Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 6

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 6
150 rekinn. Sem dæmi þess, hversu stórir ullariðnrekendur þar eru, má geta þess, að einhver stærsta ullarverksmiðj- an í Boston hafði notað 512,000 pund af ull síðustu þrjá daga áður en eg kom þangað, og sagði forstöðu- maðurinn mjer, að stundum notuðu þeir tvær miljónir ullarpunda á viku. Alstaðar þar vestra var mjer vel tekið og fjekk þar góðar og ítarlegar upplýsingar, meðal annars hjá Messrs. Carl Gurbnau & Sons, er munu að góðu kunnir hjer á landi. Frá Bandaríkjunum fór eg á heimleið um Belgíu og Darvmörk. í Belgíu var ætlun mín að kynna mér, hvort íslenzk ull væri notuð þar. Aðalullariðnaður þar er í Verviers, og fjekk eg þær upplýsingar, að íslenzk ull væri ekki notuð þar. í Danmörku var það tilgangur minn að fá ljósa grein um meðferð Donskebúa og Syriabúa á ull sinni, en það- an kemur bezt verkuð og flokkuð ull, að frásögn Ame- ríkumanna, á heimsmarkaðinn. En ull þessi er flokkuð eptir vissum reglum og undir eptirliti. í tilefni af þessu hitti eg að máli konsúla þeirra, og eptir samkomulagi eða tilvísun þeirra sneri eg mjer til utanríkisráðaneytis- ins danska og bað það um að reyna að útvega mjer fyrnefndar flokkunar og verkunarreglur og annað, er að ullarverkun fyr nefndra Ianda lýtur. Utanríkisráðaneytið varð mjög vel við þessum tilmæl- um og lofaði að rita konsúlum sínum um málið. Vona eg að upplýsingar þessar komi, því eg tel mjög líklegt, að á þeim megi talsvert græða. Hvert fer islenzka ullin? Árið 1908 voru flutt út hjeð- an af landi 1,377,958 pund af ull, er mest var flutt hjeðan til Danmerkur og Englands, en auk þess nokkuð til Noregs, og árið 1909 alls 1,962,600 pund af ull. Pótt ull þessi sje flutt hjeðan til þessara landa, þá er hún fiutt þangað til sölu og seld þaðan tíl annara landa.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.