Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 20
eigi við inálið að svo búnu, og að landsstjórnin veiti
honum framhaldsstyrk, því það mun almennt álit vera,
að val sendimannsins hafi vel heppnast.
Að endinu vill Tímaritið flytja hjer nokkrar bendingar
um ullarverkun, sem vel hafa gefizt. Geta þær að gagni
orðið, meðan ekki er öðru betra til að dreifa.
LEIÐBEININGAR
um notkun og meðferð ullar.
1. gr.
Þegar fje er rúið, skal velja til þess þurt veður, ef
unnt er. Ull af hverri kind sje aðskilin um leið og rúið
er, og fætlingar og kviðull höfð sjer, og hver mislitur
lagður tekinn úr. Ullin sje sem minnst slitin sundur, en
allir flókar greiddir mjög vandlega um leið og þeir eru
teknir af kindinni. Velja skal hentugan stað til rúnings,
helzt vel gróna grasflöt, og varast að mor eða önnur ó-
hreinindi fari í ullina, þegar rúið er.
2. gr.
Þegar búið er að rýja, skal þurka alla deigju úr ullinni;
þó skal varast að breiskþurka hana svo, að sauðfita
hverfi úr henni að nokkrum mun. Sand og önnur óhrein-
indi skal hrista úr ullinni svo vel sem framast er auðið,
og tína úr henni allt mor, sem í hana kann að hafa fall-
ið. Jafnan skal geyma ullina í byng á hreinum og þurr-
um stað, þar til hún er þvegin. Aldrei skyldi óþvégin
ull látin í poka, nema brýn nauðsyn beri til. En verði
ekki hjá því komist, þá skal varast að troða henni fast
saman, og ekki láta hana vera í pokum lengur en nauð-
syn krefur. Ávallt skyldi ull þvegin svo fljótt sem unnt
er, eptir að rúið er.
3. gr.
ílátið, sem ullin er þvegin í, skal vera stór pottur, vel
fægður og ryðblettalaus. Þvottalögurinn skal samansettur