Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 4
46 SKINFAXI mundi bera sig best á jörð hans, og fyrir garðyrkjumanninn að færa tréð, ef hann sér að það getur ekki þrifist þar sem hann gróðursetti það upphaílega, — svo eg taki dæmi svipuð og höf. En aðalatriðið í öllu þessu er það að breytingarnar séu til bóta. II. Beinasti vegurinn tii að gera sér ljóst hvort affarasælla mundi fyrir samband U. M. F. I. þessar nýju tillögur, eða skipu- lag það sem nú er, er sá, að gera sér grein þess, hver er meginástæða, og megin- hugsun þess að félögin hafa stofnað sam- band, segir höf. Hér erum við sammála, og langar mig nú til að gera grein fyrir skoðun minni á þessu. „Meginástæða" þess að samband U. M. F. I. var stofnað hefir eílaust verið hinar sameiginlegu hugsjónir félaganna, og sam- eiginleg starfsemi fyrir þessar hugsjónir. Þau hlutu að sjá það, að þar sem þau öll voru bygð á sama grundvellinum, og öll lifðu sama hugsjónalífinu, þá væri þeim nauðsynlegt að standa í sem nánustu and- ans sambandi, tii þess að geta sem best hjálpast að því að halda þessum hugsjón- um heilbrigðum og vakandi. Ennfremur hlutu þau að sjá |)að, að þær hugsjónir knúðu fram svo að segja sömu störfin hjá þeim öllum, þá væri þeim einnig nauðsyn- legt að starfa sem mest saman, til þess að geta notið reynslu hvers annars og að- stoðar, og eins til að koina nokkurskonar heildarsamræmi á starfið. Svo var sambandið stofnað, og var það í upphafi eitt og óskiff fyrir alt landið, og áttu í því að vera samtvinnaðir þessir jneginþættir félags-skaparins; það átti að vera hæði hugsjóna- og starfs-samband. Nú þurfti ekki að ganga neinar grafgötur til þess að sjá að þetta gat ekki staðist. Sambandssvæðið var of stórt til þess að öll félögin gætu árlega sent fulltrúa á eitt sameiginlegt þing til að ráðstafa slörfum þeirra eins og þurfti. Það var of stórt til þess að nokkur stjórn hefði tök á að ná til hinna einstöku félaga með framkvæmdir sínar, og það var og er of- stórt til þess að öll félög þess geti starfað að einu íþróttamóti nema að nafninu til. Það var m. ö. o. ofstórt til þess að geta verið starfs-samband nema á pappírnum, Þess vegna var því skift í 4 deildir, sem kölluð eru fjórðungs-sambönd. En nú var það líka auðséð, að stæðu fjórðungs-sam- böndin alveg ein og óháð hvert öðru, þá var hinu upphaflega hugsjónasambandi ekki fyllilega borgið, með því að þá var hætta á að þau einangruðust nokkuð, og áhuginn dofnaði frekar, en ef öll félög landsins stæðu í einni fylkingu. Einnig var þá hætta á að ósamræmi yrði í starfsemi hinna einstöku deilda, og óhagræði var það líka að því leyti að þær áttu allar nokkur sameiginleg mál, sem betur voru komin öll hjá einni stjórn. Ur þessu var svo bætt með því, að þær stæðu allar í einu allsherjarsambandi; og eftir eðli sínu á það aðallega að vera hugsjónasamband en undirsamböndin starfsambönd, þó að hvortveggja grípi þar nokkuð inn í hitt. Þetta að skifta starf-sambandinu í deild- ir, var aðvitað hárrétt stefna. Þar ber okkur ekki á milli. En við sem breyta viljum, förum lengra og segjum: undir- samböndin eru ehki enn orðin nógu mörg — nógu smá — til þess að félög þeirra geli starfað saman svo nokkru muni; þau þurfa að minka frá því sem nú er. Aflur segja hinir að stærðin sé svo mátuleg að henni verði ekki breytt til batnaðar. Um þetta er ágreiningurinn, svo hér er ein- ungis um að ræða stigmun en ekki stefnu- mun. Þó segir höf. að þetta sé „gagn- stætt aðalhugsuninni með að stofna sam- band því að samböndin eiga að vera sem stærst“. En þetta getur ekki verið rétt. Ef það væri skilyrðislaust, aðalhugsunin að samböndin væru sem stærst, þá væri

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.