Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 2

Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 2
2 4. maí 2009 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Fari fólk í greiðslu- verkfall og hætti að borga fast- eignalán sín getur það fyrirgert rétti,“ segir Hákon Stefánsson, starfandi stjórnarformaður Credit- info á Íslandi. Hákon ræður fólki frá því að fara í greiðsluverkfall. Vanskil geti fylgt fólki um árabil og staða fólks orðið mun verri en áður en til verk- fallsins kom. „Þegar fólk vanefnir skyldur sínar verða öll úrræði virk. Menn lenda á vanskilaskrá og öllu því sem því fylgir, jafnvel fyrir lífs- tíð,“ segir hann og bendir á að kröf- ur falli ekki sjálfkrafa niður. Kröfu- hafar geti haldið þeim lifandi eins lengi og þeim sýnist. „Eina vitið er að greiða lán upp þótt lánstíminn lengist um fleiri ár. Þegar fólk hættir að borga marg- faldast vandinn á stuttum tíma, jafnvel nokkrum mánuðum þegar vextir bætast við. Líklega tekur það um tvö ár að tvöfalda vandann,“ segir hann og bætir við að regl- um samkvæmt geti fjármálafyrir- tæki yfirtekið eignir vanskilafólks á átta til tólf mánuðum. Eftir það verði gengið að öðrum eignum við- komandi. Hákon bendir á lög um greiðslu- aðlögun sem samþykkt voru á Alþingi í nýliðnum mánuði. Sam- kvæmt þeim fyrirgerir fólk rétti sínum til greiðsluaðlögunar greiði það ekki kröfur sínar. Þá sé ljóst að greiðendur íbúða- lána, ef margir taka sig saman, geta sett lánastofnanir í veru- leg vandræði með því að hætta að greiða lán sín. Þetta á sérstaklega við um íbúðalánasjóð sem reiðir sig algerlega á íbúðalánin og þarf að standa undir skuldbindingum sínum við erlenda lánveitendur, að sögn Hákonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hvatti sömuleiðis til þess í gær, að fólk færi ekki í greiðslu- verkfall. „Samtökin hafa ekki boðað til slíkra aðgerða,“ segir Þórður B. Sig- urðsson, formaður samtaka Hags- munasamtaka heimilanna. Hann segir fjölmarga, sem íhugi að grípa til þeirra örþrifaráða að greiða ekki af lánum sínum til lengri eða skemmri tíma, hafa sett sig í sam- band við samtökin. Ekki hefur verið tekið saman hversu margir þeir eru sem velta þessu fyrir sér. „Ég vona sjálfur í lengstu lög að fjöldahreyfing verði ekki til í kring- um greiðsluverkfall,“ segir Þórður. „Það yrði skelfilegt kæmi sú staða upp. En það er skiljanlegt þegar þrengt er að fólki að það grípi til örþrifaráða.“ jonab@frettabladid.is 585-6500 audur.is Allir velkomnir Fræðslufundur um séreignarsparnað í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 4. maí kl. 17:15 Stattu vörð um viðbótarlífeyris- sparnaðinn þinn BRETLAND, AP Breska ríkisstjórn- in fær ærlegan skammt af gagn- rýni í pistli í Lundúnablað- inu Observer í gær. Sem þætti vart fréttnæmt á þessum „síð- ustu og verstu tímum,“ nema fyrir þær sakir að höfundur pistilsins er sjálfur ráð- herra í stjórninni. Hazel Blears, sem er undir- ráðherra sveitarstjórnarmála og þingmaður Verkamannaflokks- ins, kvartar í pistlinum yfir því að stjórninni hafi „mistek- ist hörmulega að koma boðskap okkar til skila“. