Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 42
26 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is 9. HVER VINNUR! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS ESL C2V Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. JASON STATHAM ER MÆTTUR AFTUR Í HLUTVERKI HINS ÓDREPANLEGA CHEV CHELIOS 22.04.09 > Stjarnan og Fram geta komist í úrslit Úrslitakeppni N1-deildar kvenna heldur áfram í kvöld þegar leikir tvö í undan- úrslitunum fara fram. Í Framhúsinu taka Framstúlkur á móti Haukum en á Hlíðarenda fær Valur lið Stjörnunnar í heimsókn. Fram og Stjarnan unnu fyrstu leikina í rimmunum og geta því með sigri í kvöld bókað sig í úrslitin. Að öðrum kosti verður spilaður oddaleikur á föstudaginn. Leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. N1-deild karla: Fram-Haukar 23-26 (12-8) Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 8 (9), Rúnar Kárason 5/3 (14/4), Stefán Baldvin Stefánsson 3 (4), Andri Berg Haraldsson 3 (9), Jóhann Gunnar Einarsson 2 (7), Guðmundur Hermannsson 1 (1), Guðjón Finnur Drengsson 1 (5), Brjánn Guðni Bjarnason (1), Magnús Stefánsson (2) Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20/1 (46/5 43,8%) Hraðaupphlaup: 4 (Stefán 3, Haraldur) Fiskuð víti: 4 (Brjánn 2, Magnús 2) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 8/2 (12/2), Freyr Brynjarsson 5 (6), Andri Stefan 4 (11), Kári Kristján Kristjánsson 3 (6), Elías Már Halldórsson 3 (7), Sigurbergur Sveinsson 2/2 (10/3), Einar Örn Jónsson 1 (2/1), Arnar Pétursson (1) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 24/1 (47/4 51,1%) Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 4, Andri, Elías, Einar) Fiskuð víti: 6 (Andri 2, Einar 2, Kári 2) Utan vallar: 8 mínútur Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, leystu erfitt verkefni vel af hendi og höfðu góð tök á leiknum. HK-Valur 29-24 (14-11) Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 10/4 (13/4), Ragnar Hjaltested 7/1 (9/1), Ólafur Bjarki Ragn- arsson 5 (13), Einar Ingi Hrafnsson 4 (5), Már Þórarinsson 1 (4), Gunnar Steinn Jónsson 1 (5), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21/5 (45/8) 47%. Hraðaupphl.. 5 (Ragnar 3, Már, Valdimar). Fiskuð víti: 6 (Ólafur 2, Einar, Valdimar, Ragnar). Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 6/1 (11/2), Hjalti Pálmason 4 (6), Ingvar Árnason 4 (6), Arnór Gunnarsson 3 (7/2), Heimir Örn Árnason 3/2 (8/3), Sigurður Eggertsson 2 (4), Sigfús Páll Sigfússon 1 (2), Fannar Friðgeirsson 1 (8/1). Varin skot: Pálmar Pétursson 6 (19/1) 32%, Ólafur Gíslason 3 (19/4) 16%. Hraðaupphl.: 6 (Ingvar 2, Sigurður, Fannar, Elvar, Arnór). Fiskuð víti: 8 (Fannar 3, Elvar 3, Heimir, Ingvar.) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, frábærir. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að handboltahreyfingin sé ósátt við RÚV þessa dagana. RÚV hefur svikið gerða samninga við HSÍ varðandi sjónvarpsútsendingar frá íslenskum hand- bolta síðustu tvö ár og sýnir ekkert frá undanúrslitunum í ár. Mörgum fannst þó steininn taka úr í gær þegar staðfest var að vináttulandsleikur Íslands og Hollands í kvenna- knattspyrnu yrði sýndur í beinni útsendingu næsta laugar- dag, á sjálfan kosningadaginn. „Við vorum beðnir um að vera ekki með neina leiki á þessum degi þar sem þeir sögðust ekki geta sinnt okkur. Við gerðum það og því er þetta frekar einkenni- legt. Það kom okkur líka á óvart að sjá RÚV sýna frá annarri íþrótt síðasta laugardag,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og mátti heyra að hann var allt annað en sáttur við gang mála. „Hvað á maður annars að segja um þetta mál? Allur ferilinn í kringum þetta mál hefur verið harmleikur og þá sérstaklega er varðar undanúrslitin.“ Einar segir samstarfið við RÚV hafa gengið vel fyrir áramót. „Síðan kom hrunið og þá vildu þeir fá að róa þetta aðeins. Meiningin var samt að sýna frá undanúrslitunum og úrslitunum,“ sagði Einar en RÚV hefur borið því við að geta ekki sýnt frá leikjum sökum útsendinga tengdra væntanlegum kosningum. Vanda- málið er þó alls ekki nýtt af nálinni. „Engin af þeim útsendingarplönum sem við lögðum upp með fyrir veturinn hafa staðist. Það voru einnig vanefndir á ákveðnum tímapunkti í fyrra en það má segja að það hafi verið lagað,“ sagði Einar en hvernig verður framhaldinu háttað? Mun HSÍ semja áfram við RÚV um útsendingarrétt á efninu? „Ég hef ekki umboð til að taka neinar slíkar ákvarðan- ir. Það kemur ný stjórn hjá HSÍ í vikunni og það er verkefni þeirra stjórnar að tækla það mál,“ sagði Einar. HSÍ hefur brugðist við með því að senda úrslitakeppni karla beint út á netinu og hefur það mælst vel fyrir. ÓÁNÆGJA HJÁ HANDBOLTAFÓLKI: RÚV SÝNIR KNATTSPYRNULEIK ÞEGAR EKKI ÁTTI AÐ VERA HÆGT AÐ SENDA ÚT Engin útsendingarplön vetrarins hafa staðist HANDBOLTI HK þarf að verða fyrsta liðið í vetur til að vinna Val í Voda- fonehöllinni ætli liðið sér í úrslit Íslandsmótsins. Það varð ljóst í gær þegar HK knúði fram oddaleik með öruggum sigri á Val, 29-24, fyrir framan troðfullt hús af áhorfend- um í Digranesi. HK var sterkara liðið nær allan leikinn en grunninn að sigrinum lagði hinn ungi markvörður HK, Björn Ingi Friðþjófsson, en strák- urinn fór gjörsamlega á kostum í leiknum. Varði yfir 20 skot og þar af heil 5 víti. „Þetta var líklega minn besti leikur í meistaraflokki,“ sagði Björn Ingi brosmildur eftir leik en hver var lykillinn að þessum góða leik hans? „Ég var í prófi í morg- un og ætli það sé ekki einbeiting- in síðan þar. Ég held ég hafi annars gert allt vitlaust í undirbúningnum fyrir leikinn en það er í lagi ef það virkar svona fínt,“ sagði Björn og hló dátt. Það var magnað að sjá strákinn í vítaköstunum en leikmenn Vals virtust hreinlega fara á taugum gegn honum á punktinum. „Ég hafði á tilfinningunni fyrir hvert víti að ég myndi verja. Það var mikið sjálfstraust. Ég ætla að fara með þetta sjálfstraust í Vodafonehöll- ina á föstudag þar sem Valur mun loksins tapa.“ HK réði algjörlega ferðinni í leiknum og leiddi lengstum næsta örugglega. Valsmenn tóku einstaka dauðakippi en þeir voru allt of litl- ir og allt of stuttir. Mest munaði um hjá Val að varnarleikurinn var hreinasta hörmung og markvörðum liðsins var vorkunn að standa fyrir aftan hripleka vörnina. HK-liðið spilaði aftur á móti fant- avörn nánast allan leikinn og Vals- menn vissu á köflum ekki sitt rjúk- andi ráð í sókninni. Þeir gerðu smá áhlaup um miðjan síðari hálfleik en Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var klókur. Tók leikhlé á hárréttum tíma, róaði sitt lið sem tók leikinn aftur í sínar hendur í kjölfarið og kláraði hann. „Varnarleikurinn var mjög lélegur. Í svona úrslitakeppni verður að vera vörn svo menn fái mörk úr hraðaupphlaupum og geti róað sig í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. „HK var einfaldlega betra liðið í þessum leik. Ég held að menn hafi verið of mikið með það á bak við eyrað að við ættum heimaleik eftir ef þetta klúðraðist. Við höfum ekki tapað þar og byrjum ekki á því núna.“ - hbg Valsmenn áttu aldrei möguleika gegn sterku liði HK í Digranesi í gær: Björn Ingi tryggði HK oddaleik STÓRKOSTLEGUR Björn Ingi Friðþjófsson fór hamförum í marki HK í gær og varði meðal annars fimm vítaköst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka eiga enn möguleika á að verja titil sinn eftir frækin, 23-26, sigur á Fram í Safamýri í gær í frábær- um handboltaleik. Það var gríðarlega hart barist í leiknum frá fyrstu mínútu og léku liðin frábærar varnir. Haukar áttu í bullandi vandræðum í sókn- arleiknum gegn mjög sterkri vörn Fram í fyrri hálfleik og skoruðu aðeins 8 mörk en Fram var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12-8. Haukar hófu síðari hálfleikinn af krafti og jöfnuðu metin, 14-14, eftir sjö mínútna leik. Fram hélt þó frumkvæði sínu og voru yfir, 20-18, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá skoruðu Haukar fimm mörk í röð og lögðu grunninn að örugg- um þriggja marka sigri, 23-26, en Fram skoraði tvö síðustu mörk leiksins. „Þetta er uppsafnað. Ég hef ekki getað skotið á markið síðan í febrú- ar og það tóku sig upp gömul skot. Maður er ekki nýr í þessu sporti og veit hvenær það þarf að spýta í lófana. Ef maður rís ekki upp í svona leikjum þá gerir maður það aldrei. Við skulum vona að það verði framhald á þessu en við skulum ekki búast við því,“ sagði glað- beittur Gunnar Berg Viktorsson sem fór á kostum í síðari hálfleik og dró vagninn hjá Haukum með sex mörkum eftir hlé og fjölda stoðsendinga. „Þetta vinnst á markvörslu og varnarleik og í dag vorum við beittari en þeir. Við brotnuðum í síðasta leik þegar þeir komust yfir og nú brotna þeir þegar við komumst yfir, þetta er allt saman í hausnum á mönnum og ef menn halda ekki haus í 60 mínútur þá tapa menn,“ sagði Gunnar Berg. „Það sem fór með þetta var að við hleyptum þeim inn í leikinn strax í byrjun seinni hálfleiks. Þetta lenti þeirra megin í dag og þetta eru jöfn lið. Það verður bar- átta á Ásvöllum í oddaleiknum,“ sagði línumaðurinn Haraldur Þor- varðarson sem átti mjög góðan leik í liði Fram. „Það dreymir alla handbolta- menn um að spila svona leiki og ungu strákarnir hérna hafa ekki upplifað að leika svona leiki áður. Þetta eru frábærir leikir, góð skemmtun og það gefa allir allt í þetta. Frábært að spila fyrir fullu húsi og ótrúlegt að sjónvarpið sýni þetta ekki,“ sagði Haraldur að lokum við Fréttablaðið en þeir sem komast ekki á völlinn geta séð leikinn beint á netinu á HSÍ TV sem verður með báða oddaleikina í beinni útsendingu. - gmi Gunnar Berg sýndi gamla takta Íslandsmeistarar Hauka tryggðu sér oddaleik í rimmunni við Fram í undanúrslitum N1-deildar karla með góðum útisigri á Fram í Safamýri. Leikurinn var afar harður og litlu mátti muna að upp úr syði. FÖGNUÐUR Reynsluboltarnir í liði Hauka, Einar Örn Jónsson og Birkir Ívar Guð- mundsson, sjást hér fagna í Safamýrinni í gær. Haukar unnu frækinn sigur og liðin þurfa að mætast í oddaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.