Fréttablaðið - 04.05.2009, Page 8
8 4. maí 2009 MÁNUDAGUR
Skeifan 11B • 108 Reykjavík
Sími 511-3080 • isoft@isoft.is
www.isoft.is
»Grunnnámskeið
30 kennslustd. tölvunámskeið fyrir algjöra byrjendur 60+.
Hæg yf irferð með reglulegum endurtekningum í umsjá
þolinmóðra kennara. Ritvinnsla, internetið og tölvupóstur.
• Hefst 6. maí. og lýkur 27. maí.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16. Verð kr. 20.500,-
»Framhald
30 kennslustd. námskeið. Hentar þeim sem lokið hafa
grunnnámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu.
• Hefst 7. maí. og lýkur 28. maí.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16. Verð kr. 20.500,-
(kennslubók innifalin)
»Stafrænar myndavélar 60+
Fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámskeiðinu
eða hafa sambærilega undirstöðu.
Þátttakendur nota eigin myndavél og læra notkun og stillingu
hennar ásamt meðferð stafrænna ljósmynda í tölvu. M.a. færa
myndir úr myndavél í tölvu, flokkun, einfaldar lagfæringar,
prentun og sendingar mynda í tölvupósti.
• Námskeið hefst 19. maí og lýkur 28. maí (Þrið & f im kl. 13-16)
Lengd námskeiðs 18 kennslustd. Verð kr. 15.000,- (Kennsluhefti innifalið)
NÝTT
Tölvunámskeið
fyrir eldriborgara
60+
KENNSLUFUNDUR FIMMTUDAGINN 7. MAÍ KL. 8:15 - 10:00.
Opinn fyrirlestur um markaðsfræði
ALÞJÓÐLEGT MBA NÁM
Dr. Joe Pons, sem kennir markaðsfræði í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík, flytur fyrir-
lestur í markaðsfræði fyrir alla áhugasama um MBA nám. Besta leiðin til að kynnast MBA
náminu í HR er að koma á kennslufund með kennara úr náminu og upplifa stemninguna sem
myndast í tíma.
KÍKTU Á OKKUR!
Kennslufundurinn fer fram í Ofanleiti 2, stofu 336 á 3.hæð
Mikilvægt er að skrá sig á mba@ru.is
Dr. Joe Pons er stjórnarformaður Axioma Marketing Consultants, auk þess sem
hann þjálfar stjórnendur víðsvegar um heiminn í ákvarðanatöku tengdri
markaðsmálum. Dr. Pons kenndi markaðsfræði í 14 ár í MBA náminu við IESE
háskólann í Barcelona sem í nýlegri úttekt tímaritsins The Economist var valið
besta MBA nám í heimi.
Prófessorar frá virtustu viðskiptaháskólum heims kenna í MBA náminu. Lögð er jöfn áhersla
á framúrskarandi fagþekkingu, færni til að starfa í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi sem og að
efla persónulega eiginleika nemenda til að sinna forystuhlutverki.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Á bls. 526 í símaskránni minni
– sem að vísu er frá 2006 – eru
gefnar upplýsingar um, að Neyt-
endastofa sé til heimilis að
Borgartúni 26 í Reykjavík og
aðalsímanúmer stofnunarinn-
ar sé 510 1100. Undir sömu aðal-
skráningu þar sem m.a. eru í
undirskráningu gefin upp fax-
númer stofnunarinnar, númer
netfanga, veffangs og brunatil-
kynninga er sérstaklega greint
frá símanúmeri talsmanns neyt-
enda. Það símanúmer er sagt
vera hið sama og aðalsímanúmer
stofnunarinnar - 510 1100. Þetta
leiddi til þess leiða misskilnings
af minni hálfu, að yfirlýsingar
talsmanns neytenda í Kastljósi
sjónvarpsins fimmtudagskvöld-
ið 30. maí sl. um hvernig auðvelt
væri að afskrifa skuldir skuldara
án þess að það kostaði nokkurn
nokkuð væru gefnar með stuðn-
ingi Neytendastofu.
Nú hefur forstjóri þeirrar
stofnunar haft samband við mig
og mjög einarðlega borið það
til baka. Mér þykir mjög leitt
að hafa borið hann og hartnær
fjörutíu aðra starfsmenn Neyt-
endastofu röngum sökum. Hvorki
stofnunin né starfsmenn hennar
eiga nokkurn hlut að skoðunum
talsmanns neytenda né tillög-
um hans til ríkisstjórnarinnar í
stjórnarmyndunarviðræðunum
og bera þar enga ábyrgð.
Ég bið þetta góða fólk innilega
afsökunar um leið og ég fagna því
að það á hér engan hlut að máli.
Reykjavík 2. maí 2009.
Sighvatur Björgvinsson.
Sighvatur leiðréttir og
sendir afsökunarbeiðni
SÖFN Aðsókn á söfn hefur auk-
ist mikið eftir að kreppan skall á.
Aðsókn í Hafnarhúsið og á Kjar-
valsstaði jókst til dæmis um 25
prósent fyrstu þrjá mánuði ársins
miðað við sama tíma í fyrra.
