Fréttablaðið - 24.04.2009, Side 41
Me & Bobby Fischer
„Sjálfur sýnir Fischer lúmskan húmor þegar
sá gállinn er á honum, síðan keyrir um
þverbak í ofstækinu. Kaflinn með honum og
Kára Stefánssyni er rúsínan í pylsuendanum.
Hér mætast stálin stinn og skákin lífleg...“
- Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið
Bigger Stronger Faster
„Bigger Stronger Faster er ekki aðeins
heimilda-rmynd um intressant efni, heldur
heimild um ákveðið lífsviðhorf. Vöðvadrau-
murinn. Muscle Beach í Kaliforníu,
Golds-Gym. Afhjúpanir á lyfjanotkun
bandarískra íþróttamanna. Sjáið þessa, hún
er illa feit á því. Og djöfull langar mig að
dæla í mig testa, deka, HGH, you name it.“
- Dóri DNA, DV
Die Welle
"Athyglisverð mynd sem fjallar um
tilraunastarfsemi í síðasta bekk menntaskóla
í Berlín....Bylgjan nýtur góðs af traustum leik
Vogels í aðalhlutverki kennarans og
nemendahópurinn er ekki síður
sannfærandi og túlkar þverskurð
þjóðfélagsins af sannfæringarkrafti.“
- Sæbjörn Valdimarsson
Man on Wire
„EIN margra fjaðra í hatti Bíódaga er hin
breska Man on Wire, nýkrýndur Óskars-
verðlaunahafi sem besta heimildarmynd
ársins. Flest hjálpast að til að gera veg
hennar sem mestan....Marsh kemur
spennunni óhugnanlega vel til skila, byggir
myndina sterklega upp með því að gefa
undirbúningnum og félagsskapnum góðan
tíma. Það sem meira er, hann kemur til skila
þeirri ólýsanlegu ástríðu sem fær mann til
að arka út í opinn dauðann.“
- Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið
Young @ Heart
„...með afbrigðum upplífgandi...Ég vil því í
upphafi hvetja unga sem aldna og alla þar á
milli til að missa ekki af þessari einstöku
skemmtun, hún er sannkölluð
vítamínsprauta fyrir líkama og sál...Ung í
anda stendur undir nafni, full af uppbyggile-
gum og jákvæðum boðskap og sýnir og
sannar hvað roskið fólk getur afkastað og
notið lífsins ef það fær tækifæri til þess.“
- Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið
Frozen River
„Leo var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í
vetur og hefði sannarlega verið vel að þeim
komin, er ekkert annað en stórkostleg sem
hin lífsreynda Ray sem gefst aldrei upp þó á
móti blási. Frozen River er ein besta mynd
ársins, frumleg, falleg og grimmúðleg en
fyrst og fremst dagsönn nærskoðun á
kjörum þeirra sem bjarga sér á hverju sem
gengur, hvað sem það kostar.“
- Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið
Garbage Warrior
„Hinn arkitektamenntaði Reynolds hefur
verið vakinn og sofinn í þessari köllun sinni
í hátt í fjörutíu ár, rekst endalaust á
hindranir og gerir mistök trekk í trekk, en
það segir hann líka forsendu árangurs og
framfara, mannkyninu og plánetu okkar til
heilla. Heimildarmyndin Garbage Warrior,
sem nú er sýnd á Bíódögum Græna ljósins,
gefur níutíu mínútna innsýn í líf þessa mikla
hugsjónamanns.“
- KHG, DV
Gomorra
„Gómorra er ólík öðrum mafíumyndum
hvað varðar djúpa innsýn í samfélagslegar
skírskotanir skipulagðrar glæpastarfsemi, og
hún er gerð af listfengi á öllum sviðum.“
- Heiða Jóhansdóttir, Morgunblaðið
HÖRKUSPENNANDI
OG BRÁÐFYNDNAR
VIÐ VITUM AÐ KOSNINGARNAUMRÆÐURNAR ERU...
EN AÐ MATI GAGNRÝNENDA ERU ÞESSAR KVIKMYNDIR JAFNVEL ENNÞÁ BETRI
Græna ljósið
er á
ÞESSAR OG FLEIRI KVIKMYNDIR Á BÍÓDÖGUM 2009
KYNNTU ÞÉR DAGSKRÁNA Á WWW.GRAENALJOSID.IS