt stefnir nú í. Við höfum möguleika til að stöðva hrunið, spurningin er hvort tækifærið verður nýtt. Þar er skuldaleiðrétting upp á 20 prósent lykilatriði, auk þess að koma bönkunum af stað og leysa gjaldmiðilskrísuna. Allt þetta er hluti af efnahagstillögum Framsóknar sem legið hafa fyrir í tvo mánuði. Er ekki 20% leiðin of dýr? Nei. Það er alrangt sem fulltrúar stjórnarflokkana hafa haldið fram að kostnaður falli á ríkið og þar með skattgreiðendur. Í fyrsta lagi er ekki um fjár- magn ríkisins að ræða og í öðru lagi felur tillagan það ekki í sér að auka kostnað heldur að lágmarka tap. Þetta er spurning um að þeir sem skuldi njóti nokkurs af afskriftum kröfuhafa, ekki afskriftum ríkisins. Þannig kemst hagkerfið aftur af stað og meira skilar sér á endanum bæði til ríkisins, í formi meiri skatttekna, og til kröfuhafa sem þá fá greiðslur sem þeir fengju ekki með því að keyra hagkerfið í þrot. Hvað með þá sem hefðu ekki þurft leiðréttingu eða skulda ekkert? Grundvallarhugmyndin á bak við 20% leiðrétt- ingu er að koma efnahagslífinu af stað. Með leiðréttingunni komast fleiri í hóp þeirra sem geta tekið þátt í að byggja upp efnahagslífið og þar með breytast aðstæður til batnaðar fyrir alla. Voru það mistök að verja stjórn Samfylkingarinnar og VG falli? Nei, það var rétt ákvörðun út frá hagsmunum þjóðarinnar að koma á starfhæfri ríkisstjórn þótt það hefði eflaust skilað Framsóknarflokknum meira fylgi að aðhafast ekkert og horfa á upp- lausnina. Við vorum mjög meðvituð um að taka þjóðarhagsmuni fram yfir flokkshagsmuni. Það var reynt að mynda þjóðstjórn án árangurs svo þetta var eini kosturinn sem eftir var. Það er svo annað mál að Samfylkingin og Vinstri græn brugðust algerlega í því að grípa til raunhæfra aðgerða til bjargar heimilum og fyrirtækjum landsins. Það voru mikil vonbrigði og við ræddum það oftar en einu sinni í þingflokknum hvort við ættum að falla frá því að verja stjórnina falli. Það hefði hins vegar verið óábyrgt úr því sem komið var. Þú sinnir erilsömu starfi, er tími fyrir tómstundir? Nei, ekki frá því að ég tók við. Ég hef ekki einu sinni náð að sinna tölvupóstinum og á mörg hundruð ósvöruð tölvubréf í pósthólfinu mínu. Það verður forgangsverkefni að bæta úr því strax eftir kosningar. Þá vonast ég líka til að hafa dálítinn tíma til að sinna áhugamálum, m.a. skipulagsmálunum sem vonandi verða bæði áhugamál og vinna enda hef ég áhuga á að gera ýmislegt á því sviði á vettvangi stjórnmálanna. Blöskrar sleifarlag í stjórnmálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leggur áherslu á samvinnu ólíkra hópa í þjóðfélaginu. REYKJAVÍK NORÐUR – 1. SÆTI 1. SÆTI Í REYKJAVÍK SUÐUR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson LJÓSMYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingarinnar brást þjóð sinni á ögurstundu. Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum, frjálshyggjubyltingin hefur étið börnin sín. Samfylkingin er verðlaunuð fyrir aðgerðaleysið örlagaríka. Ráðherra sem brást Samfylkingin segist nú geta bjargað þjóðinni með sama fólkinu og brást. Ráðherra bankamála í bankahruni, Björgvin Sigurðsson, sem stakk við- vörunarskýrslum ofan í skúffu, talaði ekki við Seðlabankann og var ekki treyst fyrir upplýsingum af eigin félögum er nú á leið inn á Alþingi á ný. Sá hinn sami vermir efsta sætið í Suðurkjördæmi sem gefur honum til- kall til að verða bankamálaráðherra á nýjan leik komist Samfylkingin í ríkis- stjórn eftir kosningar sem flest bendir til. Er nema von að Íslendingar séu rúnir öllu trausti alþjóðasamfélagsins? Sama fólkið, sömu mistökin. Málið snýst um trúverðugleika heillar þjóðar, ekki persónur og góða drengi. Ráðherra sem sparkar í lausnara sinn Jóhanna Sigurðardóttir, sem getur þakkað Framsókn fyrir að vera fyrsta konan í embætti forsætisráðherra á Íslandi, sparkar stöðugt í þessa sömu Framsókn fyrir það að dirfast að koma með nauðsynlegar tillögur til bjargar heimilunum í landinu. Þrátt fyrir háværar kröfur á Austur- velli um breytingar lítur út fyrir að Samfylkingin, besti vinur útrásar- víkinganna, verði verðlaunuð sem stærsti stjórnmálaflokkurinn, verð- launuð fyrir að hafa hunsað viðvaranir og brugðist þjóð sinni í nauð. Undarleg þessi stjórnmál. Traustsins verðir Framsókn leysti þjóðina úr viðjum stjórnleysis Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingarinnar og bauð að verja nýja minnihlutastjórn vantrausti svo lág- marka mætti skaðann fram að kosn- ingum. Nú lítur út fyrir að kjósendur ætli að refsa Framsókn fyrir að verja ríkisstjórnina, ef marka má skoðana- kannanir. Undarleg þessi stjórnmál. Framsókn kom því til leiðar að þjóðin fær að kjósa nýtt Alþingi þann 25. apríl nk. Framsókn kom því til leiðar að þjóðin fær að velja nýja stjórnmála- menn sem hún treystir til þess að leiða þjóðina í gegnum erfið ár. Hverjum treystir þú í raun? Birgir Þórarinsson skrifar: Löskuð þjóð úr viðjum stjórnleysis Birgir Þórarinsson er guðfræðingur og MA í alþjóðasamskiptum. Hann skipar 3. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.