Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 46
22 4. maí 2009 MÁNUDAGUR
Tónlistarmaðurinn, lagahöfundurinn og einn
fremsti hljóðmaður þjóðarinnar, Steingrímur
Eyfjörð Guðmundsson, hefur í um hálft ár háð
stranga baráttu við hvítblæði þar sem hann hefur
lengst af dvalið á Landspítalanum. Vinir Steingríms
hafa nú komið á fót fjársöfnun til handa Steingrími
og fjölskyldu hans en vart þarf að taka fram hve
þungur róður það getur verið að heyja slíka bar-
áttu. „Við vildum leggja eitthvað af mörkum en ef
allt gengur að óskum í þessari baráttu gæti hann
vonandi farið í mergskipti til Svíþjóðar,“ segir Þór-
unn Hjartardóttir myndlistarkona og ein þeirra sem
stendur að baki fjársöfnun til handa Steingrími.
Vinir Steingríms eru úr ýmsum áttum enda hefur
Steingrímur komið víða við – verið í hljómsveitum
eins og Langa Sela og skuggunum, Hringjum, Júpít-
ers og mörgum fleirum. Auk þess hefur hann komið
að hljóðsetningu og tónlist í okkar helstu bíómynd-
um svo sem Brúðgumanum, Mýrinni, Gargandi
snilld og Fálkum svo fátt eitt sé nefnt.
„Það er ýmislegt á döfinni og til stendur að halda
tónleika honum til styrktar. Okkur fannst nóg að
hann hefði áhyggjur af heilsunni þótt ekki bættist
við áhyggjur af því sem allir sem lenda í svona veik-
indum þurfa að hafa áhyggjur af: peningum. Þetta
er það minnsta sem við getum gert,“ segir Þór-
unn en ef Steingrímur fer til Svíþjóðar yrði systir
hans merggjafi. Reikningsnúmerið sem velunnarar
Steingríms geta lagt framlag sitt inn á er 0513-14-
402093, kt. 080160-3139. - jma
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. samsull, 6. samtök, 8. besti árang-
ur, 9. þakbrún, 11. fíngerð líkamshár,
12. plata, 14. dvaldist, 16. halló, 17.
egna, 18. tunna, 20. 49, 21. eignar-
fornafn.
LÓÐRÉTT
1. höfuð, 3. kringum, 4. sætuefni,
5. arinn, 7. afsprengi, 10. sigti, 13.
útsæði, 15. steintegund, 16. rámur,
19. ólæti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gums, 6. aa, 8. met, 9.
ufs, 11. ló, 12. skífa, 14. varst, 16. hæ,
17. æsa, 18. áma, 20. il, 21. sitt.
LÓÐRÉTT: 1. haus, 3. um, 4. melassi,
5. stó, 7. afkvæmi, 10. sía, 13. fræ, 15.
talk, 16. hás, 19. at.
Veljum íslenskt
GLÆNÝ LÍNUÝSA • FISKRÉTTIR Á GRILLIÐ
SIGINN GRÁSLEPPA • SIGINN FISKUR
GELLUR OG SALTFISKUR
Leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir
er nýkomin heim úr tíu daga ævin-
týraför til Úganda, sem oft hefur
verið kölluð perla Afríku. Þangað
fór hún ásamt barnabörnum sínum
Benedikt og Sylgju Dögg Sigur-
jónsbörnum og fjölskyldu hennar.
„Ástæðan fyrir því að ég fór þarna
út er að dótturdóttir mín [Sylgja]
og hennar maður fóru þarna fyrir
tólf árum á vegum ABC og voru
að byggja þar skóla. Svo komu þau
heim en voru alltaf óskaplega hrif-
in af Afríku,“ segir Herdís. „Þau
sögðu við mig: „Þú verður að koma
og sjá skólann,“ og hættu ekki fyrr
en þau drifu mig með.“
Í Úganda hittu þau fyrir systur
Sylgju, Hörpu Fönn, sem sinnir þar
þróunarstarfi á vegum ABC ásamt
eiginmanni sínum Vigni A. Guð-
mundssyni. „Þetta var allt orðið
miklu stærra og fleiri börn í skól-
anum en fyrir tólf árum,“ útskýrir
Herdís. „Það var mjög ánægjulegt
að sjá hvað börnin voru yndisleg
og hvað þau áttu gott. Þarna fengu
þau hádegismat, sem er óskapleg-
ur munur.“
Auk þess að kynna sér þróunar-
starfið sá Herdís upptök árinnar
Nílar, „þar sem vatnið bókstaf-
lega bullar upp úr jörðinni“, og fór
í sunnudagsmessu þar sem prest-
urinn þrumaði yfir þeim í klukku-
tíma. „Maður þurfti að beygja sig
til að komast inn og þarna voru
trébekkir með engum bökum,“
segir hún og greinilegt að hún
hefur notið dvalarinnar til hins ítr-
asta. „Ef ég væri yngri myndi ég
alveg örugglega fara í svona hjálp-
arstarf,“ segir hún og útilokar ekki
að snúa aftur til Úganda: „Maður
skal aldrei segja aldrei.“ - fb
Kynntist yndislegum börnum í Úganda
EINN OKKAR FREMSTI HLJÓÐMAÐUR Steingrímur Eyfjörð
Guðmundsson hefur unnið við allar okkar helstu bíómyndir
auk þess að hafa spilað með hljómsveitum eins og Langa Sela
og skuggunum og Hringjum.
HERDÍS Í ÚGANDA Herdís fyrir utan kirkj-
una í bænum Lale að hlusta á tónlist
sem var flutt tileinkuð henni.
GLÖÐ BÖRN Herdís segir að börnin sem
hún kynntist í Úganda hafi verið yndis-
leg í alla staði.
Heyr baráttu við hvítblæði
„Já, þetta er loksins að verða að
veruleika, eftir fjögurra ára bið,“
segir Logi Geirsson, silfurdrengur
og leikmaður Lemgo í Þýskalandi.
Hann hyggst ásamt félaga sínum
úr íslenska landsliðinu, Björgvini
Páli Gústavssyni, setja á markað
hið margumrædda og víðfræga
gel í sumar. Nánar tiltekið þann
1. júní. Gelinu hefur verið gefið
nafnið The Silver, glöggir lesend-
ur Fréttablaðsins ættu að vera vel
meðvitaðir um til hvers það vísar;
silfursins á Ólympíuleikunum í
Peking. Logi hefur verið meira og
minna meiddur þetta tímabil með
Lemgo og því hefur honum gefist
kærkomið tækifæri til að vinna
að framleiðslu gelsins. „Þetta er
bara svona, þegar ein hurðin lok-
ast þá opnast einhver önnur,“ segir
Logi.
Gelið mun fást í tveim útgáf-
um, önnur verður fyrir þá sem
vilja hafa hárið stíft og fastmótað
að hætti Loga og hin fyrir þá sem
vilja hafa hárið aðeins lausara líkt
og Björgvin Páll er orðinn lands-
þekktur fyrir. Gelið verður selt
á Netinu og mun heimasíða vör-
unnar, thesilver.is, verða opnuð 1.
júní. Þar að auki hafa Björgvin og
Logi náð samkomulagi við verslan-
ir 10/11 og Hagkaupa auk fremstu
hágreiðslustofa landsins um að
selja gelið.
Logi þakkar félaga sínum Björg-
vini það að senn hyllir undir lok
þessa mikla ævintýris sem hófst
árið 2005. Og markvörðurinn tekur
að einhverju leyti undir það. „Ég
er svona framkvæmdamaðurinn í
fyrirtækinu en Logi hugsuðurinn.
Saman myndum við þó hættulegt
tvíeyki,“ útskýrir Björgvin sem
hefur unnið baki brotnu undan-
farna þrjá mánuði, nótt sem nýtan
dag, við að koma þessu á legg.
„Gelið er fyrir alla, bæði konur
og karla, og við erum ekki í þessu
til að verða ríkir heldur bara til
að hafa gaman af þessu,“ segir
Björgvin.
Og að sjálfsögðu verður mikið
húllumhæ í kringum markaðssetn-
ingu gelsins. Blásið verður til mik-
illar veislu í Smáralindinni í byrj-
un júní þar sem hágreiðslustofur
etja kappi í óhefðbundinni hár-
greiðslukeppni, auglýsing verður
frumsýnd í Sambíóunum 8. júní,
á undan frumsýningu á myndinni
Star Trek og að sjálfsögðu verður
risa kynningarpartí að hætti Holly-
wood með rauðum dregli og öllu til-
heyrandi. Hvorki Logi né Björgvin
vildu þó tjá sig í smáatriðum um
þá samkomu, töldu þó rétt að árétta
að þetta yrði ein af veislum ársins.
freyrgigja@frettabladid.is
LOGI OG BJÖRGVIN PÁLL: ÆTLA AÐ YFIRTAKA HÁRTÍSKU ÍSLENDINGA
Silfurdrengir setja Silver-
gel á markað í sumar
„Ég er bara mjög stolt af honum
og mér finnst hann standa sig
rosalega vel. Hann er búinn að
vera með þessa dellu frá ferm-
ingaraldri. Ég ætla að vona að
hann drífi sig í nám í sambandi
við þetta.“
Ingibjörg Guðmundsdóttir, móðir Arnars
Más Brynjarssonar sem keppir á Cannes-
kvikmyndahátíðinni ásamt félögum
sínum.
Þeir eru nokkrir sem setið hafa
við skriftir undanfarna mánuði og
ætla sér að gera upp góðæristím-
ann og hrunið á Íslandi í bókum.
Einna forvitnilegust verður eflaust
bók Ármanns Þorvaldssonar
sem var forstjóri Kaupþings Singer
& Friedlander í London. Ármann
komst reglulega í fréttirnar á
góðæristímanum fyrir
veglegar áramótaveisl-
ur sínar í London þar
sem skemmtikraftar
á borð við söngvar-
ann Tom Jones og
hljómsveitina
Duran Duran
tróðu upp.
Hann ætti
því að hafa
frá ýmsu að
segja.
Við skrif bókarinnar nýtur Ármann
liðsinnis Jónasar Sigurgeirssonar
sem starfaði við fjárfestingatengsl
hjá Kaupþingi. Þeir félagar hafa
þegar tryggt sér risasamning
við breskt útgáfufyrirtæki sem
sérhæfir sig í bókum
tengdum viðskipta-
lífinu. Bókin kemur
út í Bretlandi með
haustinu og ku vera
skrifuð á léttum
nótum eftir því sem
það á við. Það skýrir
kannski vinnuheiti
hennar; „The
Accidental
Billionaires“.
Tveir umtöluðustu blaðamenn
Íslands, Gunnar Smári Egilsson
og Mikael Torfason, hafa látið lítið
fyrir sér fara á fjölmiðlamark-
aði að undanförnu.
En hafa þó ekki
gefið fagið alveg
frá sér. Þeir vinna
nú að næsta
blaði sem SÁÁ
gefur út í tengsl-
um við árlega
álfasölu
sína.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
GÓÐIR SAMAN
Logi Geirsson og Björgvin Páll Gúst-
afsson setja á markað gelið The Silver
í sumar. Um er að ræða tvær gerðir,
önnur er fyrir þá sem vilja hafa hárið í
föstum skorðum, líkt og Logi, og hitt er
fyrir hina sem vilja hafa
hárið aðeins lausara.