Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 2

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 2
146 um, en eðliskostir hennar eru svo miklir, að ólíklegt er að hún haldi eigi allmiklu verðgildi, um ófyrirsjáanlegan tíma. Þessir keppinautar ullarinnar gera það samt að verkum, að kröfurnar um góða og vandaða ull fara allt af vaxandi, eptir því sem samkepnin eykst. Lakari efnis- varan, sem útbúin er á bezta hátt, getur hæglega komizt í fyrirrúmið, svo hin eðlisbetri hljóti óæðra sæti, ef henni hefir verið spillt með öfugri meðferð, eða eigi löguð eins og vera bar, eptir kröfum og þörfum kaup- endanna. þetta hafa menn að vísu, fyrir alllöngu síðan, heim- fært til ísienzku ullarinnar, og þess vegna viljað bæta hana sjálfa og alla meðferð hennar. En almennar fram- farir í ullarverkun hafa samt verið allt of hægfara. Eitt af því fyrsta og bezta, sem ritað hefir verið, al- menningi til hvata og leiðbeiningar í ullarmeðferð, er að finna í ritling eptir Jón Sigurðsson, forseta, sem nefn- ist »Lítil varningsbók«. Er þar alllangur kafli um ullarverk- un, sem hefði mátt að góðu gagni verða. En menn sinntu þessu máli lítið, enda mun bókin hafa verið í fremur fárra höndum. Næsta verulega sporið til þess, að fræða menn um bætta verkun á ull var því næst stigið nú fyrir 25 árum. Pá var það ráðið á sýslufundi Suður-Þingeyinga 1885 — ineðfram. fyrir hvatir frá Kaupfjelagi þingeyinga — »að senda mann til Bradford á Englandi, til þess að komast eptir hverjar orsakir væru til hins afar-lága verðs, sem nú er á íslenzkri ull, og þó einkum til þess að fá upp- lýsingar um, hvort hægt væri fyrir íslendinga að bæta úr því á nokkurn hátt«. . Sýslunefndir þingeyjarsýslna veittu fje til þessarar férð- ar að ’/3, en amtsráð Norðuramtsins að 2h, alls 900 kr. Til fararinnar rjeðst Kristján Jónasson frá Narfastöðum í Reykjadal, gáfaður, athugull og vandaður maður. Ferð- aðist hann til Englands og var um tvo mánuði að heim- an. Næsta ár, 1886, reit hann langa og fróðlega ritgerð

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.