Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 41
185
Skuldir.
1. Irmstæður 132 eigenda..............Kr. 15,546.02
2. Minningarsjóður J. Hálfdanarsonar — 1,060.07
3. Varasjóður sparisjóðsins .... — 1,013.05
Samtals . . . Kr. 17,619.14
5. Við II. B. 2 — 5. Sömu athugasemdir og við þessa liði
á skýrslunni fyrir 1909.
6. Við I. A. 1. Osamræmi við skýrsluna 1909 um kr.
1048.03, sem vöruleifarnar voru vantaldar þá.
P-J•
II. Samtal við Vesturþeimsmann.
Sá sem ritar þessar línur, fann nýlega að máli Vestur-
íslending, sem var á ferð hjer heima, til þess að heim-
sækja æskustöðvar sínar. Maðurinn var með fyrstu ís-
lendingum sem fluttu búferlum til Kanada, og hefir, sem
von er til, margt á daga hans drifið. Framan af árum
fjekkst hann við ýmislega atvinnu og fór þá víða um
landið. En eptir að erviðustu árin voru um garð gengin
og honum hafði safnazt nokkurt fje, fór hann að fást
við verzlun. Nú er hann orðinn mjög vel efnaður, og
einn meðal beztu menningarfrömuða Vestur-íslendinga.
Samtal okkar barst brátt að verzlun, einkum væntan-
legum viðskiptum íslendinga, austan hafs og vestan, og
spurði eg hvernig honum Iitist á þau.
^Það er enginn efi á því,« sagði kaupmaðurinn, >að
þið getið haft mikinn hagnað af því, að skipta við Ame-
ríkumenn án milliliða. Ullina ykkar kaupa Bandaríkja-
menn mestalla, og er sjálfsagt að senda hana beint þang-