Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 50

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 50
194 sálarfræðisleg efni, nje rekja hin dýpstu tildrög til fyrir- brigðanna í sögu þjóðanna. En það langar til þess að benda samvinnufjelagsmönnum, smátt og smátt, á þau endurbótahlutverk, er það telur þeim nauðsynlegt að hafa hugföst. Þar kemur svo ákaflega margt til greina, sem snertir sálarfræðina og siðfræðina, eins og er um allar róttækar þjóðlífsumbætur. Það er opt svo náið sam- band milli einnar vöntunar og annarar, og ein umbótin leiðir til annarar. þá kemur það og til greina að ekki er nóg að hugsa sjer að gera svo og svo miklar umbætur á fjelagsskipuninni á yfirborðinu, nema jafnframt, og engu síður sje kappkostað að undirbúa jarðveginn; rýma það- an illgresinu, fyrst og fremst, svo það kæfi eigi hinar nýju jurtir, sem rækta skal. í fari allra þjóða og einstaklinga er meira og minna af þesskonar illgresi. Og sumt af því er þess eðlis, að þó það sýnist kann ske ekki svo ákaflega saknæmt, mætti eins vel segja um það, eins og stundum er gert um annað, sem meira sýnist bera á og meira er um talað: »Parna er undirrótin, með sínum mörgu aukagreinum, ef þið kippið henni burtu, fer að bera minna á öðru illgresi.« Sá þjóðargalli, sem þeir útlendingar, er okkar þjóðlífi kynnast, kvarta fyrst og optast um, er sá: hvað við sjeum óstundvísir. Og þó við vildum, getum við þar varla, með neinni sanngirni, borið hönd fyrir höfuð okkar. Petta er almennur þjóðarbrestur. Ef til vlll er þetta heldur að lagast á sumum stöðum, en þó átakan- lega hægt. Fastar reglur í skólunum, fastar áætlanir gufu- skipanna, pósta og póstvagna, og vinna við vegagerðir hjá góðum verkstjórum, eru helztu lækningameðulin sem við höfum haft við þessu þjóðarmeini. En þau hafa ekki verkað á nógu marga eða til langframa; hið gamla mein- ið var orðið svo samgróið þjóðarvenjunni. Óskiisemin, sem er fósturbarn óstundvísinnar, er því, eðlilega, svo á- berandi, manna á meðal. Óstundvísin er beinlínis skort-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.