Fréttablaðið - 04.05.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 04.05.2009, Síða 20
 4. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● bylgjublaðið Hótel Örk í Hveragerði er tilval- inn viðkomustaður fyrir þá sem langar til að hvíla sig á stein- steypunni og bregða sér út fyrir borgarmörkin. Hvort sem áhugi er á að slaka á eða stunda útivist eða íþróttir er þar gott að vera. „Við erum með okkar eigin sund- laug í garðinum, tvo heita potta og gufubað. Í kringum okkur er allt fullt af frábærum gönguleið- um. Svo erum við með níu holu golfvöll á lóðinni og þeir sem gista hjá okkur spila frítt á Gufu- nesvelli,“ segir Sigurður Jón Sig- urðsson, sölu- og markaðsstjóri á Hótel Örk. Á undanförnum árum hefur Hótel Örk fengið algjöra yfir- halningu, allt frá smæstu baðflís- um til innréttinga, og er nú hót- elið með sínum 85 herbergjum allt hið glæsilegasta. „Við erum með tilboð núna í maí til þess að kynna breytingarnar, svo fólk geti kynnst möguleikunum sem hér eru. Það er alveg tilvalið að koma hingað með alla fjölskyld- una, það kostar ekki mikið og er hæfilega stutt frá bænum.“ Tilboðið hljóðar upp á 5.950 krónur á manninn á virkum dögum og 7.950 krónur um helg- ar. Inni í verðinu er gisting og þriggja rétta kvöldverður að hætti hússins á veitingastað hót- elsins, sem opinn er allt árið um kring. Hvort sem hugurinn stendur til afslöppunar, líkamsræktar eða útivistar kemur Hótel Örk alltaf vel inn í myndina. MYND/ÚR SAFNI Afslöppun og afþreying KYNNING Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, á að baki fjölmargar ferðir með útvarpsstöðinni Bylgjunni bæði að vetri og sumri. „Það hefur alltaf verið forgangs- atriði hjá okkur á Bylgjunni að sækja fólk á landsbyggðinni heim. Við fórum af stað með Bylgjulest fyrir margt löngu en í fyrra hétum við Bylgjan á ferðalagi – björt og brosandi og þannig verður það í sumar,“ byrjar Hemmi frásögnina. „Það sem stendur upp úr í öllum þessum þvælingi er hinar góðu viðtökur sem við fáum alls stað- ar. Það er svo margt hæfileikafólk úti á landi sem sjaldan heyrist í og við höfum byggt okkar laugar- dagsþætti upp á því að gefa heima- mönnum tækifæri, jafnt þekktum sem óþekktum.“ Fjölmiðlafólk í borginni er oft bundið af sínu umhverfi, að mati Hemma, og skilur ekki að það sé líf utan höfuðborgarsvæðisins. „Maður lærði það í Sumargleðinni á sínum tíma af meisturum eins og Ragga Bjarna, Bessa og Ómari að bera virðingu fyrir landsbyggðar- fólki,“ segir hann. „Allt of marg- ir skemmtikraftar fara bara út á land til að ná sér í peninga á auð- veldan hátt.“ Hemmi byrjaði á Bylgjunni á upphafsvikum hennar árið 1986 og hefur verið þar síðan – með eðli- legum brotthvörfum, eins og hann orðar það. Því er margs að minn- ast. Hann kveðst oft hafa farið á undan Bylgjulestinni til að heim- sækja nágrannabyggðir útsend- ingarstaðarins. „Ef við ætluðum að vera á Akureyri á laugardegi þá fór ég á Siglufjörð, Ólafsfjörð og Dalvík og tók stutt viðtöl sem við spiluðum á föstudeginum til að kynda upp,“ segir hann og rifj- ar líka upp vetrarútsendingu frá Ísafirði. „Ég var í fríi vestur í Haukadal í Dýrafirði og það gerði vitlaust veður þannig að ég komst ekki til Ísafjarðar þar sem ég átti að vera með þátt klukkan eitt. Það var ekkert útlit fyrir flug svo ég var búinn að afboða alla viðmæl- endur en frétti um tíuleytið að það ætti að fljúga og tæknimaður væri á leið vestur. Ég fékk jarðýtu til að ryðja veginn og var mættur tíu mínútur í eitt. Þá kom sér vel að Bylgjan er sterk á Ísafirði. Ég byrjaði þáttinn á að auglýsa eftir fólkinu sem ég hafði haft samband við áður og það var að tínast í hús til klukkan fjögur þannig að allir fengu sitt.