Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 25

Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 25
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2009 9bylgjublaðið ● fréttablaðið ● Ævintýrið 1939 nefnist sumarsýn- ing Gunnarsstofnunar á Skriðu- klaustri sem var opnuð 1. maí. Hún er sett upp í tilefni af byggingu hins einstæða húss Gunnars Gunn- arssonar skálds og þar er fjallað í máli og myndum um það ævintýri er hátt í hundrað manns unnu sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa það. Búið er að vinna líkan sem sýnir herragarðinn í heild sinni eins og hann átti að verða með öllum úti- húsum. Grunnflötur þeirra bygg- inga sem aldrei risu er yfir 2.000 fermetrar, sem sýnir stórhug skáldsins. Teikningar eru sýndar af íbúð- arhúsi sem Gunnar og Jóhann Kristjánsson gerðu að íbúðarhúsi áður en góðvinur Gunnars, þýski arkitektinn Fritz Höger, bauðst til að teikna herragarðinn. Þá er fjall- að um sögusögnina um að sami arkitekt sé að húsinu og Arnar- hreiðri Hitlers. Opið er á Skriðuklaustri alla daga frá klukkan 12 til 17 þennan mánuð og 1. júní lengist opnunar- tíminn í 10 til 18. - gun Herragarðurinn í heild Skriðuklaustur hefur yfir sér höfðingjasvip. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tilvalið er að skella sér í hestaferð og skoða í leiðinni ýmsar náttúruperlur. Hestaleiga og útreiðartúrar eru meðal þess sem boðið er upp á að Steinsholti í Gnúpverjahreppi í Ár- nessýslu. Í átta daga hestaferð í Land- mannalaugar sem hefst og endar í Reykjavík gefst fólki kostur á að skoða margar helstu náttúruperlur Suðurlands; Gullfoss, Geysi, Þjórs- árdal, Háafoss, Gjána, Heklu og að sjálfsögðu Landmannalaugar sjálf- ar. Ferðin er þó aðeins fyrir vant reiðfólk. Brottfarardagar eru 26. júní, 6. júlí, 18. júlí og 14. ágúst. Einnig er boðið upp á tveggja og þriggja tíma hestaferðir frá Steins- holti og í dagsferðum er um marg- ar leiðir að velja. Á eftir útreiðartúrum er hægt að setjast inn og nýta sér þær veit- ingar sem í boði eru. Einnig eru heitir pottar og gisting á bænum. Frekari upplýsingar eru á www. steinsholt.is. - gun Ferðast um á fjórum fótum Sigling er góð leið til að njóta feg- urðar íslensku fjarðanna. Fjarða- ferðir bjóða siglingar á milli Nes- kaupstaðar og Mjóafjarðar. Þeir sem hafa tímann fyrir sér ættu að sigla til Mjóafjarðar á föstudegi og eyða helginni í friðsældinni og feg- urðinni þar. Útsýnið á siglingaleið- inni þykir ægifagurt. Í Mjóafirði er bændagisting í boði, bæði í Sólbrekku og tveimur heilsársbústöðum, og þar er opið allt árið um kring. Í Neskaupstað er líka nóg að skoða og njóta. Í kringum bæinn eru margar skemmtilegar göngu- leiðir, í bænum er góð sundlaug, nokkrir veitingastaðir og nokkur söfn, svo sem náttúrugripasafn, sjóminjasafn og safn Tryggva Ól- afssonar. - hhs Siglingar um ægifagra firði Smábátahöfnin í Neskaupstað. Útsýnið á leiðinni á milli Neskaupstaðar og Mjóafjarðar er ægifagurt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.