Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 30
Siv Fiðleifsdóttir
1. sæti - Suðvesturkjördæmi
Vigdís Hauksdóttir
1. sæti Reykjavík suður
Sigurður Ingi Jóhannsson
1. sæti - Suðurkjördæmi
Gunnar Bragi Sveinsson
1. sæti - Norðvesturkjördæmi
Birkir Jón Jónsson
1. sæti - Norðaustur-
kjördæmi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
1. sæti Reykjavík norður
Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem
hefur sýnt raunverulegt frumkvæði og orðið
við kröfum kjósenda um endurnýjun. Með
kosningu nýs formanns, nýrrar forystu og mikilli
endurnýjun á framboðslistum hefur Framsókn
svarað kalli almennings eftir raunverulegum
breytingum.
Framsókn tók líka frumkvæði í því að skipta
út fyrrverandi ríkisstjórn með því að styðja við
minnihlutaríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna. Tilgangur þess var að brjóta upp
doða aðgerðarleysis svo koma mætti í veg fyrir
frekara efnahagshrun, aukningu atvinnuleysis
og gjaldþrotahrinu heimila og fyrirtækja.
Kosningarnar 25. apríl eru viðbrögð Framsóknar
við áköfum og sanngjörnum kröfum þjóðarinnar
um að fá að stokka spilin upp á nýtt.
Framsókn er eini flokkurinn sem hefur sýnt
frumkvæði í að koma með raunverulegar lausnir
sem geta tekið á þeim gríðarlega vanda sem
íslenskt efnahagslíf og íslenskar fjölskyldur
standa nú frammi fyrir. Með 20% leiðréttingu
skulda er strax gripið til aðgerða og blaðinu
snúið við.
Á laugardaginn færð þú tækifæri til að taka
frumkvæði í þínar hendur og velja breytingar.
Framsóknarflokkurinn býður skýran valkost
– almennar lausnir sem virka og byggja á þeirri
einföldu hugmyndafræði að með því að veita
Íslendingum sjálfum svigrúm til að vinna sig
út úr vandanum, með dugnaði og atorkusemi,
verði þjóðinni best borgið.
• Leiðréttum skuldir heimilanna
• Stöðvum efnahagshrunið
• Endurreisum efnahagslífið
• Byggjum upp fjölbreytt
atvinnulíf
• Bjóðum sumarannir
fyrir námsmenn
• Tryggjum öflugt velferðarkerfi
• Semjum nýja stjórnarskrá sem
undirstöðu fyrir nýtt Ísland
FRUM
KVÆÐI
FYRIR
OKKUR
ÖLL
FRAMSÓKN