Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 10
154
Syríubúar og Donskebúar gera, enda fá þeir gott verð
fyrir ull sína.
Pað er því engum efa u'ndir orpið, að það er hagnað-
ur að því, að verka ullina sem bezt, enda voru ullar-
kaupmenn á þeirri skoðun, og einn af stærri ullarnot-
endum ritar mjer meðal annars svo:
»Ef ullin væri vel þvegin, og hreinsuð af grasi og
sandi og síðan þurkuð vel, áður en um hana er búið,
þá mundi hún standast betur samkeppnina á ullarmark-
aði vorum.«
Þvotturinn.
það, sem mest ríður á við ullarverkunina, er, að vanda
ullarþvottinn sem mest.
A ullarþvottinum, eins og hann er nú, eru ýmsir ann-
markar, sem öllum eru kunnir, en auk þeirra vil jeg
bæta við:
Að »þvælið« eða vatnið, sem nötað er, er víst jafnað-
arlega of heitt, og ullin til muna skemmd með því. Það
á ekki að vera heitara en um 43 °—57 0 C. mest, eptir
því hversu óhrein ullin er.
Annað er ,þurkurinn‘.
Ullin er nú almennt þurkuð á grasvelli, opt á túnun-
um eða í grennd við þau. Þetta veldur því, að opt og
einatt, þegar ullin er tekin saman, er slitið óvart og í
flýti upp gras, er fer saman við ullina.
Ymsir aðrir annmarkar eru á þvottinum, en bezta ráð-
ið til að bæta úr þeim efnum tel jeg það, að komið sje
upp þvottastöðvum er þvoi alla ullina fyrir þau svæði,
er þangað eiga að sækja, og að ullin frá þeim sje flutt
út, en haft sjerstakt merki fyrir þvottastöð hverja, líkt og
rjómabúin hafa nú.
Með þessu vinnst það, að ullin verður mikið betur
verkuð, er æfðar og vanar þvottakonur fást við þvottinn,
og merki hverrar þvottastöðvar ætti að geta verið til