Fréttablaðið - 24.04.2009, Side 8
8 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Hjólafestingar
Leyfum börnunum að leika sér
Hjá Keili er frábær aðstaða fyrir barnafólk, jafnt í leikskólanum sem sameiginlegri aðstöðu
fyrir íþróttir, leiki og afmælisveislur. Sjón er sögu ríkari! Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T
Opinn dagur hjá Keili, laugardaginn 25. apríl kl. 12-17
REYKJAVÍK Fulltrúar meirihluta
borgarstjórnar áréttuðu að
þeir hefðu ekki fallið frá stefnu
sinni um að rannsóknir vegna
Bitruvirkjunar fari fram. Það
sé stjórnar Orkuveitunnar að
ákveða hvenær þær hefjist þegar
aðstæður leyfa og þörf er á.
Tilefnið var fyrirspurn Ólafs F.
Magnússonar, en hann hefur lagt
til að fallið verði frá áformum um
virkjunina. Í bókun vegna svars
meirihlutans segir Ólafur svar-
ið vera útúrsnúning. Ljóst sé að
engar forsendur séu fyrir því að
halda áfram með Bitruvirkjun.
Þess vegna sé ekkert að vanbún-
aði að slá virkjunina af. - kóp
Óbreytt afstaða meirihluta:
Bitruvirkjun
enn á dagskrá
Kvartað undan vélhjólum
Nokkuð hefur verið kvartað til lögregla
upp á síðkastið undan vélhjólamönnum
sem koma reglulega saman við Ing-
ólfstorg. Þaðan berist oft mikill hávaði
þegar vélhjólafólkið þenur hjól sín. Lög-
regla segir að þarna sé um fámennan
hóp að ræða sem skemmi fyrir hinum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Þúsund metra hola í Vík
Íslenskar orkurannsóknir telja að við
leit á heitu vatni fyrir Vík í Mýrdal
megi vænta árangurs af skáborun
undir Hrafnatindabrekkum sem skera
myndi sprungukerfi á um eða yfir
1000 m dýpi. Sveitarstjórnin ætlar
að láta vinna kostnaðaráætlun og
hagkvæmniútreikninga.
MÝRDALSHREPPUR
Kýldi bæjarstarfsmann
Hafnfirðingur á fimmtugsaldri hefur
verið ákærður fyrir brot gegn vald-
stjórninni. Hann er sakaður um að
hafa kýlt starfsmann Fasteignafélags
Hafnarfjarðar í höfuðstöðvum þess
„þannig að blæddi úr vinstra munn-
viki hans,“ að því er segir í ákæru.
DÓMSTÓLAR
1. Hvaða eldsneyti notar
bóndinn í Efra-Seli við Flúðir á
traktorinn sinn?
2. Hver er nýkjörinn formaður
Blaðamannafélags Íslands?
3. Hvað heitir handboltaliðið
sem Alfreð Gíslason þjálfar og
er Þýskalandsmeistari?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
EFNAHAGSMÁL Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, og
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
gagnrýna að þeir og almenningur
hafi ekki fengið að sjá upplýsingar
um verðmat þeirra eigna sem flutt-
ar voru úr þrotabúum gömlu bank-
anna til að mynda efnahag þeirra
nýju. Sigmundur segir að upplýsing-
um um raunverulegt ástand mála í
þjóðfélaginu sé haldið frá almenn-
ingi.
Endurskoðunarfyrirtækið
Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati
á bönkunum þremur fyrir viku. Í
tilkynningu Fjármálaeftirlitsins
segir að í skýrslunni sé of mikið af
verðmyndandi upplýsingum til að
hægt sé að birta hana opinberlega
að sinni.
Til stendur að kynna skýrsluna
fulltrúum bankanna, skilanefnd-
um gömlu bankanna, kröfuhöfum
og öðrum samningsaðilum. Að því
loknu verður haldinn fundur sem
opinn verður breiðari hópi kröfu-
hafa. Upphaflega stóð til að upplýs-
ingarnar lægju fyrir opinberlega
um miðjan apríl.
Sigmundur Davíð segir undar-
legt að það hafi ekki staðist. „Rík-
isstjórnin virðist ekki ætla sér að
upplýsa þjóðina um raunverulegt
ástand efnahagsmála fyrir kosning-
ar,“ segir hann. „Þetta er nátengt
því.“ Hann segir að þótt í skýrsl-
unni séu eflaust verðmyndandi
upplýsingar mætti birta almenn-
ingi heildarniðurstöðuna án þess
að greina frá einstökum lánum eða
mati á tilteknum fyrirtækjum.
„Það eru aðalupplýsingarnar.
Þær segja okkur hvernig menn
meta ástandið hérna næstu mán-
uðina vegna þess að það gefur til
kynna hversu mikið menn gera ráð
fyrir að tapist. Ef það er áætlað að
helmingur útlána sem flutt eru frá
gömlu bönkunum yfir í þá nýju tap-
ist, þá er það til marks um að menn
horfi hér fram á algjört efnahags-
hrun,“ segir Sigmundur.
Bjarni segist hafa skilning á
því að í skýrslunni séu viðkvæm-
ar upplýsingar. „En það er ljóst að
það hefur ekki verið staðið við það
gagnsæi í þessu máli sem að var
stefnt,“ segir hann. Mjög ríði á að
ljúka verðmati á bönkunum og end-
urfjármögnun þeirra í kjölfarið.
Hann segir vonbrigði að ríkis-
stjórnin hafi ekki deilt með þing-
inu þeim upplýsingum sem hún bjó
yfir um málið. „Því það eru vís-
bendingar um að þetta verði eitt
lakasta eignasafn sem menn hafa
séð hjá vestrænu ríki í áratugi,“
segir hann.
Ekki náðist í Gylfa Magnússon
viðskiptaráðherra.
stigur@frettabladid.is
Gagnrýna leynd um
verðmat bankaeigna
Formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gagnrýna að ekki hafi verið greint
frá verðmati á eignum bankanna. Bráðabirgðamat hefur legið fyrir í viku.
Horfum fram á algjört hrun sé niðurstaðan slæm, segir formaður Framsóknar.Eldsvoði í fornri höll
Slökkvilið Salzburg í Austurríki barðist
á mánudagskvöld við eldsvoða í
Arenberg-kastala, sem upprunalega
var reistur á fjórtándu öld. Höllin sem
nú stendur á kastalagrunninum var
reist eftir að gamli kastalinn brann
árið 1814. Hún hýsir nú Bandarísk-
austurrísku stofnunina.
AUSTURRÍKI
FORMENNIRNIR
Bjarni Benedikts-
son og Sigmundur
Davíð Gunnlaugs-
son gagnrýna að
upplýsingum um
verðmat á eignum
úr gömlum bönkun-
um hafi verið haldið
leyndum.
STJÓRNMÁL Illugi Gunnarsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, vill
hvorki játa né neita því að hann
hafi fengið háa styrki frá FL-Group
og Baugi. Hann segir vel koma til
greina að setja reglur um að upp-
lýsingar verði gefnar um styrki, en
í þeim efnum verði eitt yfir alla að
ganga.
„Um þessar reglur giltu ákveðn-
ar reglur á sínum tíma og það mun
aldrei ganga að hægt sé að benda á
ákveðna einstaklinga og segja: þú
átt að birta þitt. Ef menn ætla sér
að gera þetta öðruvísi en lagt var
upp með verður það að gilda fyrir
alla og allir að taka þátt í því.
Menn mega ekki gleyma því að
til þess var ætlast og þannig á það
að vera að það séu bæði fyrirtæki
og einstaklingar sem styðja stjórn-
málaflokka og þá sem eru í próf-
kjörum þannig að það er í sjálfu sér
ekkert óeðlilegt við það. Aðalatrið-
ið er að það verður jafnt yfir alla að
ganga og ekki bara þá síðasta próf-
kjör. Ég mundi miða við árið 2001 og
þá náum við borgarstjórnarkosning-
um inn og svo þarf að skoða önnur
kjördæmi.“
Illugi segir þörf á að ræða brýnni
mál. „Hvernig á að endurreisa
íslenskt atvinnulíf og koma ríkis-
sjóðnum á réttan kjöl? Hvort skattar
eigi að fara upp eða niður og hvort
menn hafi staðið sig vel í að ná vöxt-
um niður. Þetta eru stóru málin sem
við eigum að taka afstöðu til á laug-
ardag.“ - kóp
Illugi segir menn allt of upptekna af styrkumræðu í stað málefna:
Upplýsir ekki um styrki sína
Í KOSNINGABARÁTTU Illugi grillaði pylsur
ofan í gesti í Laugardalnum í gær. Hann
mun ekki upplýsa um styrki til sín nema
settar verði almennar reglur sem gangi
yfir alla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
VEISTU SVARIÐ?