Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 7

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 7
151 Mest af ullinni fer til Ameríku og því brýnust þörfin að kynna sjer hið rækilegasta, hversu kaupendur þar óska að breytt sje. Samkvæmt skýrslum þeim, er eg fjekk í Boston, hefir verið flutt þangað íslenzk ull sem hjer segir: 1908: 212,139 Ibs. (ensk pund). 1909: 1,620,589 Ibs. 1910: 260,463 Ibs. En til New-York var flutt árið 1910 alls 418,311 Ibs. f*ar af komu: Frá Danmörku 189,397 lbs. — Englandi 222,854 lbs. — Þýzkalandi 6,060 Ibs. Frá Philadelphiu á eg von á skýrslu um innflutta ull. Eins og sjá má með því að bera saman tölur þessar við útflutta ull hjeðan, þá sjest skjótt, að mest af ís- lenzku ullinni er notað í Bandaríkjunum. . * * * 77/ hvers er ullin notuð? Heyrzt hefir hjer að íslenzk ull væri að eins notuð í gólfábreiður og annað grófara, en í önnur efni væri ekki hægt að nota hana, vegna þess að hún væri svo grófgerð. Eg aflaði mjer upplýsinga um tjeð efni, því það var auðsjeð, að ef íslenzk ull væri að eins notuð í hin ó- vandari efni, þá mætti aldrei vænta þess, að fá hátt verð fyrir hana, Og því minna eyðandi til þess að bæta verk- un hennar, en þá frekar ástæða til að bæta sauðfjárkyn- ið, með tilliti til ullargæðanna. En þetta álit er ekki rjett; almennt er hún notuð í fataefni, en hið lakara í grófari efni. í Ameríku er margskonar ullartollur. Undir hinar lægri tollskyldur heyrir grófari ullin, er Ameríkumenn nefna »carpet wool«, og undir því nafni gengur ull vor þar vestra og kemst þar inn á markaðinn. Petta mun vera

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.