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að klaufaleg ummæli af hálfu Gordon Brown setji hann og Verkamannaflokkinn í erfiða stöðu fyrir næstu þingkosningar, sem verða að fara fram fyrir 3. júní 2010. - aa Stjórnmál í Bretlandi: Ráðherra gagn- rýnir stjórnina SLYS Duncan McKnight, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The Virgin Tongues, er enn hald- ið sofandi á gjörgæsludeild Land- spítalans. Hann féll út um glugga á fjórðu hæð húss við Skólavörðu- stíg á föstudagsmorgun. Líðan hans er stöðug en hann er þó ekki höfuðkúpubrotinn eins og óttast var í fyrstu. Hljómsveitin átti að spila á tónleikum á Sódómu á laugardag ásamt Singapore Sling, en þegar slysið varð var ákveðið að halda styrktartónleika þar sem Singa- pore Sling, Kid Twist og Kim- ono gáfu vinnu sína. Tónleikarnir voru vel sóttir. - sh Söngvari The Virgin Tongues: Enn haldið sof- andi eftir fallið Ragnar, verðurðu mjúkur í dag? „Nei, ætli ég reyni ekki að halda mér edrú í tilefni dagsins.“ Ragnar Gunnarsson, gjarnan kenndur við hljómsveitina Skriðjökla, opnar í dag fiskbúðina Fiskibryggjuna í Höfðahverfi við Gullinbrú í Reykjavík en þar verður boðið upp á heitan mat í hádeginu og á kvöldin. Hann sagði í Fréttablaðinu á laugardag stefnt að því að útvega staðn- um vínveitingaleyfi svo hann þyrfti ekki að vera edrú alla daga. Eitraði fyrir fimm Lögregla í Vín greindi frá því í gær að hún hefði handtekið mann grunaðan um að hafa eitrað fyrir fimm manns með því að byrla þeim görótta drykki á bar í borginni. Að sögn Iris Seper, talsmanns lögreglunnar, eru öll fórnarlömbin fimm – þrír karlar og tvær konur – í lífshættu. AUSTURRÍKI LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri var handtekinn í Vestmanna- eyjum í fyrrinótt í tengslum við bruna við sorpeyðingarstöðina í bænum. Maðurinn hefur játað að hafa lagt eld að bílhræi, sem síðan barst í nærliggjandi bílhræ og annað rusl. Málið telst upplýst. Engin hætta var á ferðum að sögn lögreglu, en töluverð meng- un varð þó af brunanum. Bálið varð aldrei mikið en þó tók þrjár klukkustundir að slökkva smá- elda, sem kraumuðu víða. Tölu- vert hefur verið um íkveikjur í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Að sögn lögreglu er maðurinn ekki talinn tengjast fleiri málum. - sh Vestmannaeyjalögreglan handtekur brennuvarg sem kveikti í á ruslahaugi: Játar að hafa brennt bílhræ BRENNANDI BÍLAR Maðurinn var ölvað- ur og sagðist við yfirheyrslur hafa langað að prófa að kveikja í bíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON KÍNA, MEXÍKÓ, AP Fleiri en sjötíu ferðamenn frá Mexíkó hafa verið settir nauðugir í sóttkví á sjúkra- húsum og hótelum í Kína, án til- lits til þess hvort ferðamennirn- ir greindust með svínaflensusmit eður ei. Þessar harkalegu aðgerðir kín- verskra yfirvalda gegn útbreiðslu svínaflensunnar þar í landi hafa vakið hörð viðbrögð í Mexíkó. „Í mörgum tilvikum höfum við heyrt að fólk sé skikkað í sóttkví á þeim grundvelli einum að það hafi mexíkóskt vegabréf,“ tjáði Jorge Guajardo, sendiherra Mexíkó í Peking, AP-fréttastofunni. Svo virðist sem hægt hafi á útbreiðslu svínaflensunnar. Yfir- völd í Mexíkó hafa endurskoðað tölur yfir staðfestan fjölda þess fólks sem látist hefur af sjúkdómn- um; sá fjöldi er nú nítján manns í Mexíkó og einn í Bandaríkjunum, en þar var um að ræða ungt