Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 12

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 12
156 langa og stutta ull. A þeim er mikill verðmunur, því langa ullin er notuð í fatnaði og önnur betri efni, en hin í þau lakari. Um þetta átti jeg tal við annan ullarnotanda, og sagði hann, að með hag ullareiganda fyrir augum, þá Iegði hann til, að löng og stutt ull væri ekki aðgreind, því verðmunur milli þeirra væri mjög svo mikill, en ef þær væru hafðar saman, þá fengizt hlutfallslega hærra verð, því við kembinguna blandaðist mikið af stuttu ullinni saman við þá lengri, svo ullin verður, þar af leiðandi, að meiri notum, og kaupandinn getur greitt hærra verð. Þessar ástæður virðast vera auðsæar, enda voru allir sammála um flokkunina, og ullarkaupmaður sá, er fyrst stakk upp á að aðgreina langa og stutta ull, fjell frá því, og ritaði mjer brjef, tii þess að leiðrjetta þau fyrri um- mæli sín. Hvert á að senda ullina? Þegar spurt er að því, hvert eigi að senda ullina, þá er því fljótsvarað. F*að á að senda hana beint til Ame- ríku (Boston). Hvers vegna? Vegna þess, að ullin er mest notuð þar, og óþarfi að láta Englendinga, Dani eða Bjóðverja vera milligöngu- menn í þeim efnum, svo sem nú er. Þeim mun færri milliliðir, þeim mun meiri hagnaður. En er það kleyft? Um það átti jeg tal við kaupmenn í Boston og New- York, og töldu þeir engin vandkvæði á því. Norðmenn tíðka nú mjög slíkan flutning á ýmsum vörum, og að vestan væri hægt að flytja hingað hveiti og fl., er nægði í skipsfarm. Skip þetta ætti að koma t. d. á fjórar hafnir hjer á landi. Þar ætti ullin að vera tekin og flutt vestur. Bezt væri að selja ullina þar á uppboði, þó ekki alla

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.