Fréttablaðið - 24.04.2009, Side 25
24. apríl föstudagur 5
ULÖGÐ
sem þær koma til með að gera,“
bætir hún við en viðurkennir að
upptökuliðið og meðlimir Agent
Fresco viti hvað muni fara fram í
tökunum. „Ég fæ svona stressköst
þegar ég er að skipuleggja svona
verkefni, þá yfirleitt yfir veðrinu,
því það eru of margir bókaðir til að
hægt sé að fresta því,“ segir Kitty
sem gerði einnig myndband við
lag Emilíönu Torrini, Heard it all
before. „Ég man að ég var grátandi
daginn áður af stressi því ég var
með átján stelpur klæddar sem
spandex-hafmeyjur í sundlaug, en
það gekk allt upp að lokum.“
FYRSTA BARNIÐ Á LEIÐINNI
Kitty situr ekki auðum höndum
því hún er í fullu starfi sem fram-
leiðandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu
CCP og á von á sínu fyrsta barni
með söngvaranum Daníel Ágústi
Haraldssyni í byrjun september.
„Við Daníel Ágúst kynntumst
fyrst í gegnum sameiginlega vini
um það leyti sem ég flutti. Hann
var þá kvæntur og ég í sambandi,
en okkar samband fór ekki að
þróast fyrr en ég hafði búið hér
í rúmt ár. Við erum mjög ólík því
ég er alveg brjálæðislega skipu-
lögð en hann er meiri listamanns-
týpa sem tekur hlutunum eins og
þeir koma, en við náum mjög vel
saman,“ útskýrir Kitty, en segir
engin brúðkaupsplön vera í spil-
unum. Spurð um meðgönguna
segir hún hana hafa verið erfiða
til að byrja með. „Ég var mjög veik
fyrstu vikurnar. Ég virðist samt
vera komin yfir það núna, en er
orðin léttari en ég var áður en ég
varð ólétt. Ég hef mesta löngun til
að borða chili og lime. Mér finnst
gott að borða hreinlega heilt lime
og hef líka verið dugleg að búa
til tom yum-súpu sem er mjög
frískandi,“ segir Kitty. „Annars er
ég ekki komin yfir hræðsluna við
að fæða, ég er skíthrædd við það,“
bætir hún við og brosir.
Út frá barneignum berst talið
að tungumálinu, en Kitty skilur
íslensku þó nokkuð vel þótt hún
tali aðallega ensku. „Ég tala ís-
lensku við tveggja ára börn, leigu-
bílstjóra og búðarfólk, en við vini
mína tala ég yfirleitt ensku. Það
er fáránlega auðvelt fyrir útlend-
inga að tala ensku hér á landi svo
maður þarf að vera mjög einbeitt-
ur til að læra tungumálið og tala
það því oft er manni ítrekað svar-
að á ensku. Fólk kann samt að
meta þegar ég tala íslensku og ég
ætla að vinna meira í tungumál-
inu því ég vil ekki að barnið mitt
komi til með að rífast við mig á
íslensku án þess að ég skilji það,“
segir Kitty og brosir.
Aðspurð segist hún vilja búa
hér á landi á komandi árum. „Ég
vil ala barnið mitt upp á Íslandi,
en myndi gjarnan vilja eyða ári í
Bretlandi áður en barnið byrjar í
skóla, aðallega til að vera í kring-
um fjölskylduna mína í Devon, þar
sem ég er fædd og uppalin.“
HVAR ER BEST AÐ FÁ SÉR MORG-
UNMAT? Egg og beikon hjá Halli
hér heima á Melfa Lane er tvímæla-
laust besti morgunmaturinn í borg-
inni. Þá er líka gott að fá sér morg-
unmat á Mix sem er lítið bakarí
hérna rétt hjá, brauðið og kökurnar
þar eru afar ljúffengar og renna vel
niður með góðu kaffi.
FÍNT ÚT AÐ BORÐA? Vancouver
er fjölmenningarleg borg og býður
í samræmi við það upp á fjölbreyti-
leika þegar kemur að veitingastöð-
um. Við erum nýbúin að uppgötva
Montri’s á Broadway sem býður upp
á ótrúlega góðan taílenskan mat
og eðal þjónustu. Svo er „allt sem
þú getur í þig látið“ sushi-staðurinn
Shabusen á Granville Street í miklu
uppáhaldi hjá þeim sem elska sushi
í fjölskyldunni.
UPPÁHALDSVERSLUNIN? Gran-
ville Island er uppáhaldsverslunar-
staðurinn í borginni. Um er að ræða
lítið fyrrum iðnaðarhverfi í miðri
borginni sem breytt hefur verið í
verslunar- og listahverfi. Granville Is-
land Public Market er í miklu uppá-
haldi, sem og allar litlu sérverslan-
irnar sem eru á eyjunni. Auk þess
eru hverfisbókabúðirnar okkar í
miklu uppáhaldi, Book War-
ehouse og UBC háskóla-
bókabúðin, þar höfum
við fjölskyldan eytt ófáum
stundunum auk þess að
hafa borið heim „nokkra“
góða bókatitla.
BEST VIÐ BORGINA? Fjöl-
breytileikinn og nálægð-
in við náttúruna eru helstu
kostir Vancouver.
Stór græn svæði
einkenna borg-
arlandslagið,
sem þó hefur verið vandlega kort-
lagt með ógrynni af göngustígum til
þess að borgarbúar geti sem best
notið útiverunnar. Það er yndislegt
að hafa strendurnar inni í borginni á
sumrin og svo skíðasvæðin þrjú við
borgarmörkin á veturna.
BEST AÐ VERJA DEGINUM? Það er
langbest að verja deginum á snjó-
bretti í vetrarparadísinni Whistler yfir
vetrarmánuðina. Á sumrin er frábært
að ganga The Seawall meðfram
Stanley Park eða bara sleikja sólina
í sandinum á Spanish Banks eða á
klettunum í Lighthouse Park.
SKEMMTILEGAST AÐ VERJA
KVÖLDINU? Það er skemmtileg-
ast að verja kvöldinu í Vancouver á
góðum tónleikum. Vegna stærðar-
innar og nálægðarinnar við Seatt-
le koma mörg góð bönd og spila í
borginni. Við höfum reynt að vera
dugleg hjónin við að skella okkur á
tónleika og náð nokkrum afbragðs-
góðum.
BEST GEYMDA LEYNDARMÁL-
IÐ? Wreck Beach er tvímælalaust
best geymda leyndarmál borgarinn-
ar. Ströndin, sem er hverfisströnd
okkar sem búum á University of
British Columbia-háskólasvæð-
inu, er ótrúlega falleg. Alls
þarf að arka 436 tröpp-
ur til að komast niður
á ströndina en útsýn-
ið út á flóann er himn-
eskt. Staðsetning Wreck
Beach gerir það að verk-
um að ströndin er líkt og
vin í borginni, ys og þys er
víðs fjarri og hvergi sést í
borgarbygging-
arnar.
VANCOUVER
Andrea Hjálmsdóttir nemi
BORGIN
mín
Haltu húðinni mjúkri með saltskrúbbi frá Sea of
Spa úr Pier. Það inniheldur olíur, vítamín og salt
úr Dauðahafinu sem fjarlægir dauðar húðfrum-
ur. Skrúbbið skal nota á þurra húðina áður en
farið er í sturtu. Nuddið vel áður en það er skol-
að af og finnið hvað húðin verður fersk, með
mildum ilmi af mintu og sítrónugrasi. Til að full-
komna dekrið er tilvalið að bera Sea of Spa body
butter á líkamann eftir sturtuna. Mangó og ást-
araldin gefa ómótstæðilegan ilm og húðin verð-
ur silkimjúk.
Dekrað við líkamann
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
EYRARVEGI 21 SELFOSSI - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK
FRÁBÆR TILBOÐ
TILBOÐ
FULLT VERÐ 139.995
104.995
TILBOÐ
FULLT VERÐ 99.995
59.995
Toshiba 32AV500PG
32” LCD breiðtjald með
1366x768 upplausn,
Progressive Scan, 20.000:1
dýnamískri skerpu, Active
Vision LCD ofl.
Toshiba 19DV550PG
19” LCD Sjónvarp með innb.
DVD spilara, HD-READY,
1440x900 punkta upplausn,
1000:1 skerpu, Nicam Stereo
DTS hljóðkerfi, Analog mót-
takara, HDMI, Component,
Composite og Analog Audio,
Scart og PC(VGA, S-Video og
heyrnatólstengi.
19 TOMMUR
MEÐ DVD SPILARA
Sími : 568 5305 • Grandagarði 5
Opið v i rka daga 900 - 1800
Laugardaga 900 - 1300
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
– Mest lesið