Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 54

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 54
198 sem, meðal annars, miða til þess að auka stundvísi og skilsemi fjelagsmanna. 5. /. V. Frá útlöndum. 1. Danska sambandskaupfjelagið. Um fjelag þetta er svipað að segja og að undanförnu: að eignir þess og viðskiptavelta vex með hverju ári. Fje- lagið hjelt 27. aðalfund sinn í Júní þ. á. Var þá gerð ítarleg grein fyrir hag þess og starfsemi, fyrir árið 1910. Eins og víða tíðkast í útlöndum, framleiðir danska sambandsfjelagið ýmsar verksmiðjuvörur handa fjelags- deildunum. Vörur þær, sem á þennan hátt gengu til fje- lagsmanna, höfðu numið- hátt á 5. miljón króna. A árinu höfðu 35 nýjar deildir gengið í Sambandið, en 10 geng- ið úr, en flestar höfðu þær hætt störfum eða þá samein- ast öðrum deildum. Hreinn ágóði Sambandsins, á árinu, hafði orðið um 2>/3 miljón króna. Þar af fengu fjelags- deildir 5 % af viðskiptum sínum. Hinu var varið til að auka eignir fjelagsins og tryggingarsjóði. Til þess að sýna betur ástæður fjelagsins, og hvernig það eykur eignir sínar og tryggingar, skal hjer flutt yfir- lit yfir hreinar eignir þess í ársbyrjun 1911, eptir viðbót þá, sem til fjellst 1910. 1. Varasjóður (óskiptilegur) . . . . 2. Byggingasjóður ....... 3. Viðhaldssjóður (nýr, til að endurnýja hús og áhöld)...................... 4. Verðfallssjóður.................... 5. Abyrgðarsjóður .................... Kr. 3,249,592.31 - 2,250,000.00 - 250,000.00 - 200,000.00 - 100,000.00 Flyt . Kr. 6,049,592.31

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.