Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 33

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 33
177 þeir »óþokkar« að neita því, að skrifa nafnið sitt. — En það fer að haliast. Útvegurinn svarar ekki kostnaði; verzlunin minnkar; nýja brumið er horfið af kaupmann- inum. En þá kemur svarið, þetta blessað: einhverntíma, — sem enski karlinn sagði að væri versta einkenni ís- lendinga—. Ný lán eru hafin. Lántakandi og ábyrgðar- menn treysta því, að einhverntíma rakni þó fram úr. En, »einhverntíma« kemur ekki í Ijós á undan skuldakröfu- dögunum. F*á er hægt að ota því fram, að »ekkert sje af sjer að hafa« ; þá er að velta skuldunum alla vega til, láta sumt falla á ábyrgðarmennina, þvæla fjármáiin og svíkja út ný lán, sjer til viðurværis. Maðurinn er orðinn of fínn til að vinna. Þegar fokið er í öll skjólin, þá er að flýja af einu landshorninu á annað. sþar sem enginn þekkir mann« o. s. frv. Eg tel víst, ef leitað er í kauptúnum vorum, muni finn- ast mörg dæmi áþekk þessu. Það þarf ekki sjerlega stórt þorp, til að ala þrjá eða fjóra svona »kaupmenn«. Hið versta við þennan nýmóðins kaupmennsku- og út- vegsmannaflokk er ekki það, þó illt sje, að tapa þeim sjálfum frá nytsamari störfum. Hitt er verra, að þeir draga ótrúlega mikinn fjölda annara manna niður í sorpið með sjer. Hver þessara gróðabrallsmanna dregur vanalega með sjer vænan hóp ábyrgðarmanna. Pá menn taka þeir optast úr flokki framleiðenda. Við það skerðast þá framleiðslutæk- in til stórra muna, svo hjer rætist hið fornkveðna: »Sjald- an er ein bára stök.« Pað er sárt að sjá það og heyra, þegar gamlir myndarbændur og efnamenn þurfa að borga sinn síðasta eyrir í slikar ábyrgðarskuldir og standa svo allslausir í ellinni. Eða þegar fjölskyldumaðurinn verður að taka brauðið frá börnunum sínum og kasta því í þessar skuldir. Margir, sem áður skulduðu lítið, hafa orðið að hleypa sjer í stórskuldir, til þess að hlífa at- vinnustofni sínum, þegar ábyrgðarskuldirnar fjellu á þá. F*essir dægurkaupmenn eru höfuðpaurar alls hins mikla 13

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.