Fréttablaðið - 21.04.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 21.04.2009, Síða 46
30 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. héldu brott, 6. ólæti, 8. lærir, 9. fuglahljóð, 11. þys, 12. tjón, 14. gróðabrall, 16. skóli, 17. berja, 18. andi, 20. umhverfis, 21. tangi. LÓÐRÉTT 1. borg, 3. belti, 4. æfingu, 5. suss, 7. hæringur, 10. samstæða, 13. eldsneyti, 15. ata, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. fóru, 6. at, 8. les, 9. rop, 11. ys, 12. ógagn, 14. brask, 16. ma, 17. slá, 18. önd, 20. um, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. faró, 3. ól, 4. reynslu, 5. uss, 7. togband, 10. par, 13. gas, 15. káma, 16. möo, 19. dd. Forsetafrú Íslands, Dorrit Mouss- aieff, verður næstu þrjá daga í höf- uðborg arabíska smáríkisins Katar, Doha, þar sem hún situr ráðstefnu með fyrrverandi forsætisráðherra- frú Breta, Cherie Blair, og íþrótta- hetjunni Carl Lewis auk forseta- frúa frá Albaníu, Panama, Póllandi og Hondúras. Dorrit sat þessa ráð- stefnu einnig í fyrra. Cherie Blair er mannréttindalögfræðingur að mennt og hefur barist fyrir aukn- um rétti barna um allan heim. Ráðstefnan fjallar um börn með sérþarfir og stendur í þrjá daga. Þetta er í fjórða skiptið sem ráð- stefna af þessu tagi er haldin en það er eiginkona emírsins, Sheik- ha Mozah bint Nasser al-Missned, sem er verndari hennar. Hátt í 250 manns úr öllum áttum munu sækja þessa ráðstefnu, þar á meðal fólk sem hefur náð langt þrátt fyrir fötl- un sína og fólk sem hefur unnið að því að bæta aðstæður fyrir fötl- uð börn. Í þeim hópi má nefna Bob og Susanne Wright sem hafa unnið mikið frumkvöðla- starf fyrir einhverf börn og Chris Waddell en hann komst í skíðalið fatlaðra hjá Bandaríkjunum aðeins þremur árum eftir að hafa hryggbrotnað. Ítarlega er fjallað um þessa ráðstefnu í Gulf Times, sem kemur út á ensku í Katar. Þar kemur fram að Dorrit hafi um árabil unnið að velferð barna og ungs fólks, sérstaklega þeirra sem eigi við líkamlega fötlun að stríða. Jafnframt kemur fram í blað- inu að forsetafrúin hafi sjálf þurft að glíma við fötlun á unga aldri, hún sé lesblind og hafi því ekki getað gengið í hefðbundinn skóla heldur hafi einkakennarar séð um skólagöngu hennar. - fgg Dorrit situr ráðstefnu með Carl Lewis „Ég sendi þessum manni, Jim Beach, póst fyrir nokkrum árum vegna smá fyrirspurnar og hlýt að hafa endað á einhverri skrá hjá honum,“ segir lagahöfundurinn Hallgrímur Ósk- arsson, sem fékk nokkuð óvæntan glaðning fyrir nokkru. Forsag- an að gjöfinni er nokkuð skond- in en þannig er málum háttað að Jim þessi Beach var umboðsmaður rokksveitarinnar goðsagnakenndu Queen. Beach býr í Sviss um þess- ar mundir ásamt konu og hundi en sá síðarnefndi strauk af heimilinu og týndist. Brugðið var á það ráð að senda öllu nærsveitarfólki póst og lýsa eftir kvikindinu. Ekki vildi betur til en svo að fyrir mannleg mistök var tölvupóstskrá Beach send til allra sem einhvern tímann höfðu óskað liðsinnis hans í gegnum tölvupóst. Og þar á meðal Hallgríms. Meðal þeirra tölvupóstfanga sem þarna leyndust má nefna tölvupóst Elton John, Beyoncé, George Michael, AC/DC og David Bowie. Og að sjálf- sögðu eftirlifandi Queen-meðlima. Ekki amalegur félagsskapur að vera í. Hallgrímur viðurkennir að honum hafi þótt þetta fyndið. Að vera þarna kominn með, á einu bretti, tölvu- póstföng frægustu tónlistarmanna í heimi. Hann segist þó hafa setið á sér og ákveðið að senda þessu fólki ekki póst. Nema Brian May, gítar- leikara Queen. „Enda er hann ann- álaður fyrir að vera öðlingsdreng- ur.“ Ekki stóð heldur á svarinu frá hinum hárprúða May, sem lét sig ekki muna um að skrifa smá lof- ræðu um jarðfræði Íslands ásamt því að biðla til íslenskra stjórn- valda um að láta af hvalveiði- áformum sínum. - fgg Fékk tölvupóstskrá frægra fyrir misskilning KUMPÁNLEGUR Hallgrímur stóðst ekki mátið, skrifaði Brian May og fékk svar samdægurs. Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Forsetafrú Íslendinga er í góðum félagsskap með Cherie Blair og Carl Lewis í Katar um þessar mundir. Hér eru þær á þessari sömu ráðstefnu í fyrra. Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Tölvupóstur með tölvupóstföng þekktustu poppstjarna í heimi rataði óvart í hendur Hallgríms. „Þetta eru gleðitíðindi, auðvitað gleðst maður yfir þessu,“ segir Guðný Halldórsdóttir, kvikmynda- gerðarmaður og dóttir nóbels- skáldsins Halldórs Laxness. Geng- ið hefur verið frá samningi milli erfingja Halldórs og Vöku-Helga- fells um útgáfu verka skáldsins á næstu árum. Samningurinn verð- ur undirritaður á Gljúfrasteini á fimmtudag, fæðingardegi Hall- dórs. Mikil óvissa hefur verið um útgáfu á verkum Halldórs Laxness síðustu misseri. Þegar JPV-útgáfa og útgáfuhluti Eddu sameinuðust árið 2007 í Forlagið varð Vaka- Helgafell hluti af hinu sameinaða fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið setti Forlaginu ýmis skilyrði fyrir sameiningunni og meðal þeirra var að lager og útgáfugögn verka Halldórs Laxness skyldu seld og að útgáfusamningur við erfingja nóbelsskáldsins yrði ekki endur- nýjaður. Ekkert tilboð barst frá útgefendum og síðasta sumar rann útgáfusamningurinn út. Síðan þá hefur gengið hratt á lagerinn af verkum Laxness og margir titlar eru uppseldir. Erfingjar Laxness leituðu til Samkeppniseftirlitsins til að leysa málið og nú hefur sátt náðst milli erfingjanna, Forlagsins og sam- keppnisyfirvalda. „Það var auð- vitað ekkert hægt að stöðva útgáfu á verkunum, maður trúði því ekki að þetta gæti gengið í heilt ár. Þeir sáu að þetta var ekki hægt. Það eru ýmis önnur vandamál sem steðja að okkur en að bókaforlög séu of stór,“ segir Guðný Halldórsdóttir. „Það virðast margir hafa haldið að við værum svo stór en við erum bara 300 þúsund. Samkeppnislög virka bara ekki í öllum tilvikum.“ hdm@frettabladid.is GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR: AUÐVITAÐ GLEÐST MAÐUR YFIR ÞESSU Vaka-Helgafell fær að gefa út verk Halldórs Laxness SAMIÐ UM ÚTGÁFU Á VERKUM HALLDÓRS LAXNESS Systurnar Guðný og Sigríður Halldórsdætur geta glaðst yfir því að samið hefur verið um að Vaka-Helgafell gefi út bækur föður þeirra, nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Samningar náðust um þetta við Samkeppniseftirlitið, sem sett hafði ströng skilyrði þegar Vaka-Helgafell varð hluti af Forlaginu. Óvissa hefur verið um útgáfu á verkum skáldsins síðustu misseri og margir titlar hafa selst upp. Skrifað verður undir útgáfusamninginn á Gljúfrasteini á fimmtudag- inn, á fæðingardegi Halldórs Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL./GVA Það verður hátíð í bæ á morgun þegar árshátíð Félags kvikmynda- gerðarmanna verður haldin á Hótel Loftleiðum. Ekki er neinn kreppubragur á árshátíðinni því þemað er „Hollywood 50‘s Awards Ceremony“ og glæsileg veisluföng verða fram reidd. Meðal þess sem íslenskir bíómógúlar geta gætt sér á er lambalæri, nautaframfille með rósmarín og svörtum pipar og laufsalat með furuhnetum. Aðgangseyrir er sjö þúsund krónur og er vín þá ekki innifalið. Meðal skipuleggjenda er Hannes Frið- bjarnarson hjá Republik og munu skemmtiatriði vera skipulögð af kvik- myndagerðarmönnun- um sjálfum. Þó er búist við að leynigestur eða heiðursgestur láti sjá sig. Íbúar Reykjanesbæjar urðu fyrir áfalli um helgina þegar Idol-söngv- arinn Árni Þór féll úr keppni eftir mikla spennu og dramatík. Alex- andra þurfti einnig að taka pokann sinn en Anna Hlín slapp fyrir horn. Reyknesingar geta þó tekið gleði sína á ný. Þeir eiga enn eftir einn fulltrúa því Guðrún Lísa Einarsdóttir flutti í síðustu viku suður með sjó og hyggst halda merki bæjarfélagsins á lofti. Helgin gekk ekki þrautalaust fyrir Suðurnesjamenn því þeir máttu sjá á eftir Morfís-titlinum í hendurnar á Versló þegar FS tapaði naum- lega. Meðal þeirra sem töluðu fyrir hönd FS var Sigfús Jóhann Árnason en hann á ekki langt að sækja ræðulistina; pabbi hans er Árni Sigfússon bæjarstjóri. Kliður fór um salinn þegar einn Verslingurinn fór miður fögrum orðum um bæjarstjórahjónin í ræðu sinni til að koma höggi á Sigfús, sem lét það lítið á sig fá og hélt sínu striki, allt til enda. - hdm/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Oftast kýs ég nú að lesa í hljóði, en stundum er gott að hafa tjillaða tónlist í gangi. Það er þá til dæmis indversk tónlist með Zakir Hussain og Alla Rakha eða Thievery Corporat- ion: Meistarar „chill-out“-tón- listarinnar. Svo líka Radio Nova, frönsk útvarpsstöð með fönkí og góða tónlist.“ Martin Leifsson háskólanemi VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Til Englands. 2 Þriggja vikna gæsluvarðhald. 3 Frá danska hernum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.