“ Fram undan er ferðasumar og heimsóknir í alla landshluta. „Í fyrra vorum við búin að skipu- leggja allar helgar nema eina og þá bjuggum við til okkar eigin útihá- tíð á Flúðum. Fengum garðyrkju- bændur í lið með okkur og 3-4000 manns mættu á staðinn í 25 stiga hita. Þetta varð eiginlega hápunkt- ur sumarsins.“ Stundum koma upp tæknivanda- mál á ferðalögunum en Hemmi segir þau bara gera lífið skemmti- legra. „Aðalatriðið er að hitta allt þetta frábæra fólk sem við rek- umst á hvarvetna. Við reynum líka að standa undir því slagorði að vera björt og brosandi og hafi einhvern tíma verið þörf á slíku þá er það núna. Í atvinnuleysi og óáran er alltaf hætta á að dofni yfir þjóðarsálinni en við vinnum að því að lyfta henni upp.“ - gun Ávallt bjartur og brosandi „Það sem stendur upp úr í öllum þessum þvælingi er hinar góðu viðtökur sem við fáum alls staðar,“ segir Hemmi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvæg reglu- leg hreyfing er okkur öllum, sér- staklega utan dyra. Sú hreyfing þarf ekki alltaf að tengjast hoppi og skoppi, keppni og klifri. Sjálf- ur hef ég tekið þátt og reynt hinar ýmsu íþróttagreinar, ekki síst boltagreinarnar, sem vissulega eru allar af hinu góða, en engin þeirra kemst nærri golfíþróttinni í dag hvað mig varðar. Golfið hefur marga góða kosti. Að ganga undir berum himni í heil- næmu lofti, í góðum félagsskap í fallegu umhverfi, þar sem leikið og spilað er á algjörum jafnréttis- grundvelli í afslöppuðu andrúms- lofti (oftast), er nokkuð sem ekki margar íþróttagreinar bjóða upp á. Og þegar leik er lokið er sest niður í golfskálanum, sötrað kaffi og með því og spjallað um allt milli himins og jarðar. Fyrir hinn almenna kylfing sem vill alvöru keppni eru fjölmörg golfmót opin yfir sumar- tímann. Þau mót eru tilvalin fyrir gamla íþróttamenn til að fá útrás fyrir keppnisandann. Hreyfing úti í hreinu lofti léttir ekki bara lund heldur léttir einnig á líkamanum. Golfið er nefnilega tilvalin leið fyrir þá sem þurfa og vilja missa kíló. Einn hringur í golfi tekur milli fjórar og fimm klukkustundir og má reikna með að gangan sé á bilinu fimm til sjö kílómetrar. Haldi kylfing- urinn sig frá óhollustunni og drekki vatn og borði banana á meðan á hring stendur og leiki um það bil þrisvar sinnum í viku, má reikna með því að kílóin falli af eitt af öðru yfir sumartímann. Golf er gulli betra! Heimir Karlsson. Hreyfing í hreinu lofti og góðum félagsskap Heimir Karlsson Frábært tækifæri fyrir alla ölskylduna l að skipuleggja sumarið! Íþró a- og sýningarhöllinni í Laugardal 8.-10. maí 2009 Framkvæmd: Samstarfsaðilar: Pú löt, æfi ngasvæði (driving range) og krakkagolf Gol lúbbar landsins kynna sig Golff erðir og golfvellir Atvinnukylfi ngar leiðbeina leikmönnum og lengra komnum Ferðamálasamtök og markaðsstofur landshlutanna kynna ferðaþjónustu á sínu svæði Vesturland • Ves irðir • Norðurland Austurland • Suðurland • Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Matreiðslumaður ársins 8. maí Delicato vínþjónn ársins 8. maí Matreiðslumeistari Norðurlanda 9. maí Landshlutakeppnin Íslenskt eldhús 10. maí Kynntu þér ölbrey a dagskrá www.ferdalogogfristundir.is Hvað ætlar þú að gera í sumar? PO RT hönnun Verð aðgöngumiða Almennir ges r: Kr. 750 Námsmenn, e irlaunaþegar og öryrkjar: Kr. 500 Frí fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd með fullorðnum Sýningar mi Föstudagur 8.maí 16.30 - 19.00 Laugardagur 9. maí 11.00 - 18.00 Sunnudagur 10. maí 11.00 - 17.00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.