Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er mánudagurinn 4. maí, 124. dagur ársins. 4.49 13.24 22.05 4.21 13.09 22.01 F í t o n / S Í A www.icelandexpress.is Heimsborg Nú höfum við flutt okkur yfir á Gatwick flugvöll (South Terminal). Gatwick er þægilega staðsettur suður af London og þaðan fljúga flugfélög á borð við easyJet, British Airways og US Airways til allra átta. Einnig er stutt til Brighton sem er huggulegur og vinsæll strandbær. Skelltu þér til London, hvort sem þú vilt versla, borða góðan mat, kíkja á söfn eða bara sitja á kaffihúsi og virða fyrir þér fjölskrúðugt mannlíf! Bókaðu núna á www.icelandexpress.is! London kallar! Það er skylda að heimsækja Tate Modern nýlistasafnið. Þar eru alltaf fram- sæknar og umtalaðar sýningar í boði. GATWICK EXPRESS Frá 1. maí 2009 Það tekur aðeins 25 mín. að skutlast niður í bæ 25 mín. www.gatwickairport.com Bókaðu tengiflug! Gatwick Bandaríkin Ísland Mið-Ameríka Karíbahafið Afríka Asía Evrópa London Alveg frá því ég var barn hefur köttur verið á heimilinu. Sé kisi vel heppnað eintak er nærvera hans notaleg, þátttakan í heimilis- lífinu skemmtileg og ekki of uppá- þrengjandi viðbót. Einkum hefur mér þó sýnst mikilvægi kattarins felast í því að á honum er hægt að fá útrás fyrir knýjandi þörf fyrir að dekra einhvern linnulaust, án þess að sitja að lokum uppi með harðsvíraða frekjudós. Á meðan er hægt að beita börnin og mak- ann hóflegum og hollum aga, því bara forhert gæludýr hafa gott af of miklu eftirlæti. EFTIR hörmulegt fráfall síðustu kisunnar á bænum, bálför, virðu- lega útför og langan sorgartíma var staða dekurdýrs auglýst laus til umsóknar. Kom þá flærð heim- ilisföðurins í ljós, því mánuðum áður – á meðan ég sjálf var enn með ekkasog yfir framliðna kett- inum – hafði hann í leyni lagt drög að nýjum heimilismeðlim. Áður en við var litið var sá mættur á heim- ilið, mjög móttækilegur fyrir öllu uppsöfnuðu dekrinu. Ekki köttur í þetta sinnið heldur þvert á móti. HUNDUR hefur fáa eðliskosti sem köttur býr yfir og er þannig hvorki sjálfstæður né þóttafullur. Kemst hvorki einn út að pissa né hlaupa og elskar sjálfkrafa hvern þann sem ræður yfir lifrarpylsu. Fljót- lega kom í ljós að þótt umræddur hundur hefði hlotið fyrirtaks þjálf- un og brygðist snöfurlega við alls kyns skipunum var hann engin undantekning. Og mér sem þykir einmitt fátt skemmtilegra en að fóðra dýr og láta þau komast upp með hvað sem er, var gerð ræki- lega grein fyrir því að ólíkt góðum ketti gengi hundspott fljótt á lagið og tæki sér þá stöðu á heimilinu sem hann kæmist upp með. Ef ég léti eftir löngunum mínum til að dekra kvikindið myndi hann fljótt og vel endurraða sjálfum sér í stól stjórnarformanns heimilisins. Yrði sannkallaður frekjuhundur sem liti á okkur hin sem þegna sína og tæki að lokum yfir bæði sófann og hjónarúmið. ÞETTA þýðir í stuttu máli að í stað þess að hafa fengið í hend- urnar kræsilegt fórnarlamb ofdek- urs þarf ég nú stanslaust að halda aftur af mér. Hunsa djúpstæða þörf til að reiða fram fyrir hund- inn ótakmarkaðan harðfisk og nautalundir með bernaise. Horfa svellköld í biðjandi brún augun og éta framan í hann án þess að blikna. Svo tárumst við bæði yfir óréttlæti heimsins. Fjölskyldan fer í hundana

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.