Fréttablaðið - 24.04.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 24.04.2009, Síða 34
22 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is GUÐMUNDUR EGGERTSSON PRÓFESSOR ER FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1933. „Hver lífvera býr yfir sínum sérkennum, sínum sérstöku lausnum á þeim vanda að vera lifandi.“ Guðmundur er prófessor í líf- fræði við Háskóla Íslands. MERKISATBURÐIR 1840 Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, deyr, 77 ára að aldri. 1914 Dauðadómur er kveðinn upp í síðasta sinn á Ís- landi en var síðar breytt í ævilangt fangelsi. 1977 Tékkneski stórmeistarinn í skák, Vlastimil Hort, setur heimsmet í fjöltefli á Sel- tjarnarnesi þegar hann teflir við 550 manns á rúmum sólarhring. 1978 Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri skýrir frá athugun Seðlabankans á nýjum gjaldmiðli sem verði hundrað sinnum verðmeiri en núgildandi króna. 1982 Jón Páll Sigmarsson setur tvö Evrópumet á móti í Sjónvarpinu. „Þetta er fyrst og fremst líknar- og menningarfélag,“ segir Margrét Bald- ursdóttir um Kvenfélag Biskupstungna sem var stofnað í apríl 1929. Það fyll- ir því áttunda tuginn í ár og fagnar því með ýmsum hætti. Margrét telur starf- ið alla tíð hafa verið blómlegt. „Við erum 53 í félaginu, þar af sex heið- ursfélagar. Á tímabili var meðalaldur- inn að hækka svolítið en undanfarin ár hafa ungu konurnar verið að skila sér. Svona félag sem er alltaf lifandi, þró- ast í takt við tíðarandann en við gleym- um því ekki að alltaf er þörf fyrir fé- lagsskap sem styður við góð málefni.“ Talið berst að upphafinu. „Félag- ið var stofnað mest fyrir forgöngu Önnu Eggertsdóttur í Laugarási og hún var formaður fyrstu árin. Stofn- félagarnir voru tuttugu. Á tíu ára af- mælinu var tekið saman yfirlit af frú Sigurlaugu Erlendsdóttur, prestsfrú á Torfastöðum, sem var formaður í 23 ár. Þar stendur: „Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að konurnar kynntust betur, hittust oftar og ræddu sameig- inleg áhugamál, að láta hvert gott mál í sveitinni til sín taka og veita því það lið sem við megnuðum.“ Lög félagsins hafa staðist ótrúlega vel tímans tönn. Í þeim segir að hvern fund skuli hefja með söng eða upplestri og því hefur verið við haldið,“ lýsir Margrét. Stuðningur við Sjúkrahús Suður- lands, skólana í sveitinni og félags- heimilið Aratungu er meðal þess sem Margrét telur upp af verkefnum kven- félagsins. Einnig veitingasala sem í seinni tíð einskorðast við erfisdrykkj- ur. Námskeið hafa verið haldin í hinum ýmsu greinum og áratuga hefð er fyrir skemmtiferðum, meðal annars á kvennafrídaginn 19. júní. Ein utan- landsferð er líka í baksýnisspeglinum. „Við fórum til Búdapest 2006,“ rifjar Margrét upp. „Gáfum út uppskrifta- bók sem heitir Tungnaréttir og er seld í Bjarnabúð og víðar. Allur ágóði af söl- unni fer í ferðasjóð. Svo hafa fjáröflun- arleiðir verið ýmsar, til dæmis köku- basar á sumrin og jólamarkaður.“ Margrét er í stjórn kvenfélagsins. Hún býr á Króki í Biskupstungum en er frá Kirkjuferju í Ölfusi. „Ég flutti hingað 1977 og gekk í kvenfélagið 1984. Hef sem sagt verið í því í 25 ár og er ekki á förum!“ segir hún glaðlega. Spurð hvað það hafi gefið henni svarar hún: „Það hefur gefið mér mjög mikið. Til dæmis hef ég kynnst fólkinu í sveit- inni mun betur en ella. Það sem stend- ur upp úr er þó að hafa getað tekið þátt í að styrkja fólk sem hefur lent í erf- iðleikum eða áföllum. Þá hef ég verið hvað stoltust af því að vera kvenfélags- kona.