Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1914, Síða 9

Skinfaxi - 01.04.1914, Síða 9
SKINF AXI. 51 Sum árin fengu þau féð í stórdembum, og svo koma hallærin á milli, þegar þau hefðu ekkert handa á milli, nema ef eitt- hvað væri geymt á vöxtum frá góðu ár- unum. Sé því ekki annara úrræða að leita til að bæta úr göllum fjórðungssam- bandsins, með því að láta það standa, þá finst, mér það einna glegst sönnun þess, hvert vandræðafyrirkomulag það er. VI. Af öllu þessu, og íleiru, sannfærist eg því betur um jjað, sem og hugsa mál- ið meira, að skiftingin sé nauðsynleg. En þá skal eg heldur ekki draga dul á þá skoðun mína, að langheppilegast sé að fé- lögin ráði sjálf sem mestu um það, hve stórt hvert undirsamband er, ofan við eitthvert ákveðið lágmark. Eg treysti þvi fyllilega, að þá muni af sjálfu sér smámsaman myndast sambönd, sem áþreifanleg reynsla sýnir, að félögunum séu hentust til sam- vinnu. Og þau sambönd hljóta að verða varanlegri og gagnlegri en hin, sem mynd- uð eru af handahófi eftir einhverjum á- kveðnum landabréfslínum, jafnvel án nokk- urs tillits til staðhátta og kringumstæða í hinum einstöku héruðum. Og einnig mega þeir meðhaldsmenn fjórðungssamb. vel við una. Þeir halda því fram, að eigi verði fundin önnur hentugri sambönd; en ef svo er, þá mega þeir reiða sig á að íljótt muni sækja í sama horfið, þegar fé- lögin eru búin að reka sig á hina miklu galla sem þeir segja vera á smásamböndun- um, ef þá nokkurntíma verður breylt um. Og þá er sama hvort sanib. er nefnt fjórð- ungssamband eða héraðssamband. En eg geri auðvitað ekki ráð fyrir að reyndin yrði sú, og ætla eg nú í fám orðum að lýsa því, hvernig sambandið í heild sinni horíir við mér i þessum nýja búningi. Verður það þá eitthvað á þessa leið: Ein- stök félög, starfandi saman i sniádeildum, viðsvegar um landið, auðvitað misjafnlega stórum og misjafnlega öflugum eftir stað- niiiiiiir *t =r',y. ...n' "*7~— -r- ———ii[ SKINFAXI — mánaðarrit U. M. F í. — kemur út í Reykjavík og kostar 2 kr. árgangurinn, erlendis 3 kr. RITSTJÓRI: Jónns Jónsson frá Hrifla. Skólavöröustig 35. Simi 418. Afgreiöslumaður: Bjarni Þ. Magnússon Skólavöröustíg 6 B. Ritneínd: Agást Jósefsson, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhallsson. háttum. Aðalstörfin hugsa eg mér: sam- fundi, fyrirlestrastarfsemi, íþróttakenslu, i~ þróttamót o. tl. — Smádeildirnar svo í einu allsherjarsamhandi, og senda allar fulltrúa á sameiginlegt þing, þriðja hvert ár eins og nú. Gætu þeir setið þar á nokkurskonar sjónarhól, og litið þaðan yfir félagsheildina, rætt um þau mál, er hana varða mestu, og gert þær ráðstafanir er nauðsynlegar væru til að halda samræmi og slefnufestu í störfum hennar. Einnig gætu þeir þar tekið á móti ráðleggingum og ýmiskonar áhrifum bver frá öðrum, og borið svo hver inn á sitt sambandssvæði. Að lokum úthlutuðu þeir þar hinu sam- eiginlega fé t. d. til undirsamb. eftir með- limafjölda eða öðru, og kysu svo stjórn. (3 menn; ekki 1) til að hafa á höndum með- ferð hinna sameiginlegu mála þeirra milli þinga, og sem væri málsvari heildarinnar út á við. Svo væri Skinfaxi sjálfkjörið málgagn allra þeirra er eitthvað hafa um félagsmál að segja, og ekki nægði að fram væri borið á héraðsfundum og sambands- þingum, og yrði sambandsstjóri með bjálp hans að stuðla til að deildirnar gætu búið málin sem best undir sambandsþing. Ann- ars á hann að geta verið einn öllugasti þátturinn í hugsjónasambandi félaganna,. ef rétt er áhaldið. Ritað í febr. 1914. Bjarni Ásgeirsson-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.