Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 37
181
orðið henni til ills eins. Hinir örfáu »sterku« hafa gleypt
allan arðinn.
Bakvið hina hnígandi öldu samkeppninnar, og nokkru
leyti borin fram af flóði hennar, rís svo upp ný voða-
bylgja af áhrifum einstakra auðkýfinga, sem taka hönd-
um saman, mynda hringi og auðsafnaeinokun. Hún hót-
ar þvf að hremma flest það, sem af komst í fyrri plág-
unni.
En jafnhliða þessu verður þess einnig vart, að ný
hreifing er á haffleti viðskiptalífsins, sem boðar öllum
færan sjó, veikum sem styrkum.
Pað er hreifing hinnar frjálsu samvinnu.
F*að er hún, sem á að ná yfirtökunum og kollsteypa
gömlu samkeppninni og hinum nýju auðvaldssamtökum.
fslenzku kaupfjelögin og samvinnufjelögin eru boðber-
ar þessarar nýju hreifingar hjer á landi. Meðal hlutverka
þeirra á að vera það, sem talað hefir verið um hjer að
framan:
1. Að vinna að því að gera gróðabrallsmönnum ó-
mögulegt að fleka alþýðu til að ganga í ábyrgðir
fyrir sig, sem með gjaldþrotum sínum eyða efn-
um, lánstrausti og virðingu landsmanna, og
2. að koma verzlun landsmanna í það horf, að arð-
ur hennar lendi í vösum framleiðenda.
* *
*
Grein þessi var rituð fyrir tveim árum, og einkum
miðuð við ástandið sem þá var. Nú var hún loks sýnd
ritstjóra Tímaritsins, sem var fús á að veita henni mót-
töku.
Einhverntíma, síðar meir, þegar vel liggur á höfund-
inum, er hann vís til að senda Tímaritinu fleiri bend-
ingar um það, hvernig hann hyggur að auka megi fram-
leiðslu í landinu.
„n.“+„n.“