Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 15
159 með hverju lagi« að einhverju leyti. Petta hefir sýnt sig á þeim svæðum, þar sem menn hafa þó ætlað að vanda ullarverkunina eptir beztu föngum. Þó nú samlagsþvottahús sjeu nauðsynleg, er hætt við að ervitt veiti að koma þeim á stofn. F'að mun varla öðrum ætlandi en kaupfjelögunum, að gera fyrstu til- raunirnar. Hugmyndin er ekki ný; hún hefir komið til tals áður hjer nyrðra, og hafa menn, almennt, verið ó- fúsir á að breyta til í þessa átt. Það, sem menn einkum hafa haft á móti svona lög- uðu samlagi hefir verið. 1. Það hefir verið talið enn meira vatidaverk að taka d móti óþveginni ull heldur en þveginni, og gera þar sanngjarnan verðmun. Það er einnig hætt við að ullin skemmist við flutning og geymslu á móttökustað, ef hún bíður lengi óþvegin, hafi hún eigi verið því betur undir búin heima fyrir, og meðfarin í flutningi. 2. Ullareigendum þykir það koma betur við að kosta sjálfir verkun og greining ullarinnar heima hjá sjer, held- ur en þurfa að borga 5 — 10 aura fyrir verkun á hverju ullarpundi, sem búast má við að verkunin kosti á þvotta- húsinu. Auk þéss myndi þurfa að leggja talsvert auka- gjald á ullina, fyrir lóðarnotkup, til vaxta og afborgana af lántöku til húsa og áhalda, eptirlits og reikningsfærslu m. fl. Menn telja hætt við að þetta vinnist eigi upp með verðhækkun ullarinnar, fyr en þá seint og síðar meir, og telja þetta því aukaútgjöld um óákveðinn tíma. 3. Sumstaðar hagar svo til í kauptúnum, að hentuga þvottastöð er örðugt að fá nálægt höfninni. En að vera í talsverðri fjarlægð við útskipunarstað bakar fyrirtækinu óþægindi og aukakostnað. F’rátt fyrir þetta vill Tímaritið eindregið mæla með því, að tilraunir sje gerðar með samlagsþvottahús. F*ar sem samvinnuhugsunin hefir fest góðar rætur og aðstaðan er góð við útskipunarstað, ættu kaupfjelögin að taka þetta mál til alvarlegrar íhugunar. Má þar til nefna sum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.