Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Síða 1

Skinfaxi - 01.08.1914, Síða 1
S&\xijax\ 8. BLAÐ REYKJAVÍK, ÁGÚST 1914. V. ÁR Styrjöldin. Nú í sumar og vetur gerist hinn ljót- asti og sorglegasti atburður, sem núlifandi kynslóð mun nokkurntíma sjá. Heimsstríð- ið er byrjað. Níu þjóðir, og þar í taldar flestar hinar voldugustu og vitrustu, æða fram með eldi og eyðileggingu, eins og þær Heims- vœru óðar orðnar. Engin náttúru- stríðið. undur geta jafnast á við þetta stríð, i hryllilegum afleiðingum. Ekkert eldgos, jarðskjálfti eða hallæri, ekki alt þetta sameinað, gat sært og spilt eins miklu af mannlegri hamingju eins og mannshend- ur þær, sem komu af stað og stýra þess- um ófriði. Síðasta hálfa mánuðinn, fyrrihluta ágúst- mán., hafa stríðsheyjendur kvatt undir vopn um 12 miljónir manna, meginþorra allra fullorðinna karlmanna í löndum þeirraþjóða, sem hlut eiga að máli. Og þessi mann- vaður á að sækjast á með grimmustu heljarvélum, uns annar flokkurinn er sigr- aður, sundurtættur, eyðilagður, hrakinn inn í sitt eigið land, ]>ar sem sigurvegarinn misbýður og traðkar niður varnarlausa í- búana, brennir vfir þeim borgir og bæi, lætur þá finna, hvað það er að vera milli klónna á viltu, sigrandi dýri. I mörgum löndum, þar á meðal i Þýska- landi, hefir þjóðhöfðinginn að nafni og í raun og veru rétt til að hefja stríð og semja frið. Þannig getur stundum einn maður, og nánustu fylgifiskar hans dregið heila þjóð inn í styrjöld, sem er bersýni- lega glæpur og vitleysa. Engu að síður verða hermennirnir að hlýða, þegar út- boðsskipunin kemur frá landsstjórninni. Forsjármenn heimilanna í herskyldulönd- unum verða að koma tafarlaust til að skjóta niður óþekta menn úr öðru landi, sem þeir ekkert eiga grátt að gjalda. Þeir sem ekki hlýða útboðinu, eða aganum, eru skotnir undir eins. Venjulega veit almenn- ingur í ófriðarlöndunum ekki um rnála- vöxtu, nema að litlu leyti. La.ndsstjórn- irnar, sem voðanum valda, reyna með vill- andi skeytum og blaðalygum að espa lands- lýðinn og skella skuldinni á óvinina. Hver Nú sem stendur er ekki með sigrnr? fullri vissu hægt að sjá, livor sigra muni, en nmrgt bendir til, að Þjóðverjar, upphafsmennirnir muni bíða lægri hlut. Englendingar og Frakkar eru alvaldir á sjónum en Þjóðverjar og Austurríki eru innibyrgð, geta ekki fengið nein matvæli frá útlöndum. Jafnvel þótt þeir sigruðu að einhverju leyti á landi, gætu bandamenn sett bæði ríkin i hungurkví. Ef til sjóor- ustu dregur með Þjóðverjum og Englum verður það ekki fyr en mjög sverfur að Þjóðverjum, því þeir vilja ógjarnan missa flota sinn, sem svo mikið hefir kostað að byggja, og miklar vonir eru tengdar við. En fyrir okkur Islendinga væri því betra, sem Englendingar sigruðu fyr á sjónum. Eftir það mundu takast upp samgöngur hingað með eðlilegum hætti. Meginástæða til gengisleysis Þjóðverja er, að Italía hefir brugðist þeim. Gamalt bandalag var með Þýskalandi, Austurríki

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.