„Við fáum fleiri gesti og fólk
dvelur lengur í húsunum, það
skoðar meira og er áhugasamara,“
segir Soffía Karlsdóttir, deildar-
stjóri markaðs- og kynningarmála
hjá Listasafni Reykjavíkur, sem
rekur söfnin. „Kannski er fólk farið
að gefa sér meiri tíma til þess að
rækta sjálft sig, við sjáum mikið
af fjölskyldum koma og fólk situr
á kaffistofunum og spjallar.“ segir
Soffía.
Ókeypis hefur verið inn á þessi
söfn síðan 1. janúar 2008 og fjölgaði
gestum gríðarlega eftir að sú varð
raunin að sögn Soffíu en frekari
fjölgun varð eftir efnahagshrunið.
Sömu sögu hefur Bryndís
Sverrisdóttir, sviðstjóri miðlunar-
sviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands, að
segja en rúmlega þrjú þúsund sóttu
safnið heim fyrstu þrjá mánuði árs-
ins 2008 en þeir er rúmlega fimm
þúsund í ár sem er næstum sjötíu
prósenta fjölgun gesta. Bryndís
segir það sína tilfinningu að áhugi
á safninu hafi aukist eftir hrunið.
„Þetta er kannski afturhvarf til for-
tíðar, fólk leitar í gömlu gildin.“
Fólk leitar líka meira á bókasöfn-
in. Að sögn Þorbjargar Karlsdótt-
ur, verkefnastjóra hjá Borgarbóka-
safni Reykjavíkur, hafa verið miklu
fleiri gestir á söfnunum í vetur. „Við
finnum fyrir því að fólk notar húsið
miklu meira. Borgarbókasafnið er
auðvitað miklu meira en bókasafn,
hér eru blöð til að skoða og hing-
að kemur fólk til að vinna verkefni.
Þess má líka geta að barnadagskrá
sem við bjóðum upp á sunnudög-
um yfir vetrartímann hefur verið
miklu betur sótt í vetur en áður.“
Aðsóknartölurnar tala sínu máli
hér, gestir Borgarbókasafnsins
fyrstu þrjá mánuði ársins voru
rúmlega 150 þúsund árið 2008 en
þrjátíu þúsund fleiri á sama tíma
á þessu ári. Þessir gestir tóku sér
fimmtíu þúsund fleiri bækur en
á sama tíma í fyrra, útlánin voru
rúmlega 300 þúsund í stað 250 þús-
und í fyrra. sigridur@frettabladid.is
Gestum listasafna
fjölgar í kreppunni
Mikil fjölgun hefur orðið á gestum safna síðan kreppan skall á. Fólk gefur sér
meiri tíma til að skoða sig um. Útlán á bókum hafa einnig aukist til muna.
Á KJARVALSSTÖÐUM Svo virðist sem kreppan hafi þau áhrif að fólk þyrpist á söfn og
gefi sér jafnframt góðan tíma til að skoða og spjalla við starfsfólk.
HEILBRIGÐISMÁL Fyrirhuguð sam-
eining á bráðamóttökum Landspít-
ala mun að öllum líkindum leiða
til skertrar þjónustu við sjúklinga
og stefna öryggi ákveðinna hópa
þeirra í hættu.
Svo segir í ályktun hjúkrunar-
ráðs spítalans vegna fyrirhugaðr-
ar sameiningar á bráðamóttökun-
um. Stjórn hjúkrunarráðs lýsir
yfir miklum áhyggjum vegna
þessara fyrirhuguðu breytinga
og telur hætt við að þeim árangri
sem náðst hefur í meðferð ákveð-
inna hópa sjúklinga sé ógnað,
verði þær að veruleika.
Í ályktuninni segir enn frem-
ur að hópar fagfólks á Landspít-
ala hafi nýverið unnið áhættumat
vegna fyrirhugaðra breytinga.
Niðurstöður allra hópanna voru
að við sameininguna skapist mik-
ill kostnaður sem leggist á önnur
svið spítalans en slysa og bráða-
svið ef tryggja á öryggi og við-
halda sömu þjónustu. Fjárhagsleg-
ur ávinningur af sameiningunni
liggur því ekki fyrir.
Stjórn hjúkrunarráðs skorar á
framkvæmdastjórn spítalans að
endurskoða þessa ákvörðun.
Ekki náðist í Huldu Gunnlaugs-
dóttur forstjóra framkvæmda-
stjórnar spítalans við vinnslu
fréttarinnar.
- jss
BRÁÐAMÓTTAKA Hjúkrunarráð Land-
spítalans mælir gegn sameiningu á
bráðamóttökum hans.
Hjúkrunarráð Landspítalans andvígt sameiningu á bráðamóttökum:
Þjónusta skert og öryggi ógnað
GESTIR JANÚAR TIL MARS
2008 2009 Aukning
Hafnarhús: 23.614 29.464 25%
Kjarvalsstaðir: 13.789 16.889 23%
Þjóðminjasafnið: 3000 5000 67%
Borgarbókasafnið: 153.927 186.587 21%