Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 19

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 19
163 hreinn og vel hirtur. Er skiljanlegt að smákinn, svo sem kviðull, geri eigi svo mikið til, því ekki verður unnt að losa fyrsta flokk við stutta ull, hvort sem er, meðan sauðfjeð er klippt, því þá lendir ætíð talsvert af hinni smáu, nýju fyllingu saman við. í lakari flokknum yrði sumt af því, sem við hingað til höfum haft í þriðja flokki, eða látið saman við mislita ull: flókar, sem eigi verða greiddir, án þess að slíta ull- ina; verulega illa verkaðir lagðar, hið allra gulasta úr ull- inni, rnorugir lagðar, o. s. frv. Skilgreining á gula litnum getur orðið álitamál, en þar kemur æfing og reynsla til greina. Auk þess má vænta að S. E. geti, síðar meir, gert gleggri flokkaskil. Ætti þá að velja úr íslenzkri ull hæfileg sýnishorn af flokkaskipt- ingunni, sem svo allir ullarkaupmenn og ullarfjelög hjer á landi fái keypt, til leiðbeiningar við flokkunina. Fjórðu tillögu S. E. um aðgreining og sjersölu hausi- ullar ætti hvervetna að taka þegar til greina, enda er það hægðarleikur, ef menn að eins vilja. Fimmta tillagan um beinan flutning ullarinnar til Ame- riku er íhugunarefni fyrir framtíðina. Komist nokkuð víða á samræmi í verkun ullarinnar, er þar nýtt hlutverk fyrir höndum. Liggur þá beinast við að Sambandið bind- ist þar fyrir máli. Það getur þá unnið fleira en eitt í senn af ætlunarverkum sínum: Komið samræmislegri framleiðslu fjelagsdeildanna á hinn bezta markað á hagfelldan hátt og án milliliða; komið til leiðar sameiginlegum vöru- kaupum í stórum stýl, og rekið þéssi störf með eigin erindrekum. * * * Tímaritið flytur herra S. E. þakkir fyrir unnið starf, og þann áhuga, sem hann, sjáanlega hefir haft á því að rækja erindi sitt sem bezt. Vonandi er, að hann skiljist 12*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.