Fréttablaðið - 24.04.2009, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 24. apríl 2009 27
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 24. apríl 2009
➜ Tónleikar
20.30 Kór Menntaskólans í Reykja-
vík verður með tónleika í Seltjarnar-
neskirkju. Aðgangur ókeypis og allir
velkomnir.
21.00 Á Sódómu Reykjavík við Tryggva-
götu verða haldnir tónleikar til að vekja
athygli á erfiðri stöðu flóttamanna og
hælisleitenda hér á landi. Fram koma
m.a. Vicky, Skorpulifur og AMFJ auk
þess sem Megas og Ágústa Eva munu
endurtaka efni sem þau fluttu á Lee
Hazlewod-minningartónleikum.
21.00 Tríó Björns Thoroddsen
og Andrea Gylfadóttir verða með
útgáfutónleika á Græna hattinum við
Hafnarstræti 96 á Akureyri. Helgi Hrafn
Jónsson hitar upp.
21.30 Chet Republic verður með
djasstónleika á Café Cultura við Hverfis-
götu 18. Sérstakur gestur tónleikanna er
Kristbjörn Helgason.
23.00 The Lumberjanes, Nanna og
Aðalheiður, Hellvar, Klaus og Mega-
bæt verða á Paddy‘s, Hafnargötu 38,
Reykjavnesbæ.
23.00 Queen Tribute bandið Killer
Queen spila á Mælifelli á Sauðárkróki
➜ Leiklist
Leiklistarhá-
tíðin Þjóðleikur
fer fram á Egil-
stöðum 24.-26.
apríl. Nánari upplýs-
ingar og dagskrá á www.leikhusid.is.
➜ Fyrirlestrar
16.30 Í Norræna húsinu við Sturlugötu
mun landslagsarkitektinn Vigdis Lobenz
flytja erindi um norska ferðamannavegi
en þeir hafa vakið heimsathygli vegna
hönnunar og mikilla umhverfisgæða.
Fyrirlesturinn fer fram á norsku.
➜ Djass
Djasshátíð Garða-
bæjar 23.-25. apríl.
Ókeypis er á alla
tónleika hátíðarinnar.
Dagskrá og nánari
upplýsingar á www.
gardabaer.is.
21.00 Tríó Ómars
Guðjónssonar leikur í
Kirkjuhvoli, safnaðar-
heimili Vídalínskirkju við Kirkjulund.
➜ Dansleikir
Papar verða á Players við Bæjarlind 4 í
Kópavogi.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
„Já, já, þess vegna er hann hér –
æðislegur trommari,“ segir Sig-
urður Flosason saxófónleikari og
er að tala um goðsögnina Pétur
Östlund.
Hljómsveit Sigurðar, Bláir
skuggar, mun koma fram á Djass-
hátíð Garðabæjar sem haldin er
árlega. Þetta er í fjórða skipti
sem hún er haldin og stendur yfir
helgina. Sigurður leggur áherslu
á að frítt sé á alla viðburði hátíð-
arinnar en þar koma fram ásamt
Bláum skuggum tríó Ómars Guð-
jónssonar auk þeirra hjóna Ellenar
Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn-
arssonar sem flytja rómaða sálma-
dagskrá sína.
Djasssveitin Bláir skuggar
er ekki skipuð neinum aukvis-
um – rjóminn af hinni svokölluðu
útlendingahersveit, það er land-
flótta djössurum, þeir Pétur Öst-
lund og gítarsnillingurinn Jón Páll
Bjarnason eru þar ásamt þeim Sig-
urði og Þóri Baldurssyni sem spil-
ar á hammond orgel. Og það sem
meira er: Sérlegur gestur hinna
Bláu skugga er Stefán Hilmarsson.
Stefán er vitaskuld einhver þekkt-
asti dægurlagasöngvari landsins
en ekki var vitað til þess að hann
legði fyrir sig að syngja djass. Og
verður forvitnilegt að sjá hvernig
hann plumar sig með gömlu djass-
hundunum. - jbg
Stefán Hilmars kominn í djassinn
BLÁIR SKUGGAR Engir aukvisar þar á
ferð en með þessum djasshundum
ætlar Stefán Hilmarsson að syngja.
F
í
t
o
n
S
Í
A
/
V
i
ð
e
l
s
k
u
m
y
k
k
u
r
l
í
k
a
N
M
Það sem Síminn vill
ekki að þú sjáir
Við bjóðum:
• Lægra mánaðargjald 1.580 kr. (Síminn 1.990 kr.)
• Lægra mínútuverð 14,80 kr. (Síminn 14,90 kr.)
• Lægra upphafsgjald 5,40 kr. (Síminn 5,90 kr.)
Við elskum þig fyrir minna
Hringdu í 1414 og skráðu þig í
Vodafone Gull strax í dag.
Frá því í október 2008 hafa GSM áskrifendur í
Vodafone Gull átt þess kost að fá 5 vini óháð
kerfi á 1.580 kr. Innifaldar 1.000 mín. á mán. að
verðmæti 14.800 kr.
Prison Break-leikarinn Lane
Garrison losnar fyrr úr fangelsi
en áætlað var vegna góðrar hegð-
unar. Garrison hefur setið inni
síðan í nóvember 2007 eftir að
hann var sakfelldur fyrir mann-
dráp. Leikarinn missti stjórn á
bíl sínum í Hollywood árið 2006
með þeim afleiðingum að einn
farþegi lést og tveir slösuðust
alvarlega.
Búist er við því að Garrison
verði sleppt á reynslulausn innan
nokkurra vikna. Hann er 28 ára
gamall.
Sleppur úr
fangelsi
LANE GARRISON Situr inni fyrir mann-
dráp en losnar fljótlega vegna góðrar
hegðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP