Fréttablaðið - 04.05.2009, Síða 30
4. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR14 ● fréttablaðið ● bylgjublaðið
Á ferð um landið eru sjoppur
víðs vegar vinsælir viðkomu-
staðir og oftar en ekki nauð-
synlegir. Við fengum nokkra
reynda poppara til að segja
okkur aðeins frá uppáhalds
sjoppunum sínum en þegar
túrað er um landið og spilað á
sveitaböllum er nauðsynlegt
að næra sig og safna kröftum
á leiðinni.
Popparasjoppur á
landsbyggðinni
BIRGITTA HAUKDAL
„Mín uppá-
haldssjoppa
er Staðarskáli
í Hrútafirði.
Kjötsúpan þar
er frábær en
í Staðarskála
er hægt að fá
heimatilbúinn
sveitamat eins
og gúllas, kjöt-
súpu og fleira
sem er ekkert
endilega í öðrum sjoppum á land-
inu. Fyrir ári síðan var sjoppan
gerð upp og henni breytt og hafði
ég þá smá áhyggjur af að hún
myndi missa sjarmann en kjöt-
súpan er enn til staðar og ég mun
halda áfram að stoppa þar þó svo
að búið sé að breyta henni.“
MAGNI ÁSGEIRSSON
„Það er nú af mörgu að taka, sérstaklega þar
sem ég keyri um það bil þúsund kílómetra á
viku. Uppáhaldssjoppan mín var Staðarskáli en
er það ekki lengur. Eftir breytingarnar hvarf
svolítið sjarminn og er þetta orðin „enn ein“
bensínstöðin. En annars er og hefur Söluskáli
KHB á Egilsstöðum alltaf verið ein af mínum
uppáhalds sjoppum. Þegar ég var í menntaskóla
á Eiðum fórum við alltaf inn á Egilsstaði með
rútu og héngum þar allan daginn, starfsfólkinu
til ákaflega lítillar ánægju. Þetta er allavega sú
sjoppa sem ég hef eytt mestum tíma í. Síðan er
alltaf gott að stoppa í Varmahlíð og starfsfólkið
á Blönduósi er reyndar mjög skemmtilegt.“
JÓNSI Í SVÖRTUM FÖTUM
„Ein sjoppa er öðrum betri að mínu
mati og það er flugkaffið á Flugvell-
inum á Akureyri. Það er svo rosa-
lega gott flatbrauð með hangikjöti
þar. Mín venja undanfarin fjögur
ár er að kaupa alltaf tvær sneiðar
af flatbrauði með hangikjöti og eina
kókómjólk þegar ég er í flugstöð-
inni á Akureyri. Þetta er sú sjoppa
sem hefur orðið hvað reglubundnust
hjá mér. Þetta er klárlega mín uppá-
haldssjoppa.“
PÉTUR ÖRN GUÐMUNDSSON
„Einhvers staðar nálægt Vík í Mýrdal er sjoppa
sem er dálítið ein á báti. Því miður man ég ekki
hvað hún heitir né hvar hún er nákvæmlega en
þar fékk ég svo fínar heimaprjónaðar lopahúf-
ur fyrir nokkrum árum. Húfurnar hafa nýst
mér vel og hafa bjargað heyrn minni og heila.
Síðan fékk ég afbragðsgóðar veitingar og svala-
drykki. Eitthvert bílaverkstæði er þarna rétt
hjá en hins vegar er alveg stolið úr mér hvað
sjoppan heitir! Hún er ekki inni í neinum bæ
heldur stendur bara ein og sér á einhvers konar
krossgötum, kannski mig hafi bara dreymt þetta á leiðinni? En ef ég á að
nefna aðrar sjoppur þá kunni ég nú alltaf vel við Brú í Hrútafirði en svo
stoppa ég oft í Borgarfirði. Þó að Hyrnan sé stór og mikil fer ég yfirleitt í
þessa minni þar sem hún minnir meira á æskudagana. Það er alltaf voða
gott að fá sér kaffi og frostpinna þar, þó ekki endilega í þeirri röð.“
GUNNAR
ÓLASON
„Staðarskáli
er uppáhalds
sjoppan mín.
Hann er án-
ingarstað-
ur poppara
sem ferð-
ast á rútum
og ef hann
væri ekki til værum við löngu
dauðir. Hamborgararnir þar eru
búnir að ala af sér kynslóð popp-
ara. Alltaf er stoppað í Staðar-
skála. Breytingarnar á honum eru
að mínu mati bara til hins betra.
Aðgengið er betra og snyrtilegra
þó svo að sá gamli sé alltaf góður
í minningunni. Ég hef nú í seinni
tíð farið þarna sjaldnar í gegn en
ef ég er á ferðinni um Hrútafjörð-
inn stoppa ég alltaf þarna. Síðan
er alltaf gaman að stoppa í Víkur-
skála í Vík í Mýrdal en þar fæ ég
mér alltaf krembrauð og kók. Veit-
ingavalið fylgir svolítið þeim stað
sem stoppað er á, eitthvað eitt er
betra þarna en annars staðar. Allt
hefur þetta sinn sjarma.“
Hamborgarar eru sígilt sjoppufæði á löngum og strembnum ferðum um landið.
Mörgum þykir óhugsandi að ferð-
ast án þess að hafa með sér iPod,
leikjatölvur, myndavélar eða far-
síma. Ýmsir kostir fylgja því að
hafa slík tæki við hönd, en einn
helsti ókosturinn er sá að þeim
fylgir oft fjöldi aukahluta, eins og
hleðslutæki. Philips hefur séð við
því með framleiðslu á hleðslutæki
með innbyggðri rafhlöðu, Philips
Power2Charge, sem hentar í ferða-
lög og hefur hlotið góðar viðtök-
ur. Það hleður jafnt síma, iPod
og önnur 5V tæki, þar sem
því fylgja sex ólík milli-
stykki. Því þarf ekki
að halda utan um
fjölda hleðslu-
tækja á ferða-
lagi. Rafhlaðan
endist í allt að fimmt-
án tíma. Tækinu er stung-
ið í samband við
Power2Charge
og við það hleður
það af rafhlöð-
unni í hleðslu-
tæki. Sérstakt ljós
sýnir hvort það er
að hlaða sig. Prufu-
takki og díóðu-ljós
sýna hversu mikil hleðsla er
á því. Tækið fæst í verslunum
Handhægt og einfalt í notkun
KYNNING
Rúðuþurrkur
NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico
af rúðuþurrkum frá
NÝ ÚTGÁFA
bílaperur frá
Quarts
bílaperur
NÝJAR
allt að 80% meira ljós
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki