Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 43
MÁNUDAGUR 4. maí 2009 19
www.urvalutsyn.is
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – Reykjavík – Sími 585 4000
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega.
F
ít
o
n
/S
ÍA
Það er afskaplega auðvelt að komast í gott frí á
sólarströnd með fjölskylduna með því að skipta
kostnaðinum í fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur á
greiðslukort. Áratuga reynsla Úrvals-Útsýnar og
þaulreyndir fararstjórar tryggja farþegum okkar ljúft og
þægilegt frí á frábærum kjörum. Marmaris í Tyrklandi og
Albufeira í Portúgal hafa laðað Íslendinga til sín sumar
eftir sumar. „...og nú allir af stað með Úrval-Útsýn“.
F
ít
o
n
/S
ÍA
Skiptu kostnaðinum í fjórar vaxtalausar og
jafnar greiðslur á www.urvalutsyn.is. Miðað
við að greitt sé með greiðslukorti eða bókað
á netinu. Færslugjald leggst ofan á uppgefið verð, frá 2%.
Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur
Við greiðum
þér leið í sólina
MARMARIS
MARMARIS
Grand Cettia
Brottför 3. júlí
Fallegt fjölskylduhótel með bæði herbergi og íbúðir. Allt innifalið
til kl. 23 á kvöldin; máltíðir, innlendir drykkir með mat, drykkir að
degi eða kvöldi og skemmtidagskrá.
VERÐDÆMI
104.280 kr.
á mann miðað við 2 með 2 börn í viku
með öllu inniföldu.
2 fullorðnir í viku, allt innifalið, verð 122.440
Allt
innifalið!
Tyrkland
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
23. – 25. maí
15. – 17. maí
Verð á mann í tvíbýli:
86.900 kr.
104.900 kr.
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Man. Utd.
Arsenal
Arsenal
Stoke
Verð á mann í tvíbýli:
Boltinn er hjá okkur!
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, hótelgisting í 2 nætur með
morgunverði og miði á leikinn.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, hótelgisting í 2 nætur með
morgunverði og miði á leikinn.
HANDBOLTI „Þetta er stór-
kostlegt og miklu betra
en maður getur ímynd-
að sér,“ sagði Florent-
ina Stanciu eftir fjórða
Íslandsmeistaratitill henn-
ar á fjórum árum.
„Þetta voru ekki léttir
leikir en við gerðum þá auð-
veldari með því að mæta vel
einbeittar og tilbúnar í þá
alla,“ sagði Florentina. „Við
misstum kannski sterka
leikmenn en við misstum
aldrei trúna á það að við
værum með liðið til að fara
alla leið og vinna titilinn. Það
er sterk liðsheild hjá Stjörn-
unni og við hjálpum hver ann-
arri,“ sagði Florentina.
„Stelpurnar í liðinu trúa á
mig og ég gef þeim kannski
meira sjálfstraust. Ég fæ
líka mikið sjálfstraust við
að spila með þeim,“ segir
Florentina. En hvað með
næsta tímabil?
„Það eru áttatíu prósent
líkur á því að ég verði áfram
með Stjörnunni.“ - óój
Florentina Stanciu Íslandsmeistari fjórða árið í röð:
80 prósent líkur á
að ég verði áfram
HANDBOLTI Stjarnan vann 28-26
sigur í þriðja úrslitaleiknum á
Fram í gær og tryggði sér þar með
Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild
kvenna. Lokatölurnar gefa ekki
rétta mynd af leiknum þar sem
Stjarnan var með örugga forystu
allan leikinn og Framliðið náði að
bjarga andlitinu með því að skora
fjögur síðustu mörk leiksins.
Stjörnukonur hafa heldur betur
sýnt að þær kunna að vinna enda
annað árið í röð sem liðið verð-
ur tvöfaldur meistari. Þrátt fyrir
áfall og miklar mannabreytingar
þá er og verður Íslandsmeistara-
bikarinn áfram í Garðabænum.
Lokaúrslitaeinvígið í N1 deild
kvenna varð í raun aldrei spenn-
andi, eftir átta og sjö marka sigra
í fyrstu tveimur leikjunum náði
Stjörnuliðið öruggu forskoti í upp-
hafi leiksins í gær og það var ljóst
strax frá byrjun að Íslandsmeist-
aratitillinn væri tryggður. Atli
Hilmarsson, þjálfari Stjörnunn-
ar, er þar með búinn að gera bæði
karla og kvennalið að Íslands-
meisturum.
„Þetta er búið að vera öruggt
í allan vetur á móti þeim. Við
unnum örugga sigra í öllum þrem-
ur leikjum í deildinni og svo aftur
í úrslitakeppninni. Einhvern veg-
inn þá liggja þær vel fyrir okkur,”
sagði Atli Hilmarsson, þjálfari
Stjörnunnar en fagnaði hann þá
þegar Fram komst í úrslitin?
„Ég held að við hefðum unnið
Hauka líka. Mesta afrekið var að
vinna Val í þessum framlengda
leik hérna í Mýrinni þar sem við
misstum Florentinu útaf. Það var
frábært afrek,“ sagði Atli.
„Við erum bikarmeistarar, við
erum deildarbikarmeistarar, við
erum meistarar meistaranna og
svo Íslandsmeistarar. Helming-
urinn af þessu liði er í líka í ungl-
ingaflokki sem varð líka Íslands-
meistari þannig að þetta er búinn
að vera frábært vetur,“ sagði Atli.
Atli vann Íslandsmeistaratit-
ilinn með syni sínum Arnóri á
sínum tíma hjá KA og í gær vann
hann titilinn með Þorgerði Önnu
dóttur sinni.
„Við gerðum okkur þetta mjög
erfitt fyrir. Það tók okkur tvo og
hálfan leik að átta okkur á því að
við ætluðum að gera eitthvað í
þessari keppni,“ sagði Einar Jóns-
son, þjálfari Fram.
„Það náðist ekki upp sú einbeit-
ing og sá vilji sem þarf til að klára
svona leiki eins og Stjarnan hefur.
Þær eru ekki með betra lið en við,
með allir virðingu fyrir þeim. Þær
eiga heiður skilinn og ég óska þeim
til hamingju með titilinn en ég er
verulega ósáttur við annað sætið
því mér finnst við hafa lið til þess
að klára þetta,“ sagði Einar.
Kristín Jóhanna Clausen, fyrir-
liði Stjörnunnar og sambýliskona
Einars var með skýringuna á
hreinu. „Svona er þetta bara, ég
kem heim með gullið og hann með
silfrið. Þetta er bara vaninn og við
förum ekkert að breyta því,“ sagði
Kristín. ooj@frettabladid.is
Stjarnan er Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir 3-0 sigur á Fram í úrslitunum:
Búinn að vera frábær vetur
BIKAR Á LOFT Elísabet Gunnarsdóttir og
Kristín Jóhanna Clausen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÞJÁLFARINN Á LOFT Atli Hilmarsson var að sjálfsögðu tolleraður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON