Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 22
166
optast í við þvottinn, ef þær hafa eigi verið greiddar,
þegar ullin var breidd til þerris; við það verður ullin
hreyfilegri og blæfallegri. Pó skal varast að reita hana
sundur, svo hún líkist táinni ull. Séu lagðar með mjög
gulu togi, skal taka togið af.
8. gr.
Wegin ull skal ávallt geymd í byng, ef því verður við
komið, helzt á rakalausu, vel hreinu húslopti; en sé hún
látin í poka, skal varast að troða henni fast. Þó er bezt
að troða henni sem þéttast, ef hún er flutt á hestum
langa leið.
Leiðbeiningar þessar eru, að miklu leyti, samdar eptir
ullarverkunarreglum Eyfirðinga og F*ingeyinga.'
p. t. Akureyri, 3. Apríl 1894.
Pjetur fónsson. Hallgrimur Hallgrimsson.
Tímaritið felur þetta þýðingarmikla málefni allri alþýðu,
sem landbúnað stundar, en einkanlega þó samvinnufje-
lögunum, til farsælla umbóta og framkvæmda, og það
án þess að letjast eða láta tala kjark úr sér af þeim, sem
einhverra ástæðna vegna vilja láta allt sitja við gamla
»ó«-lagið.
S.J.