Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 6
6 4. maí 2009 MÁNUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Fjölskylda fimmtán
ára stúlku sem varð fyrir hrotta-
legri árás eldri stúlkna í Heið-
mörk í síðustu viku mun ekki
sætta sig við að dómskerfið fari
vægum höndum um gerendurna.
„Ef dómurinn verður eitthvert
grín þá förum við í einkamál,“
segir systir hennar.
Stúlkan var numin á brott af
heimili sínu á miðvikudagskvöld
og ekið með hana upp í Heið-
mörk. Þar réðust þrjár sautján
ára stúlkur hrottalega á hana.
Fjórar aðrar stóðu hjá og höfðu
sig lítt í frammi. Barsmíðunum
lauk ekki fyrr en piltur sem var
með í för skakkaði leikinn.
Fram kom í Morgunblaðinu á
laugardag að líklegt sé að stúlk-
urnar sleppi með væga dóma,
jafnvel frestun ákæru eða skil-
orðsbundinn dóm.
„Við sættum okkur ekki við
neinn málamyndadóm,“ segir
Hrönn Óskarsdóttir, systir stúlk-
unnar. „Ef það yrði raunin væru
það skýr skilaboð um að það sé
fínt að vera ofbeldismaður á
Íslandi. Við ætlum að gera allt
sem við getum til að komi fólki
í skilning um að svona eigi ekki
að geta gerst hérna - að maður
geti ekki rænt manneskju, geng-
ið í skrokk á henni, hótað henni
og beitt hana fjárkúgun og kom-
ist síðan létt upp með það.“
Farið verði í einkamál við
stúlkurnar til að sækja bætur ef
dómurinn verður vægur.
Hrönn segir að fram hafi
komið við yfirheyrslur að árásin
hafi verið nær algerlega tilefnis-
laus. Systir hennar hafi ekki
þekkt neina stúlknanna sem réð-
ust á hana, aðeins kannast lítil-
lega við eina þeirra sem stóð
álengdar og horfði á. Árásin hafi
verið framin að hennar undirlagi
vegna meintra ummæla um ásta-
líf hennar.
Hrönn segir að farið hafi verið
með systur hennar út úr bænum
fyrir helgi til að leyfa henni að
jafna sig. Hún byrjar í áfallameð-
ferð nú í vikunni.
Stúlkan er í tíunda bekk og er
á leið í framhaldsskóla í haust.
Hrönn segir hins vegar að hún
treysti sér ekki til að taka loka-
prófin á tilsettum tíma, og verið
sé að vinna að því með skólayfir-
völdum að finna lausn á málinu.
Líklega fái hún að þreyta prófin
seinna en aðrir.
„Hún vildi helst flýja land
þegar þetta kom upp,“ segir
Hrönn og gagnrýnir það að
stúlkurnar skuli ganga lausar
á meðan það þurfi að fara með
systur hennar logandi hrædda
út úr bænum. „Þótt hún hafi sem
betur fer sloppið án varanlegra
líkamlegra meiðsla þá veldur
þetta varanlegum skaða á sál-
inni á henni.“
Árásin hefur verið kærð og
stúlkunni skipaður réttargæslu-
maður. stigur@frettabladid.is
Ef
dómur-
inn verður
eitthvert grín
þá förum við í
einkamál.
HRÖNN ÓSKARS-
DÓTTIR
SYSTIR STÚLKUNNAR
Ferðaskrifstofa
Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is
Sólarlottó
á Marmaris
Tyrklandi
brottfarir 12. júní og 19. jú
ní.
Nýtt í sólarlottó:
ferð fyrir allt að 6 manns í
viku
72.900kr.
*verð frá 97.900 tvær v
ikur. Miðað við 6 saman
í íbúð.
Bókað á www.plusferd
ir.is
Skráðu þig í netklúbb Plúsferða
- og þú kemur út í plús
Besta verðið bókast fyrst!
Í Tyrklandi er notuð tyrknesk líra sem
gerir verðlag þar mjög hagstætt.
NEPAL, AP Forsætisráðherra Nepals rak í gær yfir-
mann hersins eftir að þeir deildu um inngöngu
fyrrverandi skæruliða maóista – sem forsætisráð-
herrann núverandi fór áður fyrir – í herinn. Brott-
vikning yfirhershöfðingjans vakti hörð viðbrögð;
næststærsti stjórnarflokkurinn sagði upp stjórnar-
samstarfinu og boðað var til fjöldamótmæla.
Deilan hefur aukið enn á spennuna milli stjórnar-
innar – sem maóistar eru mesta þungavigtaraflið í
– og hersins, sem þeir áttu árum saman í höggi við
sem uppreisnarmenn.
Deilan er mikil prófraun fyrir stjórnina, sem á
auk þess í miklum vanda með að sjá þessari fátæku
Himalajaþjóð fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu.
Kjarninn í deilu forsætisráðherrans, fyrrverandi
skæruliðaforingjans Pushpa Kamal Dahal, og yfir-
hershöfðingjans Rookmangud Katawal, beinist að
þeirri vandasömu spurningu hvernig fyrrverandi
uppreisnarmenn eru teknir inn í herinn, en um það
var samið í friðarsamkomulagi sem Sameinuðu
þjóðirnar áttu milligöngu um árið 2006. - aa
Spenna í Nepal eftir að forsætisráðherrann rak æðsta yfirmann hersins:
Ríkisstjórn maóista í vanda
ÓLGA Stórnarandstæðingar kveikja í hjólbörðum og hrópa
slagorð í Katmandú í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Sættum okkur ekki
við málamyndadóm
Stúlkan sem varð fyrir hrottafenginni árás í Heiðmörk í síðustu viku getur ekki
þreytt lokapróf úr grunnskóla á tilsettum tíma. Til þess er hún í of miklu and-
legu ójafnvægi. Fjölskyldan ætlar í einkamál fái árásarmennirnir vægan dóm.
HEIÐMÖRK Stúlkunni var ekið upp í Heiðmörk þar sem gengið var í skrokk á henni.
Þrjár stúlkur hafa viðurkennt að hafa haft sig mest í frammi. FRÉTTABLAÐIÐ / ÞÖK
SVEITARSTJÓRNIR Minnihluti og
meirihluti bæjarstjórnar Hvera-
gerðis deila hart um sölu á fyrrver-
andi bæjarskrifstofum í Hverahlíð
24 til Dvalar- og hjúkrunarheimil-
isins Grundar.
Grund hefur keypt Hverahlíð 24
fyrir rúmar 20 milljónir króna auk
þess sem fimm ára þjónusta sem
veitt verður á Dvalarheimilinu Ási
þar í húsinu er metin á sex milljónir.
Minnihluti A-listans segir að sam-
kvæmt kaupréttarsamningi hafi
söluverðið átt að vera rúmlega 32
milljónir. Þá samrýmist ekki jafn-
ræðisreglu stjórnarskrár að kaupa
óskilgreinda þjónustu til fimm ára.
„Þessi endurteknu vinnubrögð
sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu,
að veita sérvöldum aðilum afslætti
af eignum bæjarins, eru með öllu
óásættanleg. Í ljósi ofangreinds
áskilja bæjarfulltrúar A-listans sér
allan rétt til að leita lögformlegra
leiða til að vernda hagsmuni bæjar-
búa,“ segir í bókun minnihlutans í
bæjarstjórn.
Fulltrúar meirihlutans segja að til
verði fimm til sjö ný störf í Hvera-
gerði. Samkomulagið spari bænum
minnst 20 milljónir króna.
„Hvað varðar aðdróttanir um
lögleysu þá er rétt að benda bæjar-
fulltrúanum á að enn sem komið er
ríkir sem betur fer samningafrelsi
á Íslandi og því er heimilt að semja
um allt það sem ekki er andstætt
lögum eða brot gegn almennu sið-
ferði. Hvorugt er til staðar hér en ef
bæjarfulltrúarnir gætu bent á laga-
greinar sem verið er að brjóta væri
það ágætt,“ segir í bókun meirihlut-
ans. - gar
Hart deilt um sölu fyrrverandi bæjarskrifstofa í Hveragerði undir dvalarheimili:
Minnihlutinn boðar aðgerðir
HVERAGERÐI Innrétta á Dvalarheim-
ilið Ás í gömlu bæjarskrifstofunum.
Söluverð hússins vekur harðar deilur í
bæjarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL.
Ert þú félagi í golfklúbbi?
JÁ 8,9%
NEI 91,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Taka viðræður um stjórnar-
myndun of langan tíma?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
VIÐSKIPTI VMF (Verðbréfamark-
aður Færeyja) hefur gert samn-
ing við IFS Ráðgjöf um grein-
ingu á hlutabréfum þeirra
færeysku hlutafélaga sem skráð
eru í Kauphöllina hér.
Félögin eru bankarnir Føroya
Banki og Eik Banki auk flug-
félagsins Atlantic Airways og
olíuleitarfélagsins Atlantic Petr-
oleum.
Tilgangur samningsins er að
veita fjárfestum betra innsæi og
þekkingu á fjárfestingu í félög-
unum með óháðri og faglegri
greiningu, að því er segir í til-
kynningu.
- jab
IFS greinir færeysku félögin:
Betra innsæi
fyrir fjárfesta
KJÖRKASSINN