Fréttablaðið - 24.04.2009, Síða 6
6 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
HLUTHAFAFUNDUR
-
Dagskrá:
-
Stjórn Stoða (FL Group hf.)
-
-
EFNAHAGSMÁL Halli var á vöru-
skiptum Japana í mars, sá fyrsti
sem sést hefur þar í landi í 28 ár.
Þrátt fyrir þetta voru vöruskipti
jákvæð um ellefu milljarða jena
í mánuðinum. Það jafngildir 14,6
milljörðum íslenskra króna.
Útflutningur dróst saman um
45,6 prósent og innflutningur um
36,7 prósent frá sama tíma í fyrra.
Þetta er nokkurn veginn í sam-
ræmi við væntingar.
Mest munar um síminnkandi
eftirspurn en áður eftir bílum og
rafmagnstækjum í Bandaríkjun-
um og Evrópu eftir því sem efna-
hagskreppan hefur bitið fastar, að
sögn Reuters-fréttastofunnar. - jab
Dregur úr útflutningi Japana:
Halli á vöru-
skiptum í Japan
STJÓRNMÁL „Þetta er frekar spælandi
þegar maður ætlar að taka þátt í senni-
lega mikilvægustu kosningum lífs síns,“
segir Hrefna Kap Gunnarsdóttir, sem í
gær var vísað frá kjörstað á ræðismanns-
skrifstofu Íslands í Árósum í Danmörku.
„Þegar ég mætti til konsúlsins var
okkur vísað frá vegna þess að kjörseðl-
arnir voru búnir,“ lýsir Hrefna. „Síðan
var því bætt við að það myndi hvort eð er
ekki þýða neitt því seðlarnir myndu ekki
ná heim í tæka tíð. Þó var búið að aug-
lýsa hjá Íslendingafélaginu að þetta væri
síðasti dagurinn til að kjósa þannig að
kjörseðlarnir kæmu heim á réttum tíma.
Og í framhaldinu var okkur samt boðið
að fara niður til Horsens, sem er í sextíu
kílómetra fjarlægð og kjósa þar.“
Að sögn Hrefnu komu fjórir aðrir á
ræðismannsskrifstofuna til að kjósa
þegar hún var þar um tvöleytið í gær
og fengu sömu skilaboð. Sjálf hafi
hún ekki haft tök á að fara til Horsens
enda skammur tími til stefnu auk þess
sem hún hafi verið með þrjú börn með
sér. Þess utan hafi hún heyrt að mikil
vandamál hafi verið með kosninguna í
Horsens. Langar biðraðir hafi myndast
og sumir gefist upp á biðinni. Þannig
að Hrefna Kap Gunnarsdóttir greiðir
ekki atkvæði í alþingiskosningunum og
finnst það súrt í broti: „Það er kannski
í lagi ef tölvukerfi klikkar en að eiga
ekki kjörseðla er eitthvað sem á ekki
að gerast.“
- gar
Ræðismaðurinn í Árósum uppiskroppa með kjörseðla fyrir alþingiskosningarnar:
Fengu ekki að greiða atkvæði
HREFNA KAP GUNN-
ARSSDÓTTIR Býr í Dan-
mörku og er vonsvikin
að geta ekki tekið þátt
kosningunum til Alþingis
heima á Íslandi
STJÓRNMÁL Formenn framboðanna
til Alþingis eru allir bjartsýnir á
gott gengi í komandi kosningum
þrátt fyrir mismunandi útkomu í
könnun Fréttablaðsins á fylgi flokk-
anna á landsvísu.
„Þessi niðurstaða er í samræmi
við það sem ég finn, að fólk vilji að
við verðum leiðandi afl í næstu ríkis-
stjórn,“ segir Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar, sem fær 31,8
prósent og 21 þingmann í könnun
Fréttablaðsins.
Jóhanna segir að túlka megi niður-
stöðuna þannig að stór hluti þjóð-
arinnar telji að Samfylking hafi
lausnir fyrir fyrirtæki og heimili
í landinu. „Við erum með áætlun
um framtíðarlausn út úr þessum
hremmingum. Könnunin sýnir einn-
ig að fólk vill að lausnir nýfrjáls-
hyggjunnar fari til hliðar á næstu
árum og lausnir félagshyggju og
jafnaðarstefnunnar verði settar í
öndvegi,“ segir hún.
Vinstri grænir fá 24,1 prósent í
könnunni og sextán menn á þing.
