Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 28

Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 28
SUÐURKJÖRDÆMI – 1. SÆTI 6 Í efnahagskreppunni leynast mörg tækifæri. Tækifæri fyrir þjóð sem hefur farið mörg skref fram úr sér. Þjóð sem er harðger, dugleg og framkvæmda- söm. Íslendingar hafa áður glímt við erfiðleika í efnahagsmálum en á tímum sem þessum verðum við öll að hafa hugfast að við munum losa okkur úr vandræðunum. Viljastyrkur er allt sem þarf. Vilji til að velja skynsömustu leiðina til að leiða þjóðina fram á við og skapa nýtt, sanngjarnara og rétt- látara Ísland. Velferðarkerfinu má ekki fórna Við framsóknarmenn höfum alltaf verið í fararbroddi fyrir efnahags- umbótum á Íslandi. Atvinna fyrir alla hefur alltaf verið okkar kjörorð. Öflugt atvinnulíf er undirstaða trausts velferðarkerfis. Velferðarkerfis sem á að vera fyrir alla óháð efnahag, stöðu og búsetu. Velferðarkerfi þar sem við hlúum að þeim sem minna mega sín. Línurnar í stjórnmálum landsins eru í mínum huga skýrar. Þegar kemur að uppbyggingu heilbrigðis- og félagslega kerfisins eru skýr skil á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Við höfnum einkavæðingu í velferðarmálum. Einkavæðing velferðarkerfisins mun gera það að verkum að útvaldir eiga greiðari aðgang að heilbrigðis- þjónustu. Þeim efnaminni býðst lakari þjónusta. Sumir munu ekki hafa efni á þjónustunni. Það á að vera hluti af samneyslu þjóðarinnar. Þegar Framsóknarflokkurinn skilaði af sér heilbrigðiskerfinu fyrir tveim árum gerði OECD úttekt á því. Niður- staðan var sú að við Íslendingar ætt- um lofsvert heilbrigðiskerfi. Sam- fylkingin var reiðubúin í tíð síðustu ríkisstjórnar að hefja einkavæðingu heilbrigðisþjónustu landsmanna. Kjósendur ættu að hafa það í huga þegar gengið verður til kosninga þann 25. apríl n.k. Öll börn eiga líka að eiga kost á menntun burtséð frá efnahag foreldra þeirra. Menntun er grunnurinn að framtíð þjóðarinnar. Skýr munur á okkur og öðrum flokkum Það er einnig skýr munur á stefnu Framsóknar og Sjálfstæðismanna í atvinnumálum. Við viljum skapa ramma utan um atvinnulífið, aðstæður þar sem komið verður í veg fyrir ein- okun og hringamyndanir. Við höfum alltaf barist fyrir eflingu Samkeppnis- eftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins. Fámenn þjóð þolir ekki einokun. Við höfum líka bent á það að gildi eins og samvinna verða að komast aftur upp á yfirborðið. Samvinnuhugsjónina verð- ur að endurvekja því að hún er lang- sterkasta leiðin til snúa óheillaþróun í hinum dreifðari byggðum við þar sem virk samkeppni þrífst ekki. Um leið er skýr munur á stefnu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í atvinnumálum. Við tölum um raunhæfar lausnir. Við viljum sem minnst afskipti ríkisvaldsins af fyrir- tækjum. Við viljum styðja heimamenn í viðleitni þeirra til að byggja upp at- vinnustarfssemi á þeirra heimasvæði. Við höfnum forræðishyggju vinstri manna. Segum ekki eitt og meinum annað Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur sem byggir stefnu sína á hug- sjónum og gildum. Við breytum ekki um stefnu þótt á móti blási. Við segjum ekki eitt en meinum annað. Við tölum ekki upp í eyrað á fólki og höldum fram mismunandi stefnu eftir því hvar við erum staddir heldur þorum að taka erfiðar ákvarðanir og standa og falla með þeim. Áttum okkur á því að framtíð landsins fellst í því að við höfum full yfirráð yfir auðlindum landsins. Við viljum taka ákvarðanir um okkar málefni sjálf. Í því liggur munurinn á Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Framsóknarflokkurinn er skýr val- kostur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum lagt fram raunhæfar tillögur í efnahagsmálum og viljum að þjóðin viti fyrir hvað við stöndum. Það hafa aðrir flokkar ekki gert. Höskuldur Þórhallsson skrifar Ný hugsun – ný framsókn Höskuldur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi 1. SÆTI Í SUÐURKJÖRDÆMI Sigurður Ingi Jóhannsson dýralæknir Án Framsóknarflokksins dýpkar kreppan Á flokksþinginu í janúar fæddist von hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, um að stefna flokksins gæti leitt þjóðina út úr þrengingunum. Hvers vegna fórstu að starfa í pólitík? Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á þjóðmálum og sögu. Á uppvaxtarheimili mínu og í fjölskyld- unni var mjög eðlilegt að ræða um stjórnmál. Móðir mín og afi höfðu bæði setið í sveitarstjórn. Reyndar var ég fyrst kosinn persónukosningu í sveitarstjórn, þ.e. án þess að bjóða mig fram en þar hef ég setið í 15 ár nú í vor. Ástæða þess að ég er nú í framboði til Alþingis er að í vetur fór um mig eins og marga aðra. Ég hafði misst alla von um að stjórnmálamenn gætu leitt þjóð okkar út úr vandanum. Á flokksþingi okkar framsóknar- manna gerðist hins vegar eitthvað. Hjá mér sem og mörgum öðrum fæddist von. Von um að við gætum unnið þjóðinni gagn með stefnu Framsóknarflokksins að leiðarljósi. Ég vildi bjóða fram krafta mína og reynslu – og hér er ég kom- inn. Hverjar eru helstu pólitísku hugsjónir þínar? Jafnræði þegnanna og réttlátt samfélag. Ég treysti á blandað hagkerfi þar sem kraftur einstaklinga fær að blómstra í samvinnu við bæði félög og opinbera aðila. Hver eru stærstu einstöku mál komandi kosninga? Stærsta einstaka mál þessara kosninga er tillaga Framsóknar um 20% leiðréttingu lána heimila og minni fyrirtækja. Endurreisn heimila og fyrirtækja ásamt uppbyggingu atvinnulífsins sem byggja á 18 liða tillögum Framsóknar eru þau mál sem þjóðin þarfnast. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur lagt fram heildstæðar tillögur um það hvernig við snúum kreppunni við. Án Framsóknarflokksins og framsækinna hugmynda hans óttast ég að kreppan dýpki og við lendum í vítahring atvinnu leysis og gjald- þrota heimila og fyrirtækja. Hvers vegna ætti fólk að kjósa Framsókn en ekki einhvern annan flokk? Framsóknarflokkurinn er öfgalaus, frjálslyndur félagshyggjuflokkur, miðjuflokkur sem nær með skynsemisstefnu að draga vinstri og hægri inn á miðjuna. Framsókn hefur sett fram tillögur sem fela í sér skynsamar en róttækar aðgerðir til þess að endurreisa efnahag þjóðarinnar. X við B er einfaldlega besta leiðin til að tryggja jafnræði og réttlæti. Hver eru helstu áhugamál þín, utan stjórnmála? Þau eru fjölmörg, en tímaleysi setur þeim tak- mörk. Hestamennska ekki síst ferðalög á sumrin til fjalla, íþróttir, tónlist, kórastarf, sagan og margt fleira. Auk þess samvera með stór- fjölskyldunni og vinum. Hvernig verð þú frítímanum? Veit varla hvað frítími er. En reyni að slaka á með fjölskyldunni eða með þátttöku í einhverju þeirra áhugamála minna sem ég nefndi fyrr. SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON varð 47 ára í vikunni. Hann er dýralæknir að mennt og hefur unnið sem slíkur á Suðurlandi í tæp 20 ár. Hann er auk þess oddviti Hrunamannahrepps. Sigurður Ingi er stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni og lauk námi frá Konunglega dýralæknis- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL) 1989. Sigurður Ingi er í sambúð með Elsu Ingjaldsdóttur og eiga þau 5 börn og dótturson að auki. Sigurður Ingi er sonur Jóhanns H. Pálssonar bónda í Dalbæ og Hróðnýjar Sigurðardóttur. SVIPMYND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.