mex- íkóskt barn sem nýkomið var frá Mexíkó. Staðfest smittilfelli voru í gær orðin 903 alls; 506 í Mexíkó, 226 í Bandaríkjunum, 85 í Kanada, fjörutíu á Spáni, átján í Bretlandi, átta í Þýskalandi, fjögur á Nýja- Sjálandi, tvö á Ítalíu, í Frakklandi, Ísrael og Suður-Kóreu og eitt í hverju þessara landa: Kólumbíu, Kosta Ríka, Írlandi, Sviss, Aust- urríki, Hong Kong, Danmörku og Hollandi. - aa Hægir á útbreiðslu svínaflensu í heiminum en fólk frá Mexíkó líður fyrir hana: Harkalegar flensuvarnir í Kína ÚTBREIÐSLUVARNIR Eldri borgarar í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, fá inflú- ensusprautu í gær. Fyrsta svínaflensu- tilfellið þar í landi greindist í gær. NORDICPHOTOS/AFP HAZEL BLEARS STJÓRNMÁL Stjórnarmyndunar- viðræður Samfylkingarinnar og Vinstri grænna héldu áfram í gær. Formenn og varaformenn flokkanna hittust í Stjórnarráð- inu og fóru meðal annars yfir gang mála innan sérnefnda um Evrópumál, stjórnskipunarmál og ríkisfjármál. Ekkert var gefið upp um vinn- una að öðru leyti en því að hún gengur vel að sögn Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra, sem telur að nýr stjórnarsáttmáli muni liggja fyrir um næstu helgi. Ekkert er gefið upp um hugsan- lega ráðherraskipan. - shá Stjórnarmyndunarviðræður: Sáttmáli um næstu helgi INNHEIMTUAÐGERÐIR Aðfarabeiðni Fyrirtaka Sýslumaður Gjaldþrotaskiptabeiðni Gjaldþrota úrskurður Héraðsdómur Innköllun Kröfulýsing Nauðungarsölubeiðni Fyrsta fyrirtaka Sýslumaður Byrjun uppboðs Sýslumaður Framhaldssala Fer fram á eigninni Kröfulýsing Fjarnám í eign Árangurslaust Fjarnám Áritaðar stefnur / dómar Stefnur / Sáttir Héraðsdómur Greiðsluáskorun Innheimtubréf FASTEIGNIR Í REYKJAVÍK Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir greiðslu- verkfall örþrifaráð fólks í vanda. Samtökin hvorki hvetji né letji til aðgerða sem þessara. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Vanskilin geta fylgt fólki um alla framtíð Greiðsluverkfall getur haft víðtæk áhrif bæði fyrir fólk og fjármálafyrirtæki. Eina vitið að greiða lán upp þótt lánstíminn lengist um mörg ár. Örþrifaráð þegar þrengt er að fólki, segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. ÍHUGUN „Margir eru búnir að skrá sig á námskeið. Ég hef ekki tekið fjöldann saman, en þeir eru tals- vert margir,“ segir Ari Halldórs- son, formaður Íslenska íhugunar- félagsins, sem síðastliðin 34 ár hefur kennt innhverfa íhugun (e. transcendental meditation). Hann neitar því ekki að spreng- ing hafi orðið í umsóknum á nám- skeið félagsins eftir kynningu bandaríska leikstjórans David Lynch hér á iðkuninni um helg- ina. Margir settu fyrir sig verðið, hundrað þúsund krónur. Lynch auglýsti krepputilboð sem á að hvetja ákveðið hlutfall þjóðarinn- ar til iðkunar. Það hljóðar nú upp á tíu þúsund krónur. Ari bætir við að námskeið á lága verðinu verði kennt eins fljótt og auðið er, eða þegar búið verði að stofna sjóð sem greiði með hverjum nem- anda. - jab DAVID LYNCH Fjölmargir vilja nema inn- hverfa íhugun eftir kynningu leikstjórans David Lynch um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Sprenging í innhverfri íhugun: Kennd bráðlega á lága verðinu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.