“ gun@frettabladid.is KVENFÉLAG BISKUPSTUNGNA: ER ÁTTATÍU ÁRA Þróast í takt við tíðarandann KVENFÉLAGSKONA Í 25 ÁR Margrét Baldursdóttir á Króki. MYND/FANNEY ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR Um 90 ung- menni lögðu undir sig ganga fram- an við skrifstof- ur menntamála- ráðuneytisins þenn- an dag árið 1970. Þau voru að lýsa stuðningi sínum við námslaunakröf- ur íslenskra náms- manna erlendis en ellefu þeirra höfðu nokkrum dögum fyrr ráðist inn í sendiráð Íslands í Stokkhólmi til að mótmæla bágum kjörum. Unga fólkið í menntamálaráðuneytinu var úr nokkrum framhaldsskólum og sat sem fastast á göngum þannig að starfsfólk komst ekki milli herbergja og þeir sem áttu erindi í ráðuneytið kom- ust ekki inn. Ekkert var að gert fyrst í stað en þar kom að lög- reglan bar fólk út úr húsinu eftir að hafa beðið það að fara með góðu. Urðu þá miklar stimping- ar og voru sex piltar og ein stúlka flutt í fanga- geymslu en var sleppt eftir stutta viðdvöl. Þrír piltar og ein stúlka þurftu á Slysavarðstofuna. ÞETTA GERÐIST: 24. APRÍL 1970 Umsátur í menntamálaráðuneyti Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu, hlýhug og styrk vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Margrétar Ögmundsdóttur Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. Guðrún Jónsdóttir Oddur Þórðarson Jóna Jónsdóttir Pétur Eiríksson Guðlaugur G. Jónsson Sigríður I. Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Steingrímur Ólason fisksali, sem gerði garðinn frægan í Fiskbúðinni við Sundlauga- veg um árabil, er kominn þangað aftur. Hann mætir til starfa snemma á morgnana eins og hann var vanur og opnar búðina klukkan níu. Verslunin hefur síðustu ár verið rekin undir merkjum Fiskisögu en nú hefur Stein- grímur keypt hana og á ör- ugglega eftir að bæta geð viðskiptavina sinna bæði með ferskum fiski og brönd- urum. Kominn á sitt gamla horn MÆTTUR TIL LEIKS Fisksalinn góðkunni, Steingrímur, rogast með risahlýra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AFMÆLI JÓN ÍSBERG, fyrrverandi sýslumaður, er 85 ára. RÓBERT TRAUSTI ÁRNASON, fyrrverandi forsetaritari, er 58 ára. FRIÐRIK KARLSSON gítarleikari er 49 ára. BÁRA GRÍMSDÓTT- IR tónskáld er 49 ára. Forvarnir er besta leiðin, ráðstefna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum fer fram í Háskólanum í Reykja- vík dagana 19. til 20. maí. Hugmyndin með ráðstefnunni er að sýna fram á mikilvægi þess að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi leiti sér hjálp- ar og mikilvægi þess að fagfólk sé vel upp- lýst um hvernig best er að hjálpa hverjum einstakling fyrir sig. Fjöldi fræðimanna flytur fyrirlestra á ráðstefnunni. Þeirra á meðal verður David Burton, MSW, Ph.D, sem fjallar um rann- sóknir og samanburð á meðferðarúrræð- um fyrir unga gerendur, en sá hópur sem fer ört vaxandi í kynferðisbrotum eru ung- menni sem gera sig sek um kynferðislega misnotkun. Þá fjallar Linn Getz læknir um hvaða áhrif áföll í æsku geta haft á heilsuna síðar. „Áföll í æsku geta haft mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér á bæði lík- amlega og andlega heilsu, síðar á lífsleið- inni. Því þarf að tryggja að öll börn fái ör- uggt uppeldi. Þá myndum við spara mikla fjármuni í öllu heilbrigðiskerfinu,“ segir Linn. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna á vefsíðunni www.blattafram.is. Alvarleg áhrif áfalla í æsku GILDI FORVARNA Linn telur að tryggja verði öruggt uppeldi barna. Áföll í æsku geti haft alvarleg áföll síðar meir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.