„Þetta sýnir að það eru verulegar
líkur á áframhaldandi velferðar-
stjórn eftir kosningar. Við erum auð-
vitað ánægð en höldum ró okkar,“
segir Katrín Jakobsdóttir, varafor-
maður VG.
„Ef kosningarnar færu svona
bætum við við okkur tíu prósentu-
stigum frá síðustu kosningum og
værum orðin annar stærsti flokkur-
inn. Það yrðu auðvitað stórtíðindi en
ég spyr bara að leikslokum,“ segir
Katrín.
Óttast stefnu stjórnarflokka
„Auðvitað erum við Sjálfstæðis-
menn ekki ánægðir með hvar við
erum að mælast þessa dagana en
við erum bjartsýnir á að við munum
skila í hús betri tölum heldur kann-
anir undanfarinna daga sýna,“
segir Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, sem könn-
un Fréttablaðsins gefur 21,9 prósent
atkvæða og fimmtán þingmenn.
Bjarni segir hreyfingu vera á
fylginu. „Ég skynja það frá fram-
bjóðendum flokksins um allt land að
fólki finnst það vera að koma betur
og betur í ljós hvað ríkisstjórnar-
flokkarnir eru ósammála um mik-
ilvæg mál sem skipta miklu fyrir
atvinnustigið í landinu og þar með
heimilin,“ segir hann.
„Mér líst náttúrulega vel á að
fylgi Framsóknarflokksins sé að
aukast. Hins vegar hef ég veruleg-
ar áhyggjur því að þetta gefur til
kynna að hér verði hrein vinstri
stjórn eftir kosningar og ég tel að
hún muni fylgja efnahagsstefnu sem
verði landinu mjög hættuleg. Þar af
leiðandi er niðurstaðan hvað þessa
tvo flokka vonbrigði,“ segir Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknarflokksins sem í
könnun Fréttablaðsins fær 11,3 pró-
sent fylgi og sjö alþingismenn.
Sigmundur segir að sér lítist vel
á framhaldið. „Við ákváðum eftir
að ég kom inn að við myndum ekki
hafa of miklar áhyggjur af skoðana-
könnunum heldur halda okkar striki
og segja hlutina eins og við teljum
þá vera þótt það væri ekki alltaf
fallið til vinsælda. Fólk virðist hins
vegar vera að átta sig betur og betur
á skilaboðum okkar.“
Fimmti flokkurinn á þing
„Þetta hljómar rosalega vel í ljósi
þess stutta tíma sem við höfum
haft,“ segir Herbert Sveinbjörns-
son, formaður stjórnar Borgara-
hreyfingarinnar sem fær 7,1 prósent
atkvæða samkvæmt könnuninni og
fjóra menn á Alþingi.
„Það eru átta vikur síðan hreyf-
ingin var stofnuð og það er ótrú-
lega mikið af óeigingjörnu fólki sem
hefur hjálpað okkur. Mér sýnist að
við ætlum að verða fimmti flokkur-
inn á þingi og það held ég að sé hið
besta mál fyrir okkur öll,“ bætir
Herbert við.
„Ég hefði vænst þess að við
mældumst hærra í þessari könnun,
en mín bjargfasta trú er sú að við
fáum meira í kosningunum,“ segir
Guðjón Arnar Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, um fylgis-
könnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir
fá 2,6 prósent í könnuninni og engan
mann á þing.
Guðjón Arnar segist hafa farið
um allt Norðvesturkjördæmi. Af
þeirri reynslu að dæma hafi hann
enga trú á öðru en að flokkurinn nái
inn manni. „Okkar reynsla er sú að
við fáum venjulega 3 til 4 prósent-
um meira í kosningum en könnun-
um. Við vonumst því til þess að bæta
stöðuna,“ segir Guðjón Arnar.
Grátlegt að kjósa ánauð áfram
„Það er grátlegt ef þjóðin ætlar að
vera svo vitlaus að kjósa yfir áfram-
haldandi ánauð spilltra og úreltra
stjórnmálaflokka og mútuþægra
alþingismanna,“ segir Ástþór Magn-
ússon, formaður Lýðræðishreyf-
ingarinnar sem fær 1,2 prósent og
engan mann á þing í könnuninni.
Ástþór segir að á kjördag sé þjóðin
frjáls að kjósa sig úr ánauðinni.
„Ef þjóðin hefði vit á því að kjósa
Lýðræðishreyfinguna á þing væri
þjóðin sjálf að fá áhrif á Alþingi.
Þingmenn Lýðræðishreyfingarinn-
ar munu ganga í takt við rafrænt
almannaþing þar sem þjóðin sjálf
hefur orðið og valdið,“ segir Ástþór
Magnússon. gar@frettabladid.is /
kjartan@frettabladid.is
Formenn bjartsýnir
fyrir kosningarnar
Þótt gengi framboðanna til Alþingis sé misgott í könnun Fréttablaðsins eiga
formenn þeirra sameiginlegt að vera bjartsýnir fyrir kosningarnar á morgun.
Ættu frambjóðendur að upplýsa
fyrir kosningar um þau fjár-
framlög sem þeir hafa fengið
frá fyrirtækjum?
Já 87,3%
Nei 12,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Fékkst þú sumargjöf?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
2009
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
SIGMUNDUR D.
GUNNLAUGSSON
HERBERT
SVEINBJÖRNSSON
BJARNI
BENEDIKTSSON
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
GUÐJÓN A.
KRISTJÁNSSON
ÁSTÞÓR
MAGNÚSSON
SUÐUR-AFRÍKA Nánast öruggt var
talið að Afríska þjóðarráðið færi
með sigur af hólmi í þingkosning-
um í Suður-Afríku þegar Frétta-
blaðið fór í prentun í gær.
Búist var við
lokaniðurstöð-
um talningar
seint í gærnótt
eða í dag. Þegar
um áttatíu pró-
sentatkvæða
höfðu verið
talin hafði Afr-
íska þjóðarráð-
ið um 64 pró-
sent fylgi.
Jacob Zuma, leiðtoga ráðsins,
var fagnað vel af stuðningsmönn-
um sínum þegar hann kom opin-
berlega fram í Jóhannesarborg í
gær. Allt stefndi þá í að hann yrði
næsti forseti landsins. - kg
Kosningar í Suður-Afríku:
Zuma verður
næsti forseti
JACOB ZUMA
STJÓRNMÁL „Við höfum ekki
lagst gegn málinu,“ segir Katr-
ín Jakobsdóttir, mennatmálaráð-
herra og varaformaður Vinstri
grænna um afstöðu flokksins
til olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Flokkssystir Katrínar, Kolbrún
Halldórsdóttir umhverfisráð-
herra, sagðist á Stöð 2 í fyrra-
kvöld telja olíuvinnslu í andstöðu
við stefnu VG. Seinna það kvöld
kvaðst Kolbrún hafa „lýst efa-
semdum“ með fyrirhugaða úthlut-
un leyfa til olíuleitar. „Kolbrún er
að minna á hagsmuni umhverfis-
ins og það er eðlilegt að umhverf-
isráðherra geri það,“ segir Katr-
ín sem aðspurð telur ekki að VG
muni leggjast gegn málinu síðar.
„Ég lít ekki svo á að en það verð-
ur auðvitað að vera í samræmi við
okkar umhverfisskuldbindingar.“
- gar
Varaformaður Vinstri grænna:
Leggjast ekki
gegn olíumáli
„Reynslan hefur verið sú að þær
fylgiskannanir sem gerðar eru síðustu
daga fyrir kosningar gefa oftast nær
góða mynd af kosningaúrslitun-
um. Stærstu tíðindin eru að vinstri
flokkarnir virðast ætla að fá öruggan
meirihluta, sem hefur aldrei gerst
áður. Hingað til hafa þeir mest fengið
45 prósenta fylgi árið 1978,“ segir
Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræð-
ingur.
Að sögn Einars ætti fylgi Borgara-
hreyfingarinnar, sem fær 7,1 prósents
fylgi og fjóra menn á þing í könnun-
inni, ekki að koma á óvart. „Fjórflokk-
urinn hefur verið við lýði síðan 1930.
Nánast alltaf færist óánægjufylgi
yfir á einhvern fimmta flokk, sem
hefur verið Frjálslyndi flokkurinn
undanfarið. Frjálslyndir glíma nú við
innanmein á meðan fylgi Borgara-
hreyfingarinnar vex eftir því sem
kjósendur gera sér grein fyrir því að
hún á möguleika á góðum árangri.“
Einar segir allt líta út fyrir að
könnunin staðfesti algjört hrun Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar. „Þrátt
fyrir að hafa verið utan stjórnar síðan
2007 er Framsókn ekki að ná sér á
strik og virðist ætla að fá svipað fylgi
GEFA OFT GÓÐA MYND AF ÚRSLITUM
KJÖRKASSINN