Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 11
155
þess, að tryggja henni gott álit, ef ullin yrði vönduð að
frágangi.
Sá siður, er nú viðgengst sumstaðar, að taka ullina
frá þeim bændum, er bezt þvo hana, og setja saman við
þá, er verst er þvegin, verður til þess, að ekkert af vör-
unni fær álit, og bændur missa alla löngun til vöru-
vöndunar.
Ef þvottastöðvar gætu komizt á fót, rjeðu þær bót á
þessu meini.
Sjálfsagt er það, að þvottastöðvarnar starfi undir eptir-
liti, og að ull þeirra verði flokkuð.
Flokkunin.
Ekki leggja Ameríkumenn eins mikla áherzlu á það,
að ullin sje vendilega flokkuð, sem hitt, að öll meðferð
hennar, þvottur og þurkun, sje hið vandvirknislegasta í
alla staði, allt frá því rúið er, til þess ullin er pökkuð.
Sú flokkun, sem þeir álíta hagkvæmasta á allan hátt,
er svo:
í fyrsta flokk ber að setja alla hvita vorull, bæði langa
og stutta, nema gölluð sje og hún því eigi að vera í
öðrum flokki.
í öðrum flokki öll gul vorull (vellótt og leirlituð), enn
fremur hvít vorull, er kindin hefir dregið á eptir sjer,
eða sem gras eða fræ er í, svo sem hagalagðar (upptín-
ingur).
í þriðja flokki öll mislit ull (grá, svört eða mórauð),
og ber að leggja áherzlu á það, að þess sje stranglega
gætt, að aðgreina mislita ull hið bezta frá hvítu ullinni,
og eins verður að aðgreina vel algula uli frá henni.
Alla haustull ber að hafa sjer í flokki, hversu góð og
hvít sem hún kann að vera, og má aldrei blanda henni
saman við vorullina.
Önnur flokkun, er til mála gæti komið og sem einn
mikils metandi ullarkaupmaður lagði fyrst til, er jeg átti
tal við hann, var að flokka fyrsta flokkinn